Ræða utanríkisráðherra á allsherjarþingi SÞ: Loftslagsmál, bóluefni og mannréttindi í forgrunni Þorgils Jónsson skrifar 27. september 2021 17:50 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra flutti ávarp fyrir allsherjarþingi SÞ í dag. Aðgerðir í loftslagsmálum, jafnari dreifing bóluefna á heimsvísu og mikilvægi mannréttinda og alþjóðalaga voru efst á baugi í ræðu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í ræðu hans á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag. Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Allsherjarþingið ber keim af heimsfaraldursmálum og fer að þessu sinni fram sem blanda af fjarfundum og beinni þátttöku í höfuðstöðunum i New York. Guðlaugur Þór ávarpaði þingið af skjá síðdegis í dag á íslenskum tíma, þar sem hann hvatti til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Loftslagsbreytingar, yfirstandandi heimsfaraldur og vaxandi spenna í alþjóðsamskiptum gera kröfu um aukið traust og samstarf, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þyrfti jafnari dreifingu bóluefna og færa samfélög til meiri sjálfbærni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði brýnt að standa við Parísarsamkomulagið og reifaði áherslur og stefnu Íslands, bæði aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands og vaxandi stuðning við loftslagsaðgerðir í þróunarsamvinnu. Ísland væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum, sérstaklega í tengslum við nýtingu jarðhita. „Sem heimserindreki orkumála beitir Ísland sér á virkan hátt fyrir að markmiðum um sjálfbæra orku fyrir alla verði náð. Ísland hefur um áratuga skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum; með rannsóknum, uppfræðslu, miðlun reynslu og samvinnu. Nú ætlum við sem heimserindrekar að bæta enn frekar í,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá brýndi hann ríki til að stuðla að úrbótum í mannréttinda- og jafnréttismálum sem skiluðu sér í bættum samfélögum og aukinni velmegun, þar sem allir hefðu tækifæri til að leggja sitt af mörkum. „Ef við viljum stuðla að framþróun og umbótum, þá þurfum við að auka virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og jafnrétti, sem eru hornsteinar farsælla samfélaga. Fjárfestingar í umbótum, friði og mannréttindi eru á endanum hagkvæmari og bera meiri ávöxt en að fást við hryllilegar afleiðingar fátæktar, stríðsátaka og óréttlætis,“ sagði ráðherra í ræðunni. Guðlaugur Þór vék einnig að helstu átaka- og spennusvæðum heimsins og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála í Afganistan, sérstaklega aðför að réttindum kvenna og mannréttindabrotum. Að endingu lagði ráðherra áherslu á að ríki stæðu saman að því að efla og styrkja starf Sameinuðu þjóðanna til að gera þeim betur fært að takast á við tækifæri og áskoranir framtíðarinnar. „Með von og vilja að vopni, og með því að standa við sameiginlegar skuldbindingar okkar, getum við mætt áskorunum og staðið við fyrirheit stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna svo varðveita megi frið og tryggja mannréttindi og þróun. Framtíð okkar er undir,“ sagði hann að lokum. Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Allsherjarþingið ber keim af heimsfaraldursmálum og fer að þessu sinni fram sem blanda af fjarfundum og beinni þátttöku í höfuðstöðunum i New York. Guðlaugur Þór ávarpaði þingið af skjá síðdegis í dag á íslenskum tíma, þar sem hann hvatti til aukinnar samstöðu um áskoranir samtímans. Loftslagsbreytingar, yfirstandandi heimsfaraldur og vaxandi spenna í alþjóðsamskiptum gera kröfu um aukið traust og samstarf, ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Tryggja þyrfti jafnari dreifingu bóluefna og færa samfélög til meiri sjálfbærni í kjölfar heimsfaraldursins í samræmi við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði brýnt að standa við Parísarsamkomulagið og reifaði áherslur og stefnu Íslands, bæði aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda innanlands og vaxandi stuðning við loftslagsaðgerðir í þróunarsamvinnu. Ísland væri tilbúið að vinna með öðrum ríkjum að orkuskiptum, sérstaklega í tengslum við nýtingu jarðhita. „Sem heimserindreki orkumála beitir Ísland sér á virkan hátt fyrir að markmiðum um sjálfbæra orku fyrir alla verði náð. Ísland hefur um áratuga skeið lagt sitt af mörkum í þessum efnum; með rannsóknum, uppfræðslu, miðlun reynslu og samvinnu. Nú ætlum við sem heimserindrekar að bæta enn frekar í,“ sagði Guðlaugur Þór. Þá brýndi hann ríki til að stuðla að úrbótum í mannréttinda- og jafnréttismálum sem skiluðu sér í bættum samfélögum og aukinni velmegun, þar sem allir hefðu tækifæri til að leggja sitt af mörkum. „Ef við viljum stuðla að framþróun og umbótum, þá þurfum við að auka virðingu fyrir mannréttindum, frelsi og jafnrétti, sem eru hornsteinar farsælla samfélaga. Fjárfestingar í umbótum, friði og mannréttindi eru á endanum hagkvæmari og bera meiri ávöxt en að fást við hryllilegar afleiðingar fátæktar, stríðsátaka og óréttlætis,“ sagði ráðherra í ræðunni. Guðlaugur Þór vék einnig að helstu átaka- og spennusvæðum heimsins og lýsti yfir áhyggjum af stöðu mála í Afganistan, sérstaklega aðför að réttindum kvenna og mannréttindabrotum. Að endingu lagði ráðherra áherslu á að ríki stæðu saman að því að efla og styrkja starf Sameinuðu þjóðanna til að gera þeim betur fært að takast á við tækifæri og áskoranir framtíðarinnar. „Með von og vilja að vopni, og með því að standa við sameiginlegar skuldbindingar okkar, getum við mætt áskorunum og staðið við fyrirheit stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna svo varðveita megi frið og tryggja mannréttindi og þróun. Framtíð okkar er undir,“ sagði hann að lokum.
Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Sjá meira