Kane með þrennu í stórsigri Tottenham 30. september 2021 20:50 Harry Kane kom inn á sem varamaður og skoraði þrennu fyrir Tottenham í kvöld. Clive Rose/Getty Images Dele Alli slapp einn inn fyrir vörn gestanna strax á þriðju mínútu og Matko Obradovic, markvörður Mura, braut á honum. Dele fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Aðeins fimm mínútum síðar fékk Giovani Lo Celso boltann frá Harry Winks í vælegri stöðu, og hann kom Tottenham í 2-0. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og heimamenn því með tveggja marka forystu þegar gengið var til búningsherbergja. Ziga Kous minnkaði muninn á 53. mínútu með frábæru skoti á lofti fyrir utan teig. Nokkrum mínútum síðar bætti Nuno Espirito Santo, þjálfari Tottenham, vel í sóknarlínu liðsins þegar Harry Kane, Lucas Moura og Heung-Min Son komu inn á, en þeir áttu allir eftir að eiga sinn þátt í sigri Tottenham. Moura var ekki lengi að finna enska landsliðsfyrirliðan Harry Kane inni í teig sem kláraði færið vel og kom Tottenham í 3-1. Kane var svo aftur á ferðinni um stundarfjórðung fyrir leikslok þegar að Heung-Min Son var sloppinn inn fyrir. Í stað þess að skjóta sjálfur fann hann vin sinn Harry Kane sem var einn á móti marki og eftirleikurinn því auðveldur. Enski framherjinn var ekki hættur, en aðeins nokkrum mínútum fyrir leikslok fékk hann frábæra sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Giovani Lo Celso og fullkomnaði þrennu sína. Lokatölur urðu því 5-1, og Tottenham er nú í efsta sæti G-riðils með fjögur stig eftir tvo leiki, en Mura er enn í leit að sínum fyrstu stigum. Sambandsdeild Evrópu
Dele Alli slapp einn inn fyrir vörn gestanna strax á þriðju mínútu og Matko Obradovic, markvörður Mura, braut á honum. Dele fór sjálfur á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Aðeins fimm mínútum síðar fékk Giovani Lo Celso boltann frá Harry Winks í vælegri stöðu, og hann kom Tottenham í 2-0. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik og heimamenn því með tveggja marka forystu þegar gengið var til búningsherbergja. Ziga Kous minnkaði muninn á 53. mínútu með frábæru skoti á lofti fyrir utan teig. Nokkrum mínútum síðar bætti Nuno Espirito Santo, þjálfari Tottenham, vel í sóknarlínu liðsins þegar Harry Kane, Lucas Moura og Heung-Min Son komu inn á, en þeir áttu allir eftir að eiga sinn þátt í sigri Tottenham. Moura var ekki lengi að finna enska landsliðsfyrirliðan Harry Kane inni í teig sem kláraði færið vel og kom Tottenham í 3-1. Kane var svo aftur á ferðinni um stundarfjórðung fyrir leikslok þegar að Heung-Min Son var sloppinn inn fyrir. Í stað þess að skjóta sjálfur fann hann vin sinn Harry Kane sem var einn á móti marki og eftirleikurinn því auðveldur. Enski framherjinn var ekki hættur, en aðeins nokkrum mínútum fyrir leikslok fékk hann frábæra sendingu inn fyrir vörn gestanna frá Giovani Lo Celso og fullkomnaði þrennu sína. Lokatölur urðu því 5-1, og Tottenham er nú í efsta sæti G-riðils með fjögur stig eftir tvo leiki, en Mura er enn í leit að sínum fyrstu stigum.