Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur Kristin Thoroddsen skrifar 24. september 2021 12:15 Nú þegar einn dagur er í kjördag eru línur að skýrast og gylliboð stjórnmálaflokka flæða yfir okkur, misgáfuleg tilboð sem alls ekki er ljóst hvernig á að fjármagna. Ég öfunda ekki ungt fólk sem er í fyrsta sinn að ganga inn í kjörklefann og þarf að taka upplýsta ákvörðun um það hvað er best að kjósa. Í grunninn þá er þetta alls ekki svo flókið, þetta snýst um hægri eða vinstri stjórn. Í samtölum mínum við ungt fólk á undanförnum dögum kemur skýrt í ljós að þau vilja frelsi umfram fjötra og þau vilja halda sjálfstæði sínu, en umfram allt fá að ákveða sjálf hvað þau setja peningana sína í frekar en að greiða háa skatta og láta stjórnmálamönnum það eftir að ákveða hvert launin þeirra fara. Þar skilur að vinstri stefna og hægri stefna. Ég treysti ungu fólki vel, ég treysti því að þau taki upplýsta ákvörðun um að kjósa þann flokk sem stendur með frelsi þeirra til athafna. Stefna Sjálfstæðisflokksins er alveg skýr, hún stendur með þeim sem kjósa frelsið, hún stendur með þeim sem vilja sjálfir ráðstafa launum sínum og treystir fólki fyrir sínum eigin launum í stað þess að vilja skattleggja þau og þannig lækka ráðstöfunartekjur þeirra um hver mánaðarmót. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað Það er okkar ábyrgð sem erum að ala upp börn að kjósa frelsið fyrir börnin okkar, það er á ábyrgð okkar að kjósa ekki yfir okkur stjórnmálaflokka sem vilja skuldsetja framtíð barna okkar einungis til að fjármagna loforð sín. Hugmyndafræði vinstri manna er kannski ekki röng í eðli sínu en hún á bara alls ekki við í nútíma samfélagi þar sem fólk vill frelsi. Frelsið er ekki sjálfgefið heldur eru það forréttindi, það þekkja þeir sem eldri eru og það þekkja þeir sem búið hafa við þær aðstæður þar sem stjórnmálamenn hafa svo mikil völd að framþróun eða nýsköpun getur ekki átt sér stað. Auðvitað kýs hver fyrir sig en það er á ábyrgð okkar sem eldri erum að huga að þeim sem erfa eiga land okkar. Seljum ekki atkvæði okkar það dýrt að yngri kynslóðir sitji uppi með reikninginn heldur stöndum með vilja þeirra um frelsi og tækifæri til framtíðar. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað þar sem áfangastaðurinn er óljós og algerlega vonlaust að vita hver mun stýra þeirri ferð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltakið og ef einhverntíma það hefur átt við þá er það í dag. Meirihluti landsmanna vill áframhaldandi samstarf ríkisstjórnaflokkanna en atkvæði greitt vinstri flokk kemur í veg fyrir slíkt áframhald. Farsælast er því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og tryggja þannig hægristjórn næstu fjögur árin. Ekki bjóða þér né fjölskyldu þinni í fjögra ára óvissuferð, veldu öruggan áfangastað, veldu XD Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Suðvesturkjördæmi Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar einn dagur er í kjördag eru línur að skýrast og gylliboð stjórnmálaflokka flæða yfir okkur, misgáfuleg tilboð sem alls ekki er ljóst hvernig á að fjármagna. Ég öfunda ekki ungt fólk sem er í fyrsta sinn að ganga inn í kjörklefann og þarf að taka upplýsta ákvörðun um það hvað er best að kjósa. Í grunninn þá er þetta alls ekki svo flókið, þetta snýst um hægri eða vinstri stjórn. Í samtölum mínum við ungt fólk á undanförnum dögum kemur skýrt í ljós að þau vilja frelsi umfram fjötra og þau vilja halda sjálfstæði sínu, en umfram allt fá að ákveða sjálf hvað þau setja peningana sína í frekar en að greiða háa skatta og láta stjórnmálamönnum það eftir að ákveða hvert launin þeirra fara. Þar skilur að vinstri stefna og hægri stefna. Ég treysti ungu fólki vel, ég treysti því að þau taki upplýsta ákvörðun um að kjósa þann flokk sem stendur með frelsi þeirra til athafna. Stefna Sjálfstæðisflokksins er alveg skýr, hún stendur með þeim sem kjósa frelsið, hún stendur með þeim sem vilja sjálfir ráðstafa launum sínum og treystir fólki fyrir sínum eigin launum í stað þess að vilja skattleggja þau og þannig lækka ráðstöfunartekjur þeirra um hver mánaðarmót. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað Það er okkar ábyrgð sem erum að ala upp börn að kjósa frelsið fyrir börnin okkar, það er á ábyrgð okkar að kjósa ekki yfir okkur stjórnmálaflokka sem vilja skuldsetja framtíð barna okkar einungis til að fjármagna loforð sín. Hugmyndafræði vinstri manna er kannski ekki röng í eðli sínu en hún á bara alls ekki við í nútíma samfélagi þar sem fólk vill frelsi. Frelsið er ekki sjálfgefið heldur eru það forréttindi, það þekkja þeir sem eldri eru og það þekkja þeir sem búið hafa við þær aðstæður þar sem stjórnmálamenn hafa svo mikil völd að framþróun eða nýsköpun getur ekki átt sér stað. Auðvitað kýs hver fyrir sig en það er á ábyrgð okkar sem eldri erum að huga að þeim sem erfa eiga land okkar. Seljum ekki atkvæði okkar það dýrt að yngri kynslóðir sitji uppi með reikninginn heldur stöndum með vilja þeirra um frelsi og tækifæri til framtíðar. Bjóðum ekki komandi kynslóðum í óvissuferð á okkar kostnað þar sem áfangastaðurinn er óljós og algerlega vonlaust að vita hver mun stýra þeirri ferð. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur segir máltakið og ef einhverntíma það hefur átt við þá er það í dag. Meirihluti landsmanna vill áframhaldandi samstarf ríkisstjórnaflokkanna en atkvæði greitt vinstri flokk kemur í veg fyrir slíkt áframhald. Farsælast er því að kjósa Sjálfstæðisflokkinn og tryggja þannig hægristjórn næstu fjögur árin. Ekki bjóða þér né fjölskyldu þinni í fjögra ára óvissuferð, veldu öruggan áfangastað, veldu XD Höfundur er frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar