Kjósum eins og framtíðin - fyrir framtíðina Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. september 2021 15:16 Eitt af því athyglisverðasta í aðdraganda kosninga er að þegar skoðanakannanir eru greindar eftir aldri, þá er oft yfir þriðjungur kjósenda á aldursbilinu 18-29 ára sem nefnir Pírata sem sinn fyrsta valkost. Í öðru sæti er Samfylkingin með tæp 20%. Aðrir flokkar eru í kringum 5-10% hver. Þessu er öfugt farið þegar kemur að 45 ára og eldri, þar er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn með mest fylgi og flestir aðrir flokkar með fylgi í kringum 5%.Þetta þykir okkur Pírötum miður enda tala okkar stefnumál vel til allra aldurshópa. Það sést t.a.m. á nýjum samanburði Landssambands eldri borgara á stefnum stjórnmálaflokkanna. Þar eru Píratar áberandi jákvæðastir í garð áhersluatriða eldri borgara. Í undanförnum kosningum hefur ungt fólk ekki verið alveg jafn duglegt að mæta á kjörstað og þau sem eldri eru. Þetta hefur leitt til þess að niðurstöður kosninga geta orðið á annan veg en skoðanakannanir segja til um og einmitt oft talað um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vanmetinn í könnunum á meðan að Píratar séu ofmetnir. Í aðdraganda kosninga kann fólk þannig að gera sér væntingar um framsýnar breytingar, en þess í stað situr íhaldið oft áfram á valdastólum, þrátt fyrir að unga fólkið vilji sjá framtíðarpólitík. En af hverju finnur unga fólkið samhljóm með Pírötum? Ástæðan er einföld. Píratar eru flokkur sem horfir til framtíðar í stað þess að vera fastir í viðjum fortíðarinnar. Þegar kemur að mikilvægum málum sem snerta framtíð ungs fólks, eins og loftslagsmál, þá eru Píratar ekki að boða lausnir síðustu áratuga, heldur lausnir sem virka núna og í framtíðinni. Skýrasta birtingarmynd þess mátti sjá í Sólinni, úttekt Ungra Umhverfissinna á stefnu flokkanna í loftslags- og umhverfismálum. Það skoruðu Píratar best. Píratar eru nefnilega tilbúnir að horfa á núverandi kerfi og finna nýjar og nútímalegri leiðir til þess að tryggja að bættum markmiðum sé náð. Vandamálið er nefnilega að mörg kerfi og stofnanir sem stjórnmálamenn fortíðarinnar hafa búið til eru ónýt og úr sér gengin, en það skortir vilja til þess að laga eitthvað. Stjórnmálamenn fortíðarinnar halda að það að viðurkenna gallana á kerfunum sem þeir bjuggu til sé viðurkenning á mistökum. Þeir gleyma nefnilega að samfélagið þróast og kerfin þurfa að þróast með. Nú hefur ungt fólk mikilvægt tækifæri til þess að móta framtíðina. Framtíð þar sem við tryggjum alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Framtíð þar sem við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk. Framtíð þar sem við útrýmum fátækt á Íslandi. Framtíð með 21. aldar velsældarsamfélagi. Framtíð þar sem við virðum lýðræði - ekkert kjaftæði! Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eitt af því athyglisverðasta í aðdraganda kosninga er að þegar skoðanakannanir eru greindar eftir aldri, þá er oft yfir þriðjungur kjósenda á aldursbilinu 18-29 ára sem nefnir Pírata sem sinn fyrsta valkost. Í öðru sæti er Samfylkingin með tæp 20%. Aðrir flokkar eru í kringum 5-10% hver. Þessu er öfugt farið þegar kemur að 45 ára og eldri, þar er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn með mest fylgi og flestir aðrir flokkar með fylgi í kringum 5%.Þetta þykir okkur Pírötum miður enda tala okkar stefnumál vel til allra aldurshópa. Það sést t.a.m. á nýjum samanburði Landssambands eldri borgara á stefnum stjórnmálaflokkanna. Þar eru Píratar áberandi jákvæðastir í garð áhersluatriða eldri borgara. Í undanförnum kosningum hefur ungt fólk ekki verið alveg jafn duglegt að mæta á kjörstað og þau sem eldri eru. Þetta hefur leitt til þess að niðurstöður kosninga geta orðið á annan veg en skoðanakannanir segja til um og einmitt oft talað um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vanmetinn í könnunum á meðan að Píratar séu ofmetnir. Í aðdraganda kosninga kann fólk þannig að gera sér væntingar um framsýnar breytingar, en þess í stað situr íhaldið oft áfram á valdastólum, þrátt fyrir að unga fólkið vilji sjá framtíðarpólitík. En af hverju finnur unga fólkið samhljóm með Pírötum? Ástæðan er einföld. Píratar eru flokkur sem horfir til framtíðar í stað þess að vera fastir í viðjum fortíðarinnar. Þegar kemur að mikilvægum málum sem snerta framtíð ungs fólks, eins og loftslagsmál, þá eru Píratar ekki að boða lausnir síðustu áratuga, heldur lausnir sem virka núna og í framtíðinni. Skýrasta birtingarmynd þess mátti sjá í Sólinni, úttekt Ungra Umhverfissinna á stefnu flokkanna í loftslags- og umhverfismálum. Það skoruðu Píratar best. Píratar eru nefnilega tilbúnir að horfa á núverandi kerfi og finna nýjar og nútímalegri leiðir til þess að tryggja að bættum markmiðum sé náð. Vandamálið er nefnilega að mörg kerfi og stofnanir sem stjórnmálamenn fortíðarinnar hafa búið til eru ónýt og úr sér gengin, en það skortir vilja til þess að laga eitthvað. Stjórnmálamenn fortíðarinnar halda að það að viðurkenna gallana á kerfunum sem þeir bjuggu til sé viðurkenning á mistökum. Þeir gleyma nefnilega að samfélagið þróast og kerfin þurfa að þróast með. Nú hefur ungt fólk mikilvægt tækifæri til þess að móta framtíðina. Framtíð þar sem við tryggjum alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Framtíð þar sem við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk. Framtíð þar sem við útrýmum fátækt á Íslandi. Framtíð með 21. aldar velsældarsamfélagi. Framtíð þar sem við virðum lýðræði - ekkert kjaftæði! Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun