Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 11:31 Willum Þór Þórsson er starfandi forseti Alþingis. vísir/vilhelm Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun og gefa út kjörbréf til þingmanna. Þar mun hún að öllum líkindum styðjast við seinni talninguna í Norðvesturkjördæmi, þó nefndin hafi sjálf sagt að kjörstjórnin þar hafi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að öryggi atkvæðanna hafi verið tryggt milli talninganna. Að því loknu getur forseti Alþingis kallað saman undirbúningskjörbréfanefnd, sem mun undirbúa rannsókn kjörbréfa. Erfitt verkefni fram undan Vegna óvissunnar sem er komin upp eftir endurtalninguna er nokkuð ljóst að rannsókn og störf nefndarinnar verði öllu umfangsmeiri nú en nokkru sinni fyrr. Magnús Davíð Norðdal, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki kjöri, hefur einnig gefið það út að hann muni kæra kosninguna til nefndarinnar. „Ég held að sem aldrei fyrr muni reyna á starf þessarar nefndar. Hún náttúrulega vandar alltaf vel til verka en það verður kannski bara að ítreka það að það er mjög mikilvægt og við tökum það mjög alvarlega að vanda til allrar málsmeðferðar,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. Kærufrestur til nefndarinnar eru fjórar vikur eftir kosningar og því ljóst að nefndin taki sér allavega þann tíma til starfa. Hlutleysi nefndarinnar mikilvægt En hvað finnst forseta þingsins um að þingið gerist dómari í eigin máli? „Sko, í fyrsta lagi finnst mér von að spurt sé,“ segir Willum. „Nú erum við að vinna í samræmi við stjórnarskrá, 46. grein, og svo kosningalög og þingskaparlög. Þannig að við hlítum lagarammanum í þessu og reynum að vanda okkur við þetta verkefni.“ En er sniðugt að þingmenn sem eigi þingsæti undir komi að málinu? „Hlutlægni nefndarinnar er mjög mikilvæg og svo er hin hliðin á því að vera að setja fólk í erfiða stöðu, þegar þú vísar til þeirra sem eru kjörnir í þessu tiltekna kjördæmi, sem að hefur helst verið um rætt, og síðan jöfnunarþingmenn þar sem er mjótt á munum.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun og gefa út kjörbréf til þingmanna. Þar mun hún að öllum líkindum styðjast við seinni talninguna í Norðvesturkjördæmi, þó nefndin hafi sjálf sagt að kjörstjórnin þar hafi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að öryggi atkvæðanna hafi verið tryggt milli talninganna. Að því loknu getur forseti Alþingis kallað saman undirbúningskjörbréfanefnd, sem mun undirbúa rannsókn kjörbréfa. Erfitt verkefni fram undan Vegna óvissunnar sem er komin upp eftir endurtalninguna er nokkuð ljóst að rannsókn og störf nefndarinnar verði öllu umfangsmeiri nú en nokkru sinni fyrr. Magnús Davíð Norðdal, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki kjöri, hefur einnig gefið það út að hann muni kæra kosninguna til nefndarinnar. „Ég held að sem aldrei fyrr muni reyna á starf þessarar nefndar. Hún náttúrulega vandar alltaf vel til verka en það verður kannski bara að ítreka það að það er mjög mikilvægt og við tökum það mjög alvarlega að vanda til allrar málsmeðferðar,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. Kærufrestur til nefndarinnar eru fjórar vikur eftir kosningar og því ljóst að nefndin taki sér allavega þann tíma til starfa. Hlutleysi nefndarinnar mikilvægt En hvað finnst forseta þingsins um að þingið gerist dómari í eigin máli? „Sko, í fyrsta lagi finnst mér von að spurt sé,“ segir Willum. „Nú erum við að vinna í samræmi við stjórnarskrá, 46. grein, og svo kosningalög og þingskaparlög. Þannig að við hlítum lagarammanum í þessu og reynum að vanda okkur við þetta verkefni.“ En er sniðugt að þingmenn sem eigi þingsæti undir komi að málinu? „Hlutlægni nefndarinnar er mjög mikilvæg og svo er hin hliðin á því að vera að setja fólk í erfiða stöðu, þegar þú vísar til þeirra sem eru kjörnir í þessu tiltekna kjördæmi, sem að hefur helst verið um rætt, og síðan jöfnunarþingmenn þar sem er mjótt á munum.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira