Afstýrðu lokunum hjá alríkinu um stundarsakir Þorgils Jónsson skrifar 30. september 2021 22:48 Nancy Pelosi og demókratar á bandaríka þinginu önduðu léttar í kvöld þegar þeim tókst að framlengja fjárheimildir alríkisins og afstýra lokunum á ögurstundu. Bandaríska þingið samþykkti fyrir stundu lög sem tryggja alríkisstjórninni fjármögnun útgjalda fram til 3. desember. Ekki mátti mikið tæpara standa þar sem núverandi fjárlagaári lýkur á miðnætti í kvöld. Þar sem harðar deilur ríkja um fjárlög næsta árs er það enn ósamþykkt og hefðu því heimildir til fjárútláta þar með runnið út með þeim afleiðingum að stór hluti þjónustu alríkisins hefði fallið niður. Öldungadeildin samþykkti lögin 65-35 og fulltrúadeildin skömmu síðar með 254 atkvæðum gegn 175. Í báðum deildum kaus meirihluti repúblikana gegn framlengingunni. Fréttastofa AP segir frá. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, fagnaði niðurstöðunni. „Þetta er góð niðurstaða og gott að við gátum klárað málið. Það er svo margt sem við þurfum að vinna í hér í Washington og það síðasta sem bandaríska þjóðin þarf á að halda núna er að alríkisþjónustan stöðvist.“ Skuldaþakið næst á dagskrá Með þessu kaupir þingið sér tíma til að ná samkomulagi um næstu fjárlög, en áður en að því kemur er enn stærra mál á dagskrá, hækkun skuldaþaks ríkissjóðs, sem bundið er í lög. Nú stefnir í að skuldaþakinu, sem stendur nú í 28,4 þúsund milljörðum Bandaríkjadala, verði náð hinn 18. október og verði ekkert að gert hefur það í för með sér greiðslufall Bandaríkjanna. Slíkt hefur aldrei gerst áður og varaði Janet Yellen fjármálaráðherra nýlega við því að afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar, enda myndi lánstraust ríkisins laskast og með því myndu vextir og afborganir lána hækka til muna, bæði fyrir ríkið og hinn almenna borgara. Þungur róður framundan Þungur róður er þó framundan fyrir Demókrata á þinginu sem eru að berjast við að ná í gegn stórtækum áformum Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu til næstu ára. Ekki nóg með að repúblikanar í stjórnarandstöðu standi fastir gegn áformum forsetans, heldur eru tveir öldungadeildarþingmenn, þau Kyrsten Sinema og Joe Manchin, að reynast afar treg í taumi til að samþykkja stóraukin fjárútlát. Án þeirra hafa demókratar ekki meirihluta til að ýta málinu í gegn. Bandaríkin Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira
Þar sem harðar deilur ríkja um fjárlög næsta árs er það enn ósamþykkt og hefðu því heimildir til fjárútláta þar með runnið út með þeim afleiðingum að stór hluti þjónustu alríkisins hefði fallið niður. Öldungadeildin samþykkti lögin 65-35 og fulltrúadeildin skömmu síðar með 254 atkvæðum gegn 175. Í báðum deildum kaus meirihluti repúblikana gegn framlengingunni. Fréttastofa AP segir frá. Chuck Schumer, leiðtogi meirihlutans í öldungadeildinni, fagnaði niðurstöðunni. „Þetta er góð niðurstaða og gott að við gátum klárað málið. Það er svo margt sem við þurfum að vinna í hér í Washington og það síðasta sem bandaríska þjóðin þarf á að halda núna er að alríkisþjónustan stöðvist.“ Skuldaþakið næst á dagskrá Með þessu kaupir þingið sér tíma til að ná samkomulagi um næstu fjárlög, en áður en að því kemur er enn stærra mál á dagskrá, hækkun skuldaþaks ríkissjóðs, sem bundið er í lög. Nú stefnir í að skuldaþakinu, sem stendur nú í 28,4 þúsund milljörðum Bandaríkjadala, verði náð hinn 18. október og verði ekkert að gert hefur það í för með sér greiðslufall Bandaríkjanna. Slíkt hefur aldrei gerst áður og varaði Janet Yellen fjármálaráðherra nýlega við því að afleiðingar þess gætu orðið grafalvarlegar, enda myndi lánstraust ríkisins laskast og með því myndu vextir og afborganir lána hækka til muna, bæði fyrir ríkið og hinn almenna borgara. Þungur róður framundan Þungur róður er þó framundan fyrir Demókrata á þinginu sem eru að berjast við að ná í gegn stórtækum áformum Joe Biden forseta um innviðauppbyggingu til næstu ára. Ekki nóg með að repúblikanar í stjórnarandstöðu standi fastir gegn áformum forsetans, heldur eru tveir öldungadeildarþingmenn, þau Kyrsten Sinema og Joe Manchin, að reynast afar treg í taumi til að samþykkja stóraukin fjárútlát. Án þeirra hafa demókratar ekki meirihluta til að ýta málinu í gegn.
Bandaríkin Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sjá meira