„Getum alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar“ Atli Arason skrifar 25. september 2021 17:36 Ísak Snær Þorvaldsson ásamt þjálfara sínum hjá ÍA, Jóhannesi Karli Guðjónssyni. MYND/ÍA Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, gat ekki lýst tilfinningum sínum eftir 2-3 endurkomu sigur ÍA á Keflavík á útivelli í dag. Sigurinn gerir það að verkum að Skagamenn halda sæti sínu í efstu deild en ÍA var 2-0 undir þegar rúmur klukkutími var liðin af leiknum. „Ég er orðlaus. Þetta er bara karakterinn, við gefumst ekki upp fyrr en dómarinn er búinn að flauta leikinn af. Það sást þegar við lentum tveimur mörkum undir þá kveiknaði aðeins í okkur og þegar stuðningurinn er svona þá erum við 13 inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Stuðningurinn sem ÍA fékk í dag var vægast sagt góður. Skagamenn sendu þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og liðið fékk góðan stuðning, jafnvel þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir klukkutíma leik. Ísak þakkaði stuðningin og biðlar til stuðningsmanna að sýna það sama í næst leik. „Ég vil fá þetta aftur í bikarnum. Þetta á að vera svona í öllum leikjum, ekki bara í síðustu leikjunum. Ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá getum við alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar. Þetta var geggjaður leikur fannst mér. Allir strákarnir voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ svaraði Ísak aðspurður út í stuðningsmanna sveitina. Ísak telur að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði í seinni hálfleiknum. „Þeir fá ekki nema eitt hálf færi í fyrri hálfleik sem þeir skora úr. Við vorum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Þetta datt með okkur í seinni hálfleik þar sem heppnin var aðeins meira með okkur.“ Næsti leikur Skagamanna er einmitt aftur á móti Keflavík, í þetta sinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur fer fram á Akranesi og Ísak kallar eftir eins baráttugleði frá liðsfélögum sínum svo ÍA eigi möguleika að komast í bikarúrslit. „Þeir munu koma vitlausir á móti okkur í næsta leik og vilja vinna hann. Við munum fara aftur yfir þá og hvernig þeir spiluðu þennan leik og skoðum hvað við getum bætt. Við ætlum að sýna eins mikla baráttu í næsta leik,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, að lokum. Fótbolti Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
„Ég er orðlaus. Þetta er bara karakterinn, við gefumst ekki upp fyrr en dómarinn er búinn að flauta leikinn af. Það sást þegar við lentum tveimur mörkum undir þá kveiknaði aðeins í okkur og þegar stuðningurinn er svona þá erum við 13 inn á vellinum,“ sagði Ísak í viðtali eftir leik. Stuðningurinn sem ÍA fékk í dag var vægast sagt góður. Skagamenn sendu þrjár rútur af stuðningsmönnum til Keflavíkur og liðið fékk góðan stuðning, jafnvel þrátt fyrir að vera 2-0 undir eftir klukkutíma leik. Ísak þakkaði stuðningin og biðlar til stuðningsmanna að sýna það sama í næst leik. „Ég vil fá þetta aftur í bikarnum. Þetta á að vera svona í öllum leikjum, ekki bara í síðustu leikjunum. Ef við spilum svona eins og við gerðum í dag þá getum við alveg eins verið með í baráttunni um titillinn næsta sumar. Þetta var geggjaður leikur fannst mér. Allir strákarnir voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan,“ svaraði Ísak aðspurður út í stuðningsmanna sveitina. Ísak telur að lukkudísirnar hafi verið með þeim í liði í seinni hálfleiknum. „Þeir fá ekki nema eitt hálf færi í fyrri hálfleik sem þeir skora úr. Við vorum óheppnir að skora ekki í fyrri hálfleik. Þetta datt með okkur í seinni hálfleik þar sem heppnin var aðeins meira með okkur.“ Næsti leikur Skagamanna er einmitt aftur á móti Keflavík, í þetta sinn í undanúrslitum Mjólkurbikarsins. Sá leikur fer fram á Akranesi og Ísak kallar eftir eins baráttugleði frá liðsfélögum sínum svo ÍA eigi möguleika að komast í bikarúrslit. „Þeir munu koma vitlausir á móti okkur í næsta leik og vilja vinna hann. Við munum fara aftur yfir þá og hvernig þeir spiluðu þennan leik og skoðum hvað við getum bætt. Við ætlum að sýna eins mikla baráttu í næsta leik,“ sagði Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður ÍA, að lokum.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla ÍA Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - ÍA 2-3 | Skagamenn snéru taflinu við og bæði lið halda sér uppi Skagamenn tryggðu sæti sitt í Pepsi Max deild karla að ári með því að vinna 3-2 útisigur gegn Keflvíkingum í lokaumferð Pepsi Max deildar karla í dag eftir að hafa lent 2-0 undir. Önnur úrslit dagsins þýða það að Keflvíkingar halda einnig sæti sínu í deildinni. 25. september 2021 16:31