Dak flottur í fyrsta heimaleiknum eftir meiðslin skelfilegu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2021 07:15 Dak Prescott og Cedrick Wilson fagna snertimarki hjá Dallas liðinu í nótt. AP/Michael Ainsworth Dallas Cowboys hafði mikla yfirburði í fyrsta heimaleik tímabilsins þegar liðið vann 41-21 sigur á Philadelphia Eagles í NFL deildinni í nótt. Fyrir ári síðan yfirgaf Dak Prescott leikvöllinn grátandi á hnjaskvagni eftir hryllileg ökklameiðsli en hann missti af stærsta hluta tímabilsins vegna þeirra. Meiðslin urðu í fimmta leik síðasta tímabils og eftir það fór nær allt bit úr leik Kúrekanna. FINAL: The @DallasCowboys win the rivalry matchup! #PHIvsDAL #DallasCowboys pic.twitter.com/SMoLbdo0gg— NFL (@NFL) September 28, 2021 Prescott hefur komið sterkur til baka og sýndi það og sannaði í leiknum í nótt. Prescott gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum og leiddi sína menn til öruggs sigurs. Cowboys liðið tapaði fyrsta leik leiktíðarinnar á móti meisturum Tampa Bay Buccaneers en hefur unnið báða leiki sína síðan. „Ég er þakklátur fyrir allt sem ég hef gengið í gegnum, alla vinnuna sem ég hef lagt á mig til að komast aftur í að gera það sem ég elska sem er að spila fótbolta. Það er hvergi betri staður til að spila fótbolta en hér,“ sagði Dak Prescott eftir leikinn. It's all Dallas on Monday Night. #DallasCowboys : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/otXkQksdpm— NFL (@NFL) September 28, 2021 Hlauparinn Ezekiel Elliott náði sér aftur á strik en hann fór 95 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Innherjinn Dalton Schultz skoraði líka tvö snertimörk í sama leiknum í fyrsta sinn á hans ferli. Það voru líka margir stuðningsmenn Dallas liðsins mættir til að fagna endurkomu Prescott. Hann hafði reyndar spilað tvo útileiki með liðinu en fyrsti heimaleikurinn var alltaf ákveðin tímamót. Áhorfendur voru yfir 93 þúsund á leiknum í AT&T leikvanginum í nótt. .@Dak so poised on 4th & Goal.Touchdown, #DallasCowboys! : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/JfQnh7iSjz— NFL (@NFL) September 28, 2021 NFL Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Sjá meira
Fyrir ári síðan yfirgaf Dak Prescott leikvöllinn grátandi á hnjaskvagni eftir hryllileg ökklameiðsli en hann missti af stærsta hluta tímabilsins vegna þeirra. Meiðslin urðu í fimmta leik síðasta tímabils og eftir það fór nær allt bit úr leik Kúrekanna. FINAL: The @DallasCowboys win the rivalry matchup! #PHIvsDAL #DallasCowboys pic.twitter.com/SMoLbdo0gg— NFL (@NFL) September 28, 2021 Prescott hefur komið sterkur til baka og sýndi það og sannaði í leiknum í nótt. Prescott gaf þrjár snertimarkssendingar í leiknum og leiddi sína menn til öruggs sigurs. Cowboys liðið tapaði fyrsta leik leiktíðarinnar á móti meisturum Tampa Bay Buccaneers en hefur unnið báða leiki sína síðan. „Ég er þakklátur fyrir allt sem ég hef gengið í gegnum, alla vinnuna sem ég hef lagt á mig til að komast aftur í að gera það sem ég elska sem er að spila fótbolta. Það er hvergi betri staður til að spila fótbolta en hér,“ sagði Dak Prescott eftir leikinn. It's all Dallas on Monday Night. #DallasCowboys : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/otXkQksdpm— NFL (@NFL) September 28, 2021 Hlauparinn Ezekiel Elliott náði sér aftur á strik en hann fór 95 jarda með boltann og skoraði tvö snertimörk. Innherjinn Dalton Schultz skoraði líka tvö snertimörk í sama leiknum í fyrsta sinn á hans ferli. Það voru líka margir stuðningsmenn Dallas liðsins mættir til að fagna endurkomu Prescott. Hann hafði reyndar spilað tvo útileiki með liðinu en fyrsti heimaleikurinn var alltaf ákveðin tímamót. Áhorfendur voru yfir 93 þúsund á leiknum í AT&T leikvanginum í nótt. .@Dak so poised on 4th & Goal.Touchdown, #DallasCowboys! : #PHIvsDAL on ESPN : https://t.co/sXVKWk2eYl pic.twitter.com/JfQnh7iSjz— NFL (@NFL) September 28, 2021
NFL Mest lesið „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Fótbolti Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Fótbolti Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Fótbolti Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Körfubolti Fleiri fréttir Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM Dagskráin í dag: Fótboltinn á sviðið Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig „Þetta er í okkar höndum í næsta leik“ „Þurfum bara að keyra á þetta og vera óhræddir og spila okkar fótbolta“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Unnu seinni leikinn en eru úr leik Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Sjá meira