Sú yngsta inn og Brynjar út: „Ég hef bara aldrei séð hana áður“ Kolbeinn Tumi Daðason og Snorri Másson skrifa 26. september 2021 12:22 Brynjar, Sigmar og Lenya stilltu sér upp fyrir mynd í haustvindinum. Brynjar er úti en hin tvö nýir þingmenn. Lenya sú yngsta í sögu þjóðar - og tók Brynjar út með átta atkvæðum. Stöð 2 Þau Lenya Rún Taha Karim og Sigmar Guðmundsson voru öllu ánægðari með niðurstöðu kosninganna í nótt en Brynjar Níelsson. Brynjar hafði skipti við Lenyu sem þingmaður í Reykjavík en kennir henni ekki um. Enda hafi hann aldrei séð hana áður. „Ég fór inn í kvöldið með engar væntingar,“ segir Lenya. Hún endaði þó inni á þingi, yngst allra þingmanna í sögunni til að vera kosin í alþingiskosningum, aðeins 20 ára gömul. „Ég vaknaði í morgun og síminn var bara að titra og springa.“ Hún segist ekki vera búin að meðtaka niðurstöðuna og restin af deginum fari í það. Lenya fer nú í fullt starf sem þingmaður en hún er á þriðja ári í laganámi. „Ég held ég þurfi að biðja um lengri skilafrest í skólanum.“ Tókust í hendur Brynjar Níelsson endaði úti eftir æsispennandi nótt. Brynjar vakti ekki eftir úrslitunum frekar en Lenya heldur vaknaði í morgun og sá að þingmennskan væri öll. Hann kennir Lenyu ekki um niðurstöðuna. „Nei, ég hef bara aldrei séð hana áður en ég óska henni bara til hamingju með þetta,“ sagði Brynjar en þau tókust í hendur áður en viðtalinu við Snorra Másson lauk. „Ég bý í landi tækifæranna, nú finn ég bara eitthvað annað,“ segir Brynjar. Það verði ekki endilega lögmennskan enda sé hann orðinn úreldur þar. „Framtíð þjóðar stendur ekki og fellur með mér.“ Sötraði kaffi á skjálftavaktinni Sigmar Guðmundsson endaði inni eftir að hafa verið á vökunni í nótt, ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur litu illa út fyrir Viðreisn en skánaði með nóttinni og fram á morgun. Flokkurinn bætti við sig manni. „Þetta var eiginlega súrrealískt,“ sagði Sigmar. Hann hefði verið á skjálftavaktinni í sófanum heima, ekkert sofið og aðeins sötrað kaffi. Bæði Sigmar og Lenya sögðust eiga von á að ríkisstjórnin héldi samstarfi sínu áfram. Þá yrðu þau öflug í stjórnarandstöðu. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég fór inn í kvöldið með engar væntingar,“ segir Lenya. Hún endaði þó inni á þingi, yngst allra þingmanna í sögunni til að vera kosin í alþingiskosningum, aðeins 20 ára gömul. „Ég vaknaði í morgun og síminn var bara að titra og springa.“ Hún segist ekki vera búin að meðtaka niðurstöðuna og restin af deginum fari í það. Lenya fer nú í fullt starf sem þingmaður en hún er á þriðja ári í laganámi. „Ég held ég þurfi að biðja um lengri skilafrest í skólanum.“ Tókust í hendur Brynjar Níelsson endaði úti eftir æsispennandi nótt. Brynjar vakti ekki eftir úrslitunum frekar en Lenya heldur vaknaði í morgun og sá að þingmennskan væri öll. Hann kennir Lenyu ekki um niðurstöðuna. „Nei, ég hef bara aldrei séð hana áður en ég óska henni bara til hamingju með þetta,“ sagði Brynjar en þau tókust í hendur áður en viðtalinu við Snorra Másson lauk. „Ég bý í landi tækifæranna, nú finn ég bara eitthvað annað,“ segir Brynjar. Það verði ekki endilega lögmennskan enda sé hann orðinn úreldur þar. „Framtíð þjóðar stendur ekki og fellur með mér.“ Sötraði kaffi á skjálftavaktinni Sigmar Guðmundsson endaði inni eftir að hafa verið á vökunni í nótt, ýmist inni eða úti. Fyrstu tölur litu illa út fyrir Viðreisn en skánaði með nóttinni og fram á morgun. Flokkurinn bætti við sig manni. „Þetta var eiginlega súrrealískt,“ sagði Sigmar. Hann hefði verið á skjálftavaktinni í sófanum heima, ekkert sofið og aðeins sötrað kaffi. Bæði Sigmar og Lenya sögðust eiga von á að ríkisstjórnin héldi samstarfi sínu áfram. Þá yrðu þau öflug í stjórnarandstöðu.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Reykjavíkurkjördæmi norður Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira