Tíræð kona á flótta vegna ákæru um aðild að hroðaverkum nasista Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. september 2021 11:12 Réttarhöldin yfir Furchner áttu að hefjast í dag en var slegið á frest þegar hún mætti ekki. epa/Markus Schreiber Irmgard Furchner, 96 ára gömul þýsk kona, er nú á flótta en til stóð að hefja réttarhöld yfir henni í dag, þar sem hún hefur verið sökuð um aðild að fjöldamorðum í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimstyrjöldinni. „Ákærði er á flótta,“ sagði talsmaður dómstólsins í bænum Itzehoe í Schleswig-Holstein. „Hún yfirgaf heimili sitt snemma í morgun í leigubíl sem var ekið í átt að lestarstöð.“ Furchner er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í hroðaverkum nasista þegar hún var 18 ára gömul og starfaði sem ritari Paul-Werner Hoppe, sem var yfirmaður Stutthof-útrýmingarbúðanna. Furchner er sögð hafa ritað upp fyrirskipanir um aftökur sem Hoppe las upp fyrir hana, á árunum 1943 itl 1945. Ætlað er að um 11.412 einstaklingar hafi verið myrtir í búðunum á þessum tíma og var Hoppe dæmdur fyrir sinn þátt árið 1955. Furchner hafði óskað eftir því að réttarhöldin færu fram að henni fjarverandi en sá möguleiki er ekki til í þýskum lögum. Það þýðir sömuleiðis að ekki verður hægt að hefja þau fyrr en Furchner finnst. Stutthof-útrýmingarbúðunum hefur nú verið breytt í safn.epa/Piotr Wittman Á árum áður var mikið lagt upp úr því að finna og leiða fyrir dóm þá sem spiluðu stórt hlutverk í morðmaskínu nasista en eftir aldamót hafa saksóknarar beint sjónum sínum að þeim sem sinntu minni hlutverkum í útrýmingarbúðunum. Þannig var Oskar Groening dæmdur fyrir aðild sína árið 2016 en hans hlutverk var að hirða verðmæti af föngunum við komuna í Auschwitz. Þá féll dómur í máli Bruno D. í fyrra en hann starfaði sem vörður í Stutthof. Bruno var 93 þegar dómurinn féll en réttað var yfir honum í unglingadómstól, þar sem hann var undir lögaldri þegar glæpirnir áttu sér stað. Sömu sögu er að segja um Furchner. Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
„Ákærði er á flótta,“ sagði talsmaður dómstólsins í bænum Itzehoe í Schleswig-Holstein. „Hún yfirgaf heimili sitt snemma í morgun í leigubíl sem var ekið í átt að lestarstöð.“ Furchner er ákærð fyrir að hafa tekið þátt í hroðaverkum nasista þegar hún var 18 ára gömul og starfaði sem ritari Paul-Werner Hoppe, sem var yfirmaður Stutthof-útrýmingarbúðanna. Furchner er sögð hafa ritað upp fyrirskipanir um aftökur sem Hoppe las upp fyrir hana, á árunum 1943 itl 1945. Ætlað er að um 11.412 einstaklingar hafi verið myrtir í búðunum á þessum tíma og var Hoppe dæmdur fyrir sinn þátt árið 1955. Furchner hafði óskað eftir því að réttarhöldin færu fram að henni fjarverandi en sá möguleiki er ekki til í þýskum lögum. Það þýðir sömuleiðis að ekki verður hægt að hefja þau fyrr en Furchner finnst. Stutthof-útrýmingarbúðunum hefur nú verið breytt í safn.epa/Piotr Wittman Á árum áður var mikið lagt upp úr því að finna og leiða fyrir dóm þá sem spiluðu stórt hlutverk í morðmaskínu nasista en eftir aldamót hafa saksóknarar beint sjónum sínum að þeim sem sinntu minni hlutverkum í útrýmingarbúðunum. Þannig var Oskar Groening dæmdur fyrir aðild sína árið 2016 en hans hlutverk var að hirða verðmæti af föngunum við komuna í Auschwitz. Þá féll dómur í máli Bruno D. í fyrra en hann starfaði sem vörður í Stutthof. Bruno var 93 þegar dómurinn féll en réttað var yfir honum í unglingadómstól, þar sem hann var undir lögaldri þegar glæpirnir áttu sér stað. Sömu sögu er að segja um Furchner.
Seinni heimsstyrjöldin Þýskaland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira