Ernir fljúga yfir vinnusvæði þrátt fyrir sprengingar og véladrunur Kristján Már Unnarsson skrifar 30. september 2021 22:44 Einar Valur Valgarðsson er verkstjóri Suðurverks í Þorskafjarðarbrú. Arnar Halldórsson Miklar sprengingar og drynjandi hávaði vinnuvéla í brúargerð í Þorskafirði hafa ekki fælt haferni frá vinnusvæðinu. Þeir fljúga yfir á hverjum degi til að forvitnast um framvindu verksins, að sögn verkstjóra Suðurverks. Í fréttum Stöðvar 2 má sjá þegar sprengingu er hleypt af stað í nýju vegstæði við eystri brúarsporðinn. Þorskafjörðurinn nötrar og grjótinu rignir yfir vinnusvæðið. Trukkar og gröfur vinna svo á fullu. Sprengt fyrir nýju vegstæði við eystri brúarsporðinn.Arnar Halldórsson Fimm mánuðir eru frá því starfsmenn Suðurverks hófust handa við þverun Þorskafjarðar. Þeir mættu á svæðið þann 19. apríl en Suðurverk átti lægsta tilboð í verkið, upp á liðlega 2,2 milljarða króna. „Þetta hefur gengið mjög vel og áfallalaust, - góður mannskapur. Við erum komnir hér út að mastri, þar sem brúin á að rísa,“ segir Einar Valur Valgarðsson, verkstjóri hjá Suðurverki. Á miðjum firði er búið að gera vinnuplan þar sem smíði 260 metra langrar brúar er að hefjast.Arnar Halldórsson Verkið fram til þessa hefur einkum falist í því að leggja veg út í fjörðinn og gera þar vinnuplan fyrir brúarsmíðina. „Þetta þarf að síga og þetta er að verða nokkuð stabílt. Þannig að nú getur farið að hefjast niðurrekstur á staurum og í framhaldi af því bara brúarsmíðin.“ Sem gæti hafist í næstu viku, að sögn Einars. Eykt annast smíði brúarinnar, sem verður 260 metra löng, en alls bætast við 2,7 kílómetrar af nýjum vegi. Brúin tekur land að austanverðu við Kinnarstaði. Vaðalfjöll í baksýn.Arnar Halldórsson Heimamenn sýna verkinu mikinn áhuga. „Já, það virðist vera mjög mikill áhugi. Fólk kemur hérna mikið og stoppar og fylgist með. Já, það sýnir þessu mikinn áhuga.“ Og ekki bara mannfólkið. Meðan fréttamenn Stöðvar 2 mynduðu brúarvinnuna flaug haförn yfir en Einar Valur segir arnarpar halda til á svæðinu. „Já, þeir fljúga hérna yfir og fylgjast með. Þeir taka þetta út á hverjum degi hérna.“ Séð yfir vinnusvæðið.Arnar Halldórsson En eru ernirnir ekkert hræddir við verktakana? „Nei, þetta eru bara orðnir góðkunningjar okkar. Fara mjög nálægt okkur oft.“ -Það er dálítið spennandi að hafa þá fyrir augunum á hverjum degi. „Já, þetta er tignarlegur og fallegur fugl. Þetta er bara vinalegt að hafa þá hérna,“ svarar verkstjórinn. Verklok eru áætluð í júnílok árið 2024. Við það styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu árum var fjallað um haförn sem kom upp unga við framkvæmdasvæði í Vatnsfirði: Vegagerð Teigsskógur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Fuglar Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52 Örn verpir við þjóðveg og virðist laðast að fólki Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. 20. júní 2014 17:30 Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. 28. september 2011 19:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 má sjá þegar sprengingu er hleypt af stað í nýju vegstæði við eystri brúarsporðinn. Þorskafjörðurinn nötrar og grjótinu rignir yfir vinnusvæðið. Trukkar og gröfur vinna svo á fullu. Sprengt fyrir nýju vegstæði við eystri brúarsporðinn.Arnar Halldórsson Fimm mánuðir eru frá því starfsmenn Suðurverks hófust handa við þverun Þorskafjarðar. Þeir mættu á svæðið þann 19. apríl en Suðurverk átti lægsta tilboð í verkið, upp á liðlega 2,2 milljarða króna. „Þetta hefur gengið mjög vel og áfallalaust, - góður mannskapur. Við erum komnir hér út að mastri, þar sem brúin á að rísa,“ segir Einar Valur Valgarðsson, verkstjóri hjá Suðurverki. Á miðjum firði er búið að gera vinnuplan þar sem smíði 260 metra langrar brúar er að hefjast.Arnar Halldórsson Verkið fram til þessa hefur einkum falist í því að leggja veg út í fjörðinn og gera þar vinnuplan fyrir brúarsmíðina. „Þetta þarf að síga og þetta er að verða nokkuð stabílt. Þannig að nú getur farið að hefjast niðurrekstur á staurum og í framhaldi af því bara brúarsmíðin.“ Sem gæti hafist í næstu viku, að sögn Einars. Eykt annast smíði brúarinnar, sem verður 260 metra löng, en alls bætast við 2,7 kílómetrar af nýjum vegi. Brúin tekur land að austanverðu við Kinnarstaði. Vaðalfjöll í baksýn.Arnar Halldórsson Heimamenn sýna verkinu mikinn áhuga. „Já, það virðist vera mjög mikill áhugi. Fólk kemur hérna mikið og stoppar og fylgist með. Já, það sýnir þessu mikinn áhuga.“ Og ekki bara mannfólkið. Meðan fréttamenn Stöðvar 2 mynduðu brúarvinnuna flaug haförn yfir en Einar Valur segir arnarpar halda til á svæðinu. „Já, þeir fljúga hérna yfir og fylgjast með. Þeir taka þetta út á hverjum degi hérna.“ Séð yfir vinnusvæðið.Arnar Halldórsson En eru ernirnir ekkert hræddir við verktakana? „Nei, þetta eru bara orðnir góðkunningjar okkar. Fara mjög nálægt okkur oft.“ -Það er dálítið spennandi að hafa þá fyrir augunum á hverjum degi. „Já, þetta er tignarlegur og fallegur fugl. Þetta er bara vinalegt að hafa þá hérna,“ svarar verkstjórinn. Verklok eru áætluð í júnílok árið 2024. Við það styttist Vestfjarðavegur um Þorskafjörð um níu kílómetra. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Í frétt Stöðvar 2 fyrir tíu árum var fjallað um haförn sem kom upp unga við framkvæmdasvæði í Vatnsfirði:
Vegagerð Teigsskógur Reykhólahreppur Umferðaröryggi Umhverfismál Fuglar Samgöngur Tengdar fréttir Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52 Örn verpir við þjóðveg og virðist laðast að fólki Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. 20. júní 2014 17:30 Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44 Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. 28. september 2011 19:30 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Verktakinn byrjar þverun Þorskafjarðar í næstu viku Verksamningur milli Vegagerðarinnar og Suðurverks um þverun Þorskafjarðar var undirritaður í dag. Vegamálastjóri segir þetta lið í gríðarlegum samgöngubótum á Vestfjörðum sem stytti leiðina milli Reykjavíkur og Ísafjarðar um fimmtíu kílómetra. 8. apríl 2021 19:52
Örn verpir við þjóðveg og virðist laðast að fólki Hafarnarpar á ónefndum stað á Vestfjörðum virðist óvenju gæft og hefur nú valið að gera sér hreiður aðeins 250 metra frá þjóðvegi. 20. júní 2014 17:30
Telur skaða vegna nýs Vestfjarðavegar óbætanlegan Stærsta verkið sem Vegagerðin hugðist ráðast í á næsta ári, þverun tveggja fjarða á sunnanverðum Vestfjörðum, fær afar neikvæða umsögn Skipulagsstofnunar, sem telur að ekki séu til mótvægisaðgerðir til að bæta fyrir eða koma í veg fyrir skaða vegna framkvæmdanna. 6. desember 2011 11:44
Sprengingar trufluðu ekki arnarvarp - sumarbústaðir meiri ógn en vegir Haförn kom upp unga á miðju framkvæmdasvæði á Barðaströnd í fyrrasumar á sama tíma og sprengingar stóðu sem hæst nálægt hreiðrinu. Forstöðumaður Náttúrufræðistofu Vestfjarða segir erni ekki hræðast bíla jafnmikið og gangandi fólk. Sumarbústaðir séu mun verri á arnarsvæðum heldur en vegir. 28. september 2011 19:30
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent