Segir stjórn og forstjóra Landspítala óhæf til að leysa vanda bráðamóttöku Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 20:56 Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, segir að núverandi stjórn Landspítalans hafi átt þátt í að skapa það erfiða ástand sem ríkt hefur lengi á bráðamóttöku spítalans og hafi sýnt að húns sé ekki hæf í að leysa vandann. Formaður félags bráðlækna segir að þrátt fyrir fyrirheit um úrbætur í málefnum bráðamóttöku Landspítalans sjáist enginn árangur. Stjórn Félags bráðalækna segir í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra að forstjóri og framkvæmdastjórn Landspítala hafi „með brostnum loforðum sínum rúið sig trausti“. Í tilkynningu sem fylgir bréfinu segir að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu á bráðamóttökunni, en aðspurður um hvort ekkert hafi gerst í þessum málum sagði Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri erfitt að koma fólki í skilning um stöðu mála. Loforð um úrbætur hafi ekki skilað neinum árangri. Klippa: Félag bráðalækna gagnrýnir stjórn Landspítalans harðlega „Þegar við lendum undir miklu álagi, sérstaklega á stofnun eins og Landspítalanum, sem er alltaf keyrð á yfirálagi, er mikilvægt að þarna sé góð og virk stjórnun. Allar deildir, allur spítalinn þarf að koma saman sem ein heild og taka þau verkefni sem eru fyrir höndum.“ Í tilkynningunni segir að stjórn spítalans hafi „með ráðaleysi sínu breytt Bráðamóttökunni í legudeild“. Engin virk álagsstjórnun sé á LSH og í raun sé spítalinn stjórnlaus. Félagið krefst tafarlausra aðgerða en aðspurður um hvort þau krefjist þess að stjórnin eða forstjóri fari frá segir Bergur: „Núverandi stjórn hefur verið meira eða minna óbreytt síðustu tíu ár. Hún hefur að hluta til verið þáttakandi í að búa til þetta ástand sem er í gangi og hefur sýnt það að hún er ekki hæf í að leysa þetta.“ Tengd skjöl Opið_bréf_til_heilbrigðisráðherraPDF33KBSækja skjal Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Í tilkynningu sem fylgir bréfinu segir að ófremdarástand hafi skapast á deildinni fyrr í vikunni. Þá hafi yfir 70 sjúklingar legið á deildinni, þar af 44 sem biðu innlagnar á aðrar deildir spítalans en komust ekki inn sökum þess að þær voru fullsetnar og neituðu að taka við sjúklingum. Lengi hefur verið rætt um erfiða stöðu á bráðamóttökunni, en aðspurður um hvort ekkert hafi gerst í þessum málum sagði Bergur Stefánsson, formaður Félags bráðalækna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það væri erfitt að koma fólki í skilning um stöðu mála. Loforð um úrbætur hafi ekki skilað neinum árangri. Klippa: Félag bráðalækna gagnrýnir stjórn Landspítalans harðlega „Þegar við lendum undir miklu álagi, sérstaklega á stofnun eins og Landspítalanum, sem er alltaf keyrð á yfirálagi, er mikilvægt að þarna sé góð og virk stjórnun. Allar deildir, allur spítalinn þarf að koma saman sem ein heild og taka þau verkefni sem eru fyrir höndum.“ Í tilkynningunni segir að stjórn spítalans hafi „með ráðaleysi sínu breytt Bráðamóttökunni í legudeild“. Engin virk álagsstjórnun sé á LSH og í raun sé spítalinn stjórnlaus. Félagið krefst tafarlausra aðgerða en aðspurður um hvort þau krefjist þess að stjórnin eða forstjóri fari frá segir Bergur: „Núverandi stjórn hefur verið meira eða minna óbreytt síðustu tíu ár. Hún hefur að hluta til verið þáttakandi í að búa til þetta ástand sem er í gangi og hefur sýnt það að hún er ekki hæf í að leysa þetta.“ Tengd skjöl Opið_bréf_til_heilbrigðisráðherraPDF33KBSækja skjal
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira