Bagalegt að sex af átta þingmönnum kjördæmisins séu stjórnarþingmenn Snorri Másson skrifar 28. september 2021 19:05 Magnús Davíð Norðdahl lögmaður hefur kært framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi. Vísir Enn eru að koma í ljós annmarkar á framkvæmd kosninganna í Norðvesturkjördæmi að mati frambjóðanda sem undirbýr kæru til Alþingis á hendur kjörstjórnarinnar. Hann vonast til þess að pólitískir hagsmunir nýkjörinna þingmanna komi ekki í veg fyrir að kæran fái sanngjarna meðferð í þinginu. Það vakti mikla athygli í dag þegar sagt var frá því að tengdadóttir hótelstjórans á Hótel Borgarnesi hafði birt myndir af óinnsigluðum atkvæðum eftir að talningu lauk á hótelinu á sunnudaginn. Formaður yfirkjörstjórnarinnar sagði hins vegar í samtali við fréttastofu að slík myndataka væri ekki ástæða til tortryggni og að hann teldi öruggt að þetta benti ekki til að átt hefði verið við atkvæðin. Magnús Norðdahl, sem er að kæra framkvæmdina, segir það lögreglunnar að rannsaka ljósmyndir konunnar. „Það er auðvitað rannsókn í gangi á þessu máli öllu saman en það er auðvitað ljóst að þarna er aðili sem ekki er starfsmaður, sem er að taka myndir í tómum sal. Þetta eru myndir sem teknar eru eftir að fyrri talningu lýkur og eftir að sú seinni hefst ef marka má myndirnar á Instagram. Þetta er auðvitað bagalegt og undirstrikar mikilvægi þess að vel sé tryggt að kjörgögn séu örugg og að þau séu innsigluð,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur talað um það í viðtölum að stuðst sé við þá aðferð að loka atkvæðin inni í herbergi í stað þess að innsigla þau almennilega. Þannig hafi það bara alltaf verið. Það er skýrt lögbrot að mati Magnúsar - og þess vegna kærir hann. Þetta telur Magnús ótækt: „Hann virðist telja það í lagi að brjóta lög og hefur vísað í hefð í því samhengi. Nú er það svo að þetta ferli allt saman samanstendur ekki bara af talningunni heldur líka kosningunni sjálfri. Það eru alls konar álitaefni sem geta komið upp á hinum ýmsu stigum og ef æðsti maður sem er að sjá um þessar kosningar hefur viðhorf af þessu tagi leiðir það að sjálfsögðu til þess að við höfum ekki traust á ferlinu í heild sinni,“ segir Magnús. Dómarar í eigin sök Nýkjörið Alþingi tilnefnir nefndarmenn í kjörbréfanefnd, sem svo fer yfir þær kærur sem henni berast. Nú í kvöld var sagt frá því að kosningin í NV-kjördæmi væri í þann mund að rata til kjörbréfanefndar þingsins. Nefndin kemur sér saman um álit, sem þarf svo að vera staðfest af meirihluta þingsins. Það verða sem sagt þingmennirnir sjálfir sem kjósa um það á endanum, hvort þeir hafi verið kosnir með löglegum hætti. Magnús segir bagalegt að þingið kjósi um eigin örlög. „Ef við hefðum fengið nýju stjórnarskrána var þar sérstakt ákvæði í 43. grein, hvaða ferill gæti farið í gang við þessar aðstæður og menn gætu farið til dómstóla. Auðvitað er þetta bagalegt, sérstaklega með hliðsjón af því að sex af átta þingmönnum Norðvesturkjördæmis eru stjórnarþingmenn,“ segir Magnús. Þeir munu ekki vilja uppkosningu ef þeir geta mögulega komist hjá því? „Ég leyfi mér að vona að allir muni skoða þetta af fullri sanngirni og komast að réttri niðurstöðu en auðvitað hefur maður sínar efasemdir.“ Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11 „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Það vakti mikla athygli í dag þegar sagt var frá því að tengdadóttir hótelstjórans á Hótel Borgarnesi hafði birt myndir af óinnsigluðum atkvæðum eftir að talningu lauk á hótelinu á sunnudaginn. Formaður yfirkjörstjórnarinnar sagði hins vegar í samtali við fréttastofu að slík myndataka væri ekki ástæða til tortryggni og að hann teldi öruggt að þetta benti ekki til að átt hefði verið við atkvæðin. Magnús Norðdahl, sem er að kæra framkvæmdina, segir það lögreglunnar að rannsaka ljósmyndir konunnar. „Það er auðvitað rannsókn í gangi á þessu máli öllu saman en það er auðvitað ljóst að þarna er aðili sem ekki er starfsmaður, sem er að taka myndir í tómum sal. Þetta eru myndir sem teknar eru eftir að fyrri talningu lýkur og eftir að sú seinni hefst ef marka má myndirnar á Instagram. Þetta er auðvitað bagalegt og undirstrikar mikilvægi þess að vel sé tryggt að kjörgögn séu örugg og að þau séu innsigluð,“ sagði Magnús í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hefur talað um það í viðtölum að stuðst sé við þá aðferð að loka atkvæðin inni í herbergi í stað þess að innsigla þau almennilega. Þannig hafi það bara alltaf verið. Það er skýrt lögbrot að mati Magnúsar - og þess vegna kærir hann. Þetta telur Magnús ótækt: „Hann virðist telja það í lagi að brjóta lög og hefur vísað í hefð í því samhengi. Nú er það svo að þetta ferli allt saman samanstendur ekki bara af talningunni heldur líka kosningunni sjálfri. Það eru alls konar álitaefni sem geta komið upp á hinum ýmsu stigum og ef æðsti maður sem er að sjá um þessar kosningar hefur viðhorf af þessu tagi leiðir það að sjálfsögðu til þess að við höfum ekki traust á ferlinu í heild sinni,“ segir Magnús. Dómarar í eigin sök Nýkjörið Alþingi tilnefnir nefndarmenn í kjörbréfanefnd, sem svo fer yfir þær kærur sem henni berast. Nú í kvöld var sagt frá því að kosningin í NV-kjördæmi væri í þann mund að rata til kjörbréfanefndar þingsins. Nefndin kemur sér saman um álit, sem þarf svo að vera staðfest af meirihluta þingsins. Það verða sem sagt þingmennirnir sjálfir sem kjósa um það á endanum, hvort þeir hafi verið kosnir með löglegum hætti. Magnús segir bagalegt að þingið kjósi um eigin örlög. „Ef við hefðum fengið nýju stjórnarskrána var þar sérstakt ákvæði í 43. grein, hvaða ferill gæti farið í gang við þessar aðstæður og menn gætu farið til dómstóla. Auðvitað er þetta bagalegt, sérstaklega með hliðsjón af því að sex af átta þingmönnum Norðvesturkjördæmis eru stjórnarþingmenn,“ segir Magnús. Þeir munu ekki vilja uppkosningu ef þeir geta mögulega komist hjá því? „Ég leyfi mér að vona að allir muni skoða þetta af fullri sanngirni og komast að réttri niðurstöðu en auðvitað hefur maður sínar efasemdir.“
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11 „Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Öryggismyndavélar ættu að eyða allri óvissu Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir það alls ekki útilokað að starfsmenn Hótels Borgarness gætu hafa farið inn í sal hótelsins á meðan atkvæði voru geymd þar óinnsigluð áður en þau voru endurtalin síðasta sunnudag. Hann fullyrðir þó að enginn hafi átt við gögnin, allt hafi verið eins og hann skildi við það þegar hann kom til baka og segir að öryggismyndavélar úr salnum ættu að geta sannað það að ekkert kosningasvindl hafi verið framið. 28. september 2021 17:11
„Ef menn vilja ekki leiðrétta mistök þá er það allt í lagi“ Sjónir beinast nú aftur að framkvæmd kosninga í Norðvesturkjördæmi eftir að endurtalning í Suðurkjördæmi skilaði nákvæmlega sömu niðurstöðum á Selfossi í gærkvöldi. Landskjörstjórn bíður enn skýrslna frá báðum þessum kjördæmum, sem eru væntanlegar síðar í dag. 28. september 2021 12:08