Hvað ætlar þú að prenta í matinn? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir og Brynja Laxdal skrifa 29. september 2021 11:31 Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla. Það er komin ný kynslóð matar á sjónarsviðið, nýir próteingjafar bætast við fæðukeðjuna og hver veit nema eftir nokkur ár hættum við að spyrja hvað er í matinn heldur hvað eigum við að prenta í matinn. Því er nefnilega spáð er að þrívíddar matarprentarar verði jafn algeng heimilisvara og örbylgjuofninn. Við gætum t.d. líka farið að framleiða svínasíður eða nautalundir með stofnfrumutækni og slegið á umræður um skortstöðu og innflutning og hver veit nema við förum að rækta suðræna ávexti hérlendis með stofnfrumutækni. Lóðréttur landbúnaður mun færast í aukana þar sem ræktuð eru salöt, grænsprettur, æt blóm og meira að segja er wasabi framleitt hér á landi með vatnsræktarkerfi. Jarðhitinn til matvælaframleiðslu er alveg sér á báti fyrir okkur Íslendinga og endalausir möguleikar til að nýta hann. Þrátt fyrir þessa nýju tækni munum við ætíð eiga okkar matarmenningu sem á rætur til forfeðra okkar sem sýndu ótrúlega hæfni til að lifa af kalda og dimma vetur. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar og fellur vel að þeim atvinnugreinum sem eru um allar landsbyggðir. Hún er vaxandi af því að yngri kynslóðin um 20 – 40 ára vill fræðast um menningu og sögu í gegnum matinn. En fljótlega fara fleiri þættir að skipta máli því heilsa, umhverfisvernd og sjálfbærni er neytendum hugleikið og við þurfum líka að læra að miðla þessum upplýsingum í gegnum matinn. Þörf er á markvissri kynningarstefnu sem hefur það að markmiði að skapa áhuga og eftirspurn eftir matartengdri afþreyingu og nærsamfélagsneyslu en ekki síður að bregðast við þeim áhuga og þeirri eftirspurn sem þegar er til staðar. Efla þarf samfélagsvitund um þá sérstöðu til matvælaframleiðslu sem við búum við, þekkingu á matararfleifð okkar og um tækifæri til framtíðar. Að byggja upp áfangastað sem ætlar sér sess sem eftirsóttur mataráfangastaður krefst öflugrar samvinnu og samtakamáttar til að slagkraftur skilaboðanna verði sterkur. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum. Nýta þarf meðbyrinn sem er til staðar og knýja á um nauðsynlegar breytingar til að standa undir ímynd Íslands sem áhugaverðs mataráfangastaðar. Til að fara enn frekar yfir öll þau óþrjótandi tækifæri sem framtíðin hefur uppá að bjóða í mat og ferðaþjónustu verður efnt til viðburðaveislu á Austurlandi fimmtudaginn 30.september sem hefst með ráðstefnunni Nordic Food in Tourism. Ráðstefnan er hluti af þriggja ára verkefni sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og leitt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslenska ferðaklasanum og Matís með samstarfi allra Norðurlandanna. Auk ráðstefnunnar fimmtudaginn 30. september er efnt til Matarmóts á föstudaginn og lausnarmótið Hacking Austurland verður í gangi frá 30. September – 2.október. Enn er opið fyrir skráningu á streymishluta ráðstefnunnar inni á www.nordicfoodintourism.is. Upplýsingar um matarmótið má finna á www.austurbru.is. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst kl 10:00. Alls hafa um 250 manns víðs vegar að úr heiminum skráð sig á ráðstefnuna enda þétt og áhugaverð dagskrá með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Allar nánari upplýsingar má finna hér: www.nordicfoodintourism.is Höfundar eru verkefnastjórar og tengiliðir verkefnisins. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Brynja Laxdal, verkefnastjóri Nordic Food in Tourism Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matur Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Matarmenning er hverri þjóð mikilvæg enda speglar hún sögu okkar og er lituð af tíðarfari og náttúru. Hún er byggð á hefðum en innblásin af samtímanum. Matarsmekkur okkar er að verða hnattrænni og sumir óttast að matarmenning okkar sé að þynnast út vegna þess og ekki minnka áhyggjurnar vegna hraðrar þróunar á framleiðslumöguleikum matvæla. Það er komin ný kynslóð matar á sjónarsviðið, nýir próteingjafar bætast við fæðukeðjuna og hver veit nema eftir nokkur ár hættum við að spyrja hvað er í matinn heldur hvað eigum við að prenta í matinn. Því er nefnilega spáð er að þrívíddar matarprentarar verði jafn algeng heimilisvara og örbylgjuofninn. Við gætum t.d. líka farið að framleiða svínasíður eða nautalundir með stofnfrumutækni og slegið á umræður um skortstöðu og innflutning og hver veit nema við förum að rækta suðræna ávexti hérlendis með stofnfrumutækni. Lóðréttur landbúnaður mun færast í aukana þar sem ræktuð eru salöt, grænsprettur, æt blóm og meira að segja er wasabi framleitt hér á landi með vatnsræktarkerfi. Jarðhitinn til matvælaframleiðslu er alveg sér á báti fyrir okkur Íslendinga og endalausir möguleikar til að nýta hann. Þrátt fyrir þessa nýju tækni munum við ætíð eiga okkar matarmenningu sem á rætur til forfeðra okkar sem sýndu ótrúlega hæfni til að lifa af kalda og dimma vetur. Matarferðaþjónusta er hratt vaxandi grein innan ferðaþjónustunnar og fellur vel að þeim atvinnugreinum sem eru um allar landsbyggðir. Hún er vaxandi af því að yngri kynslóðin um 20 – 40 ára vill fræðast um menningu og sögu í gegnum matinn. En fljótlega fara fleiri þættir að skipta máli því heilsa, umhverfisvernd og sjálfbærni er neytendum hugleikið og við þurfum líka að læra að miðla þessum upplýsingum í gegnum matinn. Þörf er á markvissri kynningarstefnu sem hefur það að markmiði að skapa áhuga og eftirspurn eftir matartengdri afþreyingu og nærsamfélagsneyslu en ekki síður að bregðast við þeim áhuga og þeirri eftirspurn sem þegar er til staðar. Efla þarf samfélagsvitund um þá sérstöðu til matvælaframleiðslu sem við búum við, þekkingu á matararfleifð okkar og um tækifæri til framtíðar. Að byggja upp áfangastað sem ætlar sér sess sem eftirsóttur mataráfangastaður krefst öflugrar samvinnu og samtakamáttar til að slagkraftur skilaboðanna verði sterkur. Þjónusta og gæði þurfa að fylgjast að við markaðssetningu og innviðir þurfa að vera tilbúnir til að standa undir fyrirheitum og væntingum. Nýta þarf meðbyrinn sem er til staðar og knýja á um nauðsynlegar breytingar til að standa undir ímynd Íslands sem áhugaverðs mataráfangastaðar. Til að fara enn frekar yfir öll þau óþrjótandi tækifæri sem framtíðin hefur uppá að bjóða í mat og ferðaþjónustu verður efnt til viðburðaveislu á Austurlandi fimmtudaginn 30.september sem hefst með ráðstefnunni Nordic Food in Tourism. Ráðstefnan er hluti af þriggja ára verkefni sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni og leitt af atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, Íslenska ferðaklasanum og Matís með samstarfi allra Norðurlandanna. Auk ráðstefnunnar fimmtudaginn 30. september er efnt til Matarmóts á föstudaginn og lausnarmótið Hacking Austurland verður í gangi frá 30. September – 2.október. Enn er opið fyrir skráningu á streymishluta ráðstefnunnar inni á www.nordicfoodintourism.is. Upplýsingar um matarmótið má finna á www.austurbru.is. Ráðstefnan fer fram á ensku og hefst kl 10:00. Alls hafa um 250 manns víðs vegar að úr heiminum skráð sig á ráðstefnuna enda þétt og áhugaverð dagskrá með innlendum og erlendum fyrirlesurum. Allar nánari upplýsingar má finna hér: www.nordicfoodintourism.is Höfundar eru verkefnastjórar og tengiliðir verkefnisins. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans Brynja Laxdal, verkefnastjóri Nordic Food in Tourism
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun