Kjósum eins og framtíðin - fyrir framtíðina Gísli Rafn Ólafsson skrifar 25. september 2021 15:16 Eitt af því athyglisverðasta í aðdraganda kosninga er að þegar skoðanakannanir eru greindar eftir aldri, þá er oft yfir þriðjungur kjósenda á aldursbilinu 18-29 ára sem nefnir Pírata sem sinn fyrsta valkost. Í öðru sæti er Samfylkingin með tæp 20%. Aðrir flokkar eru í kringum 5-10% hver. Þessu er öfugt farið þegar kemur að 45 ára og eldri, þar er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn með mest fylgi og flestir aðrir flokkar með fylgi í kringum 5%.Þetta þykir okkur Pírötum miður enda tala okkar stefnumál vel til allra aldurshópa. Það sést t.a.m. á nýjum samanburði Landssambands eldri borgara á stefnum stjórnmálaflokkanna. Þar eru Píratar áberandi jákvæðastir í garð áhersluatriða eldri borgara. Í undanförnum kosningum hefur ungt fólk ekki verið alveg jafn duglegt að mæta á kjörstað og þau sem eldri eru. Þetta hefur leitt til þess að niðurstöður kosninga geta orðið á annan veg en skoðanakannanir segja til um og einmitt oft talað um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vanmetinn í könnunum á meðan að Píratar séu ofmetnir. Í aðdraganda kosninga kann fólk þannig að gera sér væntingar um framsýnar breytingar, en þess í stað situr íhaldið oft áfram á valdastólum, þrátt fyrir að unga fólkið vilji sjá framtíðarpólitík. En af hverju finnur unga fólkið samhljóm með Pírötum? Ástæðan er einföld. Píratar eru flokkur sem horfir til framtíðar í stað þess að vera fastir í viðjum fortíðarinnar. Þegar kemur að mikilvægum málum sem snerta framtíð ungs fólks, eins og loftslagsmál, þá eru Píratar ekki að boða lausnir síðustu áratuga, heldur lausnir sem virka núna og í framtíðinni. Skýrasta birtingarmynd þess mátti sjá í Sólinni, úttekt Ungra Umhverfissinna á stefnu flokkanna í loftslags- og umhverfismálum. Það skoruðu Píratar best. Píratar eru nefnilega tilbúnir að horfa á núverandi kerfi og finna nýjar og nútímalegri leiðir til þess að tryggja að bættum markmiðum sé náð. Vandamálið er nefnilega að mörg kerfi og stofnanir sem stjórnmálamenn fortíðarinnar hafa búið til eru ónýt og úr sér gengin, en það skortir vilja til þess að laga eitthvað. Stjórnmálamenn fortíðarinnar halda að það að viðurkenna gallana á kerfunum sem þeir bjuggu til sé viðurkenning á mistökum. Þeir gleyma nefnilega að samfélagið þróast og kerfin þurfa að þróast með. Nú hefur ungt fólk mikilvægt tækifæri til þess að móta framtíðina. Framtíð þar sem við tryggjum alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Framtíð þar sem við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk. Framtíð þar sem við útrýmum fátækt á Íslandi. Framtíð með 21. aldar velsældarsamfélagi. Framtíð þar sem við virðum lýðræði - ekkert kjaftæði! Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Eitt af því athyglisverðasta í aðdraganda kosninga er að þegar skoðanakannanir eru greindar eftir aldri, þá er oft yfir þriðjungur kjósenda á aldursbilinu 18-29 ára sem nefnir Pírata sem sinn fyrsta valkost. Í öðru sæti er Samfylkingin með tæp 20%. Aðrir flokkar eru í kringum 5-10% hver. Þessu er öfugt farið þegar kemur að 45 ára og eldri, þar er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn með mest fylgi og flestir aðrir flokkar með fylgi í kringum 5%.Þetta þykir okkur Pírötum miður enda tala okkar stefnumál vel til allra aldurshópa. Það sést t.a.m. á nýjum samanburði Landssambands eldri borgara á stefnum stjórnmálaflokkanna. Þar eru Píratar áberandi jákvæðastir í garð áhersluatriða eldri borgara. Í undanförnum kosningum hefur ungt fólk ekki verið alveg jafn duglegt að mæta á kjörstað og þau sem eldri eru. Þetta hefur leitt til þess að niðurstöður kosninga geta orðið á annan veg en skoðanakannanir segja til um og einmitt oft talað um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vanmetinn í könnunum á meðan að Píratar séu ofmetnir. Í aðdraganda kosninga kann fólk þannig að gera sér væntingar um framsýnar breytingar, en þess í stað situr íhaldið oft áfram á valdastólum, þrátt fyrir að unga fólkið vilji sjá framtíðarpólitík. En af hverju finnur unga fólkið samhljóm með Pírötum? Ástæðan er einföld. Píratar eru flokkur sem horfir til framtíðar í stað þess að vera fastir í viðjum fortíðarinnar. Þegar kemur að mikilvægum málum sem snerta framtíð ungs fólks, eins og loftslagsmál, þá eru Píratar ekki að boða lausnir síðustu áratuga, heldur lausnir sem virka núna og í framtíðinni. Skýrasta birtingarmynd þess mátti sjá í Sólinni, úttekt Ungra Umhverfissinna á stefnu flokkanna í loftslags- og umhverfismálum. Það skoruðu Píratar best. Píratar eru nefnilega tilbúnir að horfa á núverandi kerfi og finna nýjar og nútímalegri leiðir til þess að tryggja að bættum markmiðum sé náð. Vandamálið er nefnilega að mörg kerfi og stofnanir sem stjórnmálamenn fortíðarinnar hafa búið til eru ónýt og úr sér gengin, en það skortir vilja til þess að laga eitthvað. Stjórnmálamenn fortíðarinnar halda að það að viðurkenna gallana á kerfunum sem þeir bjuggu til sé viðurkenning á mistökum. Þeir gleyma nefnilega að samfélagið þróast og kerfin þurfa að þróast með. Nú hefur ungt fólk mikilvægt tækifæri til þess að móta framtíðina. Framtíð þar sem við tryggjum alvöru aðgerðir í loftslagsmálum. Framtíð þar sem við sköpum tækifæri fyrir ungt fólk. Framtíð þar sem við útrýmum fátækt á Íslandi. Framtíð með 21. aldar velsældarsamfélagi. Framtíð þar sem við virðum lýðræði - ekkert kjaftæði! Höfundur skipar 2. sæti Pírata í Suðvesturkjördæmi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun