„Ekki gott fyrir Ísland að það komi svona fréttir af okkur“ Atli Ísleifsson skrifar 28. september 2021 08:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi við fréttastofu um fréttir heimspressunar af hlutfalli kvenna á Alþingi að loknum fundi leiðtoga stjórnarflokkanna í Stjórnarráðshúsinu við Lækjargötu í gær. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki gott fyrir Ísland að fjöldi erlendra fjölmiðla hafi flutt fréttir af þingmeirihluta kvenna skömmu áður en endurtalning breytti óvænt stöðunni með áberandi hætti. Þegar meintar lokatölur alþingiskosninganna lágu fyrir á sunnudagsmorgun fögnuðu því margir að 33 konur yrðu á nýju þingi á móti þrjátíu körlum. Hefði þetta verið í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem konur yrðu í meirihluta og er sú staða sömuleiðis sjaldséð á heimssviðinu. Hefði það þannig verið í fyrsta sinn í sögu Evrópu. Erlendir miðlar á borði við BBC, Guardian og Reuters, hafa birt leiðréttingarfréttir í kjölfarið. Katrín segist hafa farið í eitt viðtal við erlendan fjölmiðil vegna málsins. „Ég held ég hafi bara lent í einu viðtali vegna þessa, kannski sem betur fer ekki fleirum því þetta er auðvitað alls ekki gott. Það er auðvitað ekki gott fyrir Ísland að það komi svona fréttir komi af okkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Stjórnarráðshússins í gær. „Það sem máli skiptir er ekki endilega fréttaflutningurinn heldur að málið verði upplýst og komist til botns í því sem fyrst og það eru allir að vinna að því,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu. Hún segir að engu að síður sé hlutur kvenna á nýju Alþingi mjög stór. „Já, hann er mjög góður, þannig að við getum alveg fagnað því þó þær hafi ekki endað í meirihluta, eins og staðan er núna, maður þorir ekki að segja annað,“ segir Katrín. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Þegar meintar lokatölur alþingiskosninganna lágu fyrir á sunnudagsmorgun fögnuðu því margir að 33 konur yrðu á nýju þingi á móti þrjátíu körlum. Hefði þetta verið í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem konur yrðu í meirihluta og er sú staða sömuleiðis sjaldséð á heimssviðinu. Hefði það þannig verið í fyrsta sinn í sögu Evrópu. Erlendir miðlar á borði við BBC, Guardian og Reuters, hafa birt leiðréttingarfréttir í kjölfarið. Katrín segist hafa farið í eitt viðtal við erlendan fjölmiðil vegna málsins. „Ég held ég hafi bara lent í einu viðtali vegna þessa, kannski sem betur fer ekki fleirum því þetta er auðvitað alls ekki gott. Það er auðvitað ekki gott fyrir Ísland að það komi svona fréttir komi af okkur,“ sagði Katrín Jakobsdóttir að loknum fundi hennar og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins, í Stjórnarráðshússins í gær. „Það sem máli skiptir er ekki endilega fréttaflutningurinn heldur að málið verði upplýst og komist til botns í því sem fyrst og það eru allir að vinna að því,“ sagði Katrín í samtali við fréttastofu. Hún segir að engu að síður sé hlutur kvenna á nýju Alþingi mjög stór. „Já, hann er mjög góður, þannig að við getum alveg fagnað því þó þær hafi ekki endað í meirihluta, eins og staðan er núna, maður þorir ekki að segja annað,“ segir Katrín.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37
Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. 26. september 2021 18:47