Þetta er hægt Guðmundur Andri Thorsson skrifar 24. september 2021 11:16 Alls staðar í kringum okkur er verið að kjósa vinstri stjórnir undir forystu sósíaldemókrata, flokkanna sem gert hafa Norðurlöndin að farsælustu ríkjum heims með sinni mildu og mannúðlegu stefnu sem hefur hagsmuni almennings alltaf að leiðarljósi. Hefðbundin sýn hægrimanna beið skipbrot í Kórónaveirufaraldrinum. Það blasir við öllum að markaðurinn á ekki úrræði við öllu, hin ósýnilega hönd hans lætur sig endanlega hverfa á krepputímum og einungis sterkt ríkisvald með almannahagsmuni að leiðarljósi er fært um að takast á við kreppu. Þar gilda heldur ekki úreltar hugmyndir um hallalaus fjárlög. Niðurskurður af því tagi sem er að finna í ríkjandi Fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar upp á hundrað milljarða er til vitnis um að það er alls ekki bara best að kjósa þá flokka sem að henni standa því að þar eru raunveruleg áform um stórfelldan niðurskurð á opinberri þjónustu. Nú er sögulegt tækifæri að gera hið saman hér og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera. Þetta er hægt. Við getum myndað stjórn sem tekur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni; setur á eðlileg veiðigjöld og færir skattkerfið í átt að réttlæti þar sem byrðar eru ekki þyngstar á launafólki en léttastar á stóreignafólki; horfist í augu við fjárþörf í heilbrigðiskerfinu en leysir vandann ekki með biðlistum; býr í haginn fyrir fjölbreytt atvinnulíf með nýsköpun og sísköpun; stórbætir í raun og veru smánarleg kjör öryrkja og eldra fólks; léttir undir með barnafjölskyldum; rækir skyldur okkar í loftslagsmálum. Þetta er hægt. Það er ekki náttúrulögmál að flokkur með 20-24% fylgi ráði för í ríkisfjármálum með tilheyrandi íhaldsúrræðum. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að hafa neitunarvald um öll umbótamál sem snúa að almenningi. Við getum virkjað eldmóðinn, heilindin og hugsjónirnar sem kjósendur umbótaflokkanna frá miðju og til vinstri búa yfir og við getum skapað úr þessu mikla afli eina sterka, kraftmikla og flotta stjórn sem starfar í þágu almannahagsmuna. Þetta er nefnilega vel hægt. Við getum gert eins og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera allt í kringum okkur og gefið hægri mönnum langþráð frí og tekið af þeim lyklavöldin í Stjórnarráðinu. Til þess að leiða slíkt starf eru sósíaldemókratar best fallnir. Samfylkingin er nefnilega samfylking. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Sjá meira
Alls staðar í kringum okkur er verið að kjósa vinstri stjórnir undir forystu sósíaldemókrata, flokkanna sem gert hafa Norðurlöndin að farsælustu ríkjum heims með sinni mildu og mannúðlegu stefnu sem hefur hagsmuni almennings alltaf að leiðarljósi. Hefðbundin sýn hægrimanna beið skipbrot í Kórónaveirufaraldrinum. Það blasir við öllum að markaðurinn á ekki úrræði við öllu, hin ósýnilega hönd hans lætur sig endanlega hverfa á krepputímum og einungis sterkt ríkisvald með almannahagsmuni að leiðarljósi er fært um að takast á við kreppu. Þar gilda heldur ekki úreltar hugmyndir um hallalaus fjárlög. Niðurskurður af því tagi sem er að finna í ríkjandi Fjármálaáætlun núverandi ríkisstjórnar upp á hundrað milljarða er til vitnis um að það er alls ekki bara best að kjósa þá flokka sem að henni standa því að þar eru raunveruleg áform um stórfelldan niðurskurð á opinberri þjónustu. Nú er sögulegt tækifæri að gera hið saman hér og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera. Þetta er hægt. Við getum myndað stjórn sem tekur almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni; setur á eðlileg veiðigjöld og færir skattkerfið í átt að réttlæti þar sem byrðar eru ekki þyngstar á launafólki en léttastar á stóreignafólki; horfist í augu við fjárþörf í heilbrigðiskerfinu en leysir vandann ekki með biðlistum; býr í haginn fyrir fjölbreytt atvinnulíf með nýsköpun og sísköpun; stórbætir í raun og veru smánarleg kjör öryrkja og eldra fólks; léttir undir með barnafjölskyldum; rækir skyldur okkar í loftslagsmálum. Þetta er hægt. Það er ekki náttúrulögmál að flokkur með 20-24% fylgi ráði för í ríkisfjármálum með tilheyrandi íhaldsúrræðum. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að hafa neitunarvald um öll umbótamál sem snúa að almenningi. Við getum virkjað eldmóðinn, heilindin og hugsjónirnar sem kjósendur umbótaflokkanna frá miðju og til vinstri búa yfir og við getum skapað úr þessu mikla afli eina sterka, kraftmikla og flotta stjórn sem starfar í þágu almannahagsmuna. Þetta er nefnilega vel hægt. Við getum gert eins og aðrar Norðurlandaþjóðir eru að gera allt í kringum okkur og gefið hægri mönnum langþráð frí og tekið af þeim lyklavöldin í Stjórnarráðinu. Til þess að leiða slíkt starf eru sósíaldemókratar best fallnir. Samfylkingin er nefnilega samfylking. Höfundur er þingmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar