Fullveldi og lýðræði haldast í hendur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 24. september 2021 22:45 Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu geta ráðið nánast öllu sem þeir vildu þar á bæ kæmi til inngöngu okkar í það. Hins vegar hefur þessi málflutningur breytzt í grundvallatatriðum í gegnum tíðina. Þannig var fyrst lengi vel talað um að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif. Talsvert er hins vegar síðan nær alfarið var hætt að ræða málin á þeim nótum og í stað þess látið nægja að tala um að Íslendingar þyrftu að eiga sæti við borðið þó engin trygging sé vitanlega fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að möguleikar ríkja á að hafa áhrif innan Evrópusambandsins hafa fyrst og fremst, og í vaxandi mæli, farið eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar hafa fjölmennustu ríkin eðli málsins samkvæmt verið í lykilhlutverki og enn fremur styrkt stöðu sína í þeim efnum undanfarin ár, einkum á kostnað fámennustu ríkjanna. Ekki sízt þar sem einróma samþykki heyrir nær sögunni til. Komi sem minnst að regluverkinu Hins vegar kvað við talsvert nýjan tón í aðsendri grein eftir Dóru Sif Tynes, formanns samtakanna Já Ísland og frambjóðanda Viðreisnar, á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem kom fram sú skoðun að æskilegt væri að kjörnir fulltrúar Íslendinga hefðu sem minnsta aðkomu að því regluverki Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum og tæki gildi ef við gengjum í sambandið. Helzt mátti raunar ætla af lestri greinarinnar að Ísland væri einhvers konar einræðisríki þar sem þeir sem færu með stjórnartaumana gerðu það án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum. Talaði greinarhöfundur þannig annars vegar um fullveldi þeirra sem réðu og hins vegar um fullveldi einstaklinganna. Fullveldið er hins vegar vitanlega þjóðarinnar og það hverjir stjórna landinu hverju sinni ræðst af niðurstöðum kosninga. Þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Evrópusambandsins geta hentað hagsmunum okkar Íslendinga ágætlega en þær geta hæglega að sama skapi hentað hagsmunum okkar illa og jafnvel mjög illa eins og dæmin sýna. Nægir sennilega að nefna í því sambandi meingallaða tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar. Hvað eiga Íslendingar að gera ef ákvarðanir Evrópusambandsins skaða hagsmuni þjóðarinnar? Kemur ekki sérlega mikið á óvart Við Íslendingar höfum valdið til þess að reka þá sem stjórna landinu í kosningum. Þó verulegt vald hafi raunar þegar verið framselt til Evrópusambandsins, beint og óbeint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og sem sér ekki fyrir endann á. Við getum hins vegar ekki rekið embættismenn sambandsins og stjórnmálamenn fjölmennari ríkja þess sem taka fyrst og fremst þær ákvarðanir sem teknar eru þar á bæ. Grundvallarmunur er á því að halda því fram að kjörnir fulltrúar okkar Íslendinga myndu hafa mikil áhrif innan Evrópusambandsins og því að æskilegt sé að þeir komi sem minnst að ákvörðunum þess. Sá breytti málflutningur þarf hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þess að jafnt og þétt hefur verið þrengt að möguleikum fámennustu ríkjanna innan Evrópusambandsins á undanförnum árum til þess að hafa áhrif innan þess. Fullveldi og lýðræði þjóðarinnar eru einfaldlega sitt hvor hliðin á sama peningi. Hvaða gagn er í raun að lýðræðinu ef valdið til þess að taka ákvarðanir um mál þjóðarinnar hefur að meira eða minna leyti verið framselt til embættis- og stjórnmálamanna sem íslenzkir kjósendur hafa ekkert yfir að segja? Það er ekki að ástæðulausu að barizt var fyrir því í sjálfstæðisbaráttunni að færa valdið yfir íslenzkum málum inn í landið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
Til þessa hafa talsmenn þess að Ísland gangi í Evrópusambandið viljað telja okkur Íslendingum trú um að við inngöngu í sambandið myndu kjörnir fulltrúar okkar hafa heilmikið um þær ákvarðanir að segja sem teknar væru innan þess og snertu hagsmuni lands og þjóðar. Reyndar var hér áður fyrr ósjaldan látið eins og fulltrúar okkar myndu geta ráðið nánast öllu sem þeir vildu þar á bæ kæmi til inngöngu okkar í það. Hins vegar hefur þessi málflutningur breytzt í grundvallatatriðum í gegnum tíðina. Þannig var fyrst lengi vel talað um að Ísland þyrfti að ganga í Evrópusambandið til þess að hafa þar áhrif. Talsvert er hins vegar síðan nær alfarið var hætt að ræða málin á þeim nótum og í stað þess látið nægja að tala um að Íslendingar þyrftu að eiga sæti við borðið þó engin trygging sé vitanlega fyrir því að hlustað yrði á þann sem þar sæti. Vert er að hafa í huga í þessu sambandi að möguleikar ríkja á að hafa áhrif innan Evrópusambandsins hafa fyrst og fremst, og í vaxandi mæli, farið eftir því hversu fjölmenn þau eru. Þar hafa fjölmennustu ríkin eðli málsins samkvæmt verið í lykilhlutverki og enn fremur styrkt stöðu sína í þeim efnum undanfarin ár, einkum á kostnað fámennustu ríkjanna. Ekki sízt þar sem einróma samþykki heyrir nær sögunni til. Komi sem minnst að regluverkinu Hins vegar kvað við talsvert nýjan tón í aðsendri grein eftir Dóru Sif Tynes, formanns samtakanna Já Ísland og frambjóðanda Viðreisnar, á Vísir.is fyrr í vikunni þar sem kom fram sú skoðun að æskilegt væri að kjörnir fulltrúar Íslendinga hefðu sem minnsta aðkomu að því regluverki Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum aðild landsins að EES-samningnum og tæki gildi ef við gengjum í sambandið. Helzt mátti raunar ætla af lestri greinarinnar að Ísland væri einhvers konar einræðisríki þar sem þeir sem færu með stjórnartaumana gerðu það án lýðræðislegs umboðs frá kjósendum. Talaði greinarhöfundur þannig annars vegar um fullveldi þeirra sem réðu og hins vegar um fullveldi einstaklinganna. Fullveldið er hins vegar vitanlega þjóðarinnar og það hverjir stjórna landinu hverju sinni ræðst af niðurstöðum kosninga. Þær ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi Evrópusambandsins geta hentað hagsmunum okkar Íslendinga ágætlega en þær geta hæglega að sama skapi hentað hagsmunum okkar illa og jafnvel mjög illa eins og dæmin sýna. Nægir sennilega að nefna í því sambandi meingallaða tilskipun sambandsins um innistæðutryggingar. Hvað eiga Íslendingar að gera ef ákvarðanir Evrópusambandsins skaða hagsmuni þjóðarinnar? Kemur ekki sérlega mikið á óvart Við Íslendingar höfum valdið til þess að reka þá sem stjórna landinu í kosningum. Þó verulegt vald hafi raunar þegar verið framselt til Evrópusambandsins, beint og óbeint, í gegnum aðild Íslands að EES-samningnum og sem sér ekki fyrir endann á. Við getum hins vegar ekki rekið embættismenn sambandsins og stjórnmálamenn fjölmennari ríkja þess sem taka fyrst og fremst þær ákvarðanir sem teknar eru þar á bæ. Grundvallarmunur er á því að halda því fram að kjörnir fulltrúar okkar Íslendinga myndu hafa mikil áhrif innan Evrópusambandsins og því að æskilegt sé að þeir komi sem minnst að ákvörðunum þess. Sá breytti málflutningur þarf hins vegar ekki að koma á óvart í ljósi þess að jafnt og þétt hefur verið þrengt að möguleikum fámennustu ríkjanna innan Evrópusambandsins á undanförnum árum til þess að hafa áhrif innan þess. Fullveldi og lýðræði þjóðarinnar eru einfaldlega sitt hvor hliðin á sama peningi. Hvaða gagn er í raun að lýðræðinu ef valdið til þess að taka ákvarðanir um mál þjóðarinnar hefur að meira eða minna leyti verið framselt til embættis- og stjórnmálamanna sem íslenzkir kjósendur hafa ekkert yfir að segja? Það er ekki að ástæðulausu að barizt var fyrir því í sjálfstæðisbaráttunni að færa valdið yfir íslenzkum málum inn í landið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði).
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun