Vinnur alltaf stóru sjónvarpsleikina: Þurfti bara 37 sekúndur í sigursóknina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. september 2021 15:01 Aaron Rodgers var frábær á úrslitastundu í nótt. AP/Tony Avelar Aaron Rodgers og félagar í Green Bay Packers höfðu ekki mikinn tíma til stefnu þegar þeir lentu undir á móti San Francisco 49ers í NFL-deildinni í nótt. Niðurstaðan var samt eins og í síðustu stóru sjónvarpsleikjum Packers, sigur. Green Bay Packers varð þar með fyrsta liðið til að vinna 49ers á leiktíðinni eftir 30-28 sigur. 49ers liðið hafði komið til baka í leiknum og komst yfir í 28-27 eftir snertimark frá Kyle Juszczyk. Green Bay komst í 17-0 og 24-14 en þarna leit út fyrir að Packers liðið væri að missa frá sér frábæra stöðu. The Green Bay Packers turned 37 seconds into a game-winning drive against the San Francisco 49ers — Sky Sports (@SkySports) September 27, 2021 Rodgers er frábær leikstjórnandi en að þessu sinni hafði hann bara 37 sekúndur og ekkert leikhlé til að fara upp allan völlinn. Rodgers fann útherjann Davante Adams tvisvar sinnum og setti upp vallarmark fyrir Mason Crosby. Crosby var traustur sem fyrr og skoraði af 51 jarda færi. Rodgers leit skelfilega út í fyrsta leik tímabilsins þar sem Green Bay liðið fékk stóran skell á móti New Orleans Saints 3-38. Síðan þá hefur liðið unnið tvo leiki í röð og báðir hafa þeir verið sýndir á besta tíma í bandarísku sjónvarpi. The Packers have now won Aaron Rodgers' last 9 primetime starts. That's tied for the 2nd-longest streak for a starting QB over the last 10 seasons. pic.twitter.com/pKne2b4ygV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 27, 2021 Nú er svo komið að Aaron Rodgers hefur unnið níu kvöldleiki í röð en einn stór sjónvarpsleikur fer fram á sunnudags- og mánudagskvöldi. Þá er athygli mest og enginn annar NFL-leikur í gangi. Það virðist henta Rodgers mjög vel. Það má heldur aldrei afskrifa kappann þótt það sé ekki mikill tími eftir á klukkunni. Það sýndi hann enn á ný í nótt. .@AaronRodgers12's reaction is everything.#GoPackGo | @Packers pic.twitter.com/AHY43658tJ— NFL (@NFL) September 27, 2021 NFL Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira
Green Bay Packers varð þar með fyrsta liðið til að vinna 49ers á leiktíðinni eftir 30-28 sigur. 49ers liðið hafði komið til baka í leiknum og komst yfir í 28-27 eftir snertimark frá Kyle Juszczyk. Green Bay komst í 17-0 og 24-14 en þarna leit út fyrir að Packers liðið væri að missa frá sér frábæra stöðu. The Green Bay Packers turned 37 seconds into a game-winning drive against the San Francisco 49ers — Sky Sports (@SkySports) September 27, 2021 Rodgers er frábær leikstjórnandi en að þessu sinni hafði hann bara 37 sekúndur og ekkert leikhlé til að fara upp allan völlinn. Rodgers fann útherjann Davante Adams tvisvar sinnum og setti upp vallarmark fyrir Mason Crosby. Crosby var traustur sem fyrr og skoraði af 51 jarda færi. Rodgers leit skelfilega út í fyrsta leik tímabilsins þar sem Green Bay liðið fékk stóran skell á móti New Orleans Saints 3-38. Síðan þá hefur liðið unnið tvo leiki í röð og báðir hafa þeir verið sýndir á besta tíma í bandarísku sjónvarpi. The Packers have now won Aaron Rodgers' last 9 primetime starts. That's tied for the 2nd-longest streak for a starting QB over the last 10 seasons. pic.twitter.com/pKne2b4ygV— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) September 27, 2021 Nú er svo komið að Aaron Rodgers hefur unnið níu kvöldleiki í röð en einn stór sjónvarpsleikur fer fram á sunnudags- og mánudagskvöldi. Þá er athygli mest og enginn annar NFL-leikur í gangi. Það virðist henta Rodgers mjög vel. Það má heldur aldrei afskrifa kappann þótt það sé ekki mikill tími eftir á klukkunni. Það sýndi hann enn á ný í nótt. .@AaronRodgers12's reaction is everything.#GoPackGo | @Packers pic.twitter.com/AHY43658tJ— NFL (@NFL) September 27, 2021
NFL Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Sjá meira