Gefur Reykvíkingum meira en þúsund listaverk eftir móður sína Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2021 17:16 Safn Nínu Tryggvadóttur verður í austurhluta Hafnarhússins en Listasafn Reykjavíkur er í vesturhluta hússins. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Una Dóra Copley, dóttir Nínu Tryggvadóttur listakonu, undirrituðu í dag samning um stofnun Listasafns Nínu Tryggvadóttur. Safnið verður fyrsta myndlistasafn Reykjavíkurborgar sem kennt verður við og tileinkað íslenskri listakonu. Una Dóra mun gefa Reykvíkingum vel á annað þúsund listaverk eftir móður sína. Þar á meðal málverk, teikningar, glerverk og vatnslitamyndir. Þar að auki mun Una Dóra gefa Reykvíkingum fasteignir á Manhattan og í Reykjavík eftir sinn dag, og þar að auki aðrar listaverkaeignir, bókasafn og fleiri muni. Safnið verður í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en Listasafn Reykjavíkur er í vesturhluta hússins. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að unnið hafi verið að stofnun safnsins undanfarna mánuði. Sá undirbúningur hafi meðal annars snúið að erfðamálum, skráningu safneignar og stofnskrá safnsins. „Nína Tryggvadóttir (1913-1968) var fyrst og fremst þekkt sem listmálari en samdi einnig og myndskreytti bækur fyrir börn. Hún fæddist 16. mars, 1913 á Seyðisfirði og naut á sínum yngri árum tilsagnar Ásgríms Jónssonar í teikningum,“ segir í tilkynningunni. „Meðfram námi við Kvennaskólann í Reykjavík stundaði hún listnám í skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem. Þaðan hélt hún utan til náms til að læra listmálun við Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn og bjó síðar í París, London og lengst af í New York. Hún hélt þó ávallt nánum tengslum við Ísland og hélt fjölmargar einkasýningar hér heima sem og erlendis. Hún var virkur félagi í hreyfingu abstrakt-expressjónista í New York og má finna listaverk hennar í söfnum og í einkaeign víða um heim.“ Þá samþykkti borgarráð í morgun að leitað verði hugmynda um útfærslu á Hafnarhúsi, húsi myndlistar. Kallað eigi eftir viðhorfum og hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni og þar eigi að útfæra breytingar á Hafnarhúsi svo byggingin rúmi safn Nínu Tryggvadóttur, stækkun Listasafns Reykjavíkur og eftir atvikum annarrar listsköpunar. Reykjavík Menning Söfn Myndlist Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Una Dóra mun gefa Reykvíkingum vel á annað þúsund listaverk eftir móður sína. Þar á meðal málverk, teikningar, glerverk og vatnslitamyndir. Þar að auki mun Una Dóra gefa Reykvíkingum fasteignir á Manhattan og í Reykjavík eftir sinn dag, og þar að auki aðrar listaverkaeignir, bókasafn og fleiri muni. Safnið verður í austurhluta Hafnarhússins í Reykjavík en Listasafn Reykjavíkur er í vesturhluta hússins. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að unnið hafi verið að stofnun safnsins undanfarna mánuði. Sá undirbúningur hafi meðal annars snúið að erfðamálum, skráningu safneignar og stofnskrá safnsins. „Nína Tryggvadóttir (1913-1968) var fyrst og fremst þekkt sem listmálari en samdi einnig og myndskreytti bækur fyrir börn. Hún fæddist 16. mars, 1913 á Seyðisfirði og naut á sínum yngri árum tilsagnar Ásgríms Jónssonar í teikningum,“ segir í tilkynningunni. „Meðfram námi við Kvennaskólann í Reykjavík stundaði hún listnám í skóla Finns Jónssonar og Jóhanns Briem. Þaðan hélt hún utan til náms til að læra listmálun við Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn og bjó síðar í París, London og lengst af í New York. Hún hélt þó ávallt nánum tengslum við Ísland og hélt fjölmargar einkasýningar hér heima sem og erlendis. Hún var virkur félagi í hreyfingu abstrakt-expressjónista í New York og má finna listaverk hennar í söfnum og í einkaeign víða um heim.“ Þá samþykkti borgarráð í morgun að leitað verði hugmynda um útfærslu á Hafnarhúsi, húsi myndlistar. Kallað eigi eftir viðhorfum og hugmyndum til undirbúnings hönnunarsamkeppni og þar eigi að útfæra breytingar á Hafnarhúsi svo byggingin rúmi safn Nínu Tryggvadóttur, stækkun Listasafns Reykjavíkur og eftir atvikum annarrar listsköpunar.
Reykjavík Menning Söfn Myndlist Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira