Versta manneskja í heimi opnaði RIFF í Gamla bíói Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. október 2021 12:31 Það var hlegið og grátið á opnun RIFF í gær. Vísir/Elín Guðmunds RIFF - Alþjóðlega kvikmyndahátíðin í Reykjavík var sett formlega í Gamla bíói í gær. Opnunarmynd hátíðarinnar var kvikmyndin Versta manneskja í heimi. Það var fullt út úr dyrum í Gamla bíói í gær. Að loknum fordrykk settust gestir inn í sal þar sem haldnar voru nokkrar ræður. Það var einhver einstakur sjarmi yfir því að opnunarmynd hátíðarinnar, Versta manneskja í heimi, væri sýnd í þessu fallega húsi. rönn Marínósdóttir framkvæmdastjóri RIFF. Hátíðin er haldin í átjánda sinn í ár og er dagskráin samanstendur af 85 myndum í fullri lengd frá 61 landi.Vísir/Elín Guðmunds Í gær var svo frumsýnd stuttmyndin Eldingar eins og við, einlæg stuttmynd eftir Kristínu Björk Kristjánsdóttir sem hún tileinkaði móður sinni.Einnig var sýnt verkefnið RIFF Royalle sem frumsýnt var á Vísi fyrr í vikunni. Fólk byrjað að streyma inn í salinn og beðið eftir heiðursgestunum.Vísir/Elín Guðmunds Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, tók að sér RIFF-gusuna í ár þar sem hann gerði grín að kvikmyndagerð á Íslandi. Tók hann meðal annars fyrir verkefni eins og Hvítur, hvítur dagur, Netflix þættina Katla og kvikmyndina Dýrið. Aðstandendur þessara mynda voru margir í salnum og var mikið hlegið. Sveppi hikaði ekki við að gera grín að Kötlu með Baltasar Kormák í salnum. Vísir/Elín Guðmunds Dagskráin endaði svo á því að opnunarmynd hátíðarinnar var sýnd, Versta manneskja í heimi eftir Joachim Trier og eftir sýninguna svaraði hann spurningum gesta úr sal. Myndin hefur vakið mikla athygli síðan á Cannes og upplifðu áhorfendir alls konar tilfinningar enda er söguþráðurinn fyndinn, sorglegur og vandræðalegur allt í bland. Myndin hlaut verðlaun í Cannes fyrir besta kvenleik, enda er Renate Reinsve frábær í þessari kolsvörtu rómantísku gamanmynd. Frú Vigdís Finnbogadóttir sat á fremsta bekk á opnunarkvöldi RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Heiðurgestirnir Debbie Harry (Blondie), Joachim Trier og Mia Hansen-Løve voru öll viðstödd opnunina í gær. Það er óhætt að fullyrða að Joachim og Mia séu með áhugaverðustu og eftirsóttustu ungu leikstjórum samtímans og afhenti Guðni Th. forseti Íslands þeim heiðursverðlaunin á Bessastöðum í gær. Þau voru bæði með nýjar myndir í Cannes í sumar sem fengu afbragðs dóma og verða þær sýndar á RIFF ásamt eldri myndum þeirra. Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, sagði að hún væri stolt af því að bjóða Verstu manneskju í heimi til Reykjavíkur. Hló hún að því að Íslendingar fengju að sjá myndina á undan Norðmönnum, þar sem hún er ekki frumsýnd í Noregi fyrr en 15. október næstkomandi. Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fleiri myndir frá opnunarkvöldi RIFF. Hrönn Marínósdóttir framkvæmdastjóri RIFF þakkaði sérstaklega öllu starfsfólkinu og sjálfboðaliðunum sem koma að hátíðinni.Vísir/Elín Guðmunds Baltasar Kormákur mætti með fjölskylduna á opnunarmynd RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir var kynnir kvöldsins. Á miðvikudag fór hún sjálf af stað með þættina Afbrigði á Stöð 2. Vísir/Elín Guðmunds Kira Kira sá um tónlistina á opnunarkvöldi RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hún hélt fallega ræðu um kvikmyndagerð í gær.Vísir/Elín Guðmunds Helga E. Jónsdóttir Kolbrún Óskarsdóttir og Ragna Dögg Mósesdóttir og Hilmar Kristinsson Samkvæmislífið RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Lét árekstur ekki á sig fá og afhenti lundann að viðstöddu forystufólki Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi fengu heiðursverðlaunin þetta árið fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð. 30. september 2021 19:42 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Það var fullt út úr dyrum í Gamla bíói í gær. Að loknum fordrykk settust gestir inn í sal þar sem haldnar voru nokkrar ræður. Það var einhver einstakur sjarmi yfir því að opnunarmynd hátíðarinnar, Versta manneskja í heimi, væri sýnd í þessu fallega húsi. rönn Marínósdóttir framkvæmdastjóri RIFF. Hátíðin er haldin í átjánda sinn í ár og er dagskráin samanstendur af 85 myndum í fullri lengd frá 61 landi.Vísir/Elín Guðmunds Í gær var svo frumsýnd stuttmyndin Eldingar eins og við, einlæg stuttmynd eftir Kristínu Björk Kristjánsdóttir sem hún tileinkaði móður sinni.Einnig var sýnt verkefnið RIFF Royalle sem frumsýnt var á Vísi fyrr í vikunni. Fólk byrjað að streyma inn í salinn og beðið eftir heiðursgestunum.Vísir/Elín Guðmunds Sverrir Þór Sverrisson, betur þekktur sem Sveppi, tók að sér RIFF-gusuna í ár þar sem hann gerði grín að kvikmyndagerð á Íslandi. Tók hann meðal annars fyrir verkefni eins og Hvítur, hvítur dagur, Netflix þættina Katla og kvikmyndina Dýrið. Aðstandendur þessara mynda voru margir í salnum og var mikið hlegið. Sveppi hikaði ekki við að gera grín að Kötlu með Baltasar Kormák í salnum. Vísir/Elín Guðmunds Dagskráin endaði svo á því að opnunarmynd hátíðarinnar var sýnd, Versta manneskja í heimi eftir Joachim Trier og eftir sýninguna svaraði hann spurningum gesta úr sal. Myndin hefur vakið mikla athygli síðan á Cannes og upplifðu áhorfendir alls konar tilfinningar enda er söguþráðurinn fyndinn, sorglegur og vandræðalegur allt í bland. Myndin hlaut verðlaun í Cannes fyrir besta kvenleik, enda er Renate Reinsve frábær í þessari kolsvörtu rómantísku gamanmynd. Frú Vigdís Finnbogadóttir sat á fremsta bekk á opnunarkvöldi RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Heiðurgestirnir Debbie Harry (Blondie), Joachim Trier og Mia Hansen-Løve voru öll viðstödd opnunina í gær. Það er óhætt að fullyrða að Joachim og Mia séu með áhugaverðustu og eftirsóttustu ungu leikstjórum samtímans og afhenti Guðni Th. forseti Íslands þeim heiðursverðlaunin á Bessastöðum í gær. Þau voru bæði með nýjar myndir í Cannes í sumar sem fengu afbragðs dóma og verða þær sýndar á RIFF ásamt eldri myndum þeirra. Aud Lise Norheim, sendiherra Noregs á Íslandi, sagði að hún væri stolt af því að bjóða Verstu manneskju í heimi til Reykjavíkur. Hló hún að því að Íslendingar fengju að sjá myndina á undan Norðmönnum, þar sem hún er ekki frumsýnd í Noregi fyrr en 15. október næstkomandi. Vísir/Elín Guðmunds Hér fyrir neðan má sjá nokkrar fleiri myndir frá opnunarkvöldi RIFF. Hrönn Marínósdóttir framkvæmdastjóri RIFF þakkaði sérstaklega öllu starfsfólkinu og sjálfboðaliðunum sem koma að hátíðinni.Vísir/Elín Guðmunds Baltasar Kormákur mætti með fjölskylduna á opnunarmynd RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Fjölmiðlakonan Ingileif Friðriksdóttir var kynnir kvöldsins. Á miðvikudag fór hún sjálf af stað með þættina Afbrigði á Stöð 2. Vísir/Elín Guðmunds Kira Kira sá um tónlistina á opnunarkvöldi RIFF.Vísir/Elín Guðmunds Lucie Samcová-Hall Allen, sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Hún hélt fallega ræðu um kvikmyndagerð í gær.Vísir/Elín Guðmunds Helga E. Jónsdóttir Kolbrún Óskarsdóttir og Ragna Dögg Mósesdóttir og Hilmar Kristinsson
Samkvæmislífið RIFF Bíó og sjónvarp Reykjavík Tengdar fréttir Lét árekstur ekki á sig fá og afhenti lundann að viðstöddu forystufólki Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi fengu heiðursverðlaunin þetta árið fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð. 30. september 2021 19:42 Mest lesið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Lífið Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Lífið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Blautir búkar og pylsupartí Menning Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Áttu sturlaða stund á Times Square The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Lét árekstur ekki á sig fá og afhenti lundann að viðstöddu forystufólki Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, veitti í dag heiðursverðlaun Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Reykjavík – RIFF við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Kvikmyndaleikstjórarnir Joachim Trier frá Noregi og Mia Hansen-Løve frá Frakklandi fengu heiðursverðlaunin þetta árið fyrir framúrskarandi listræna sýn í kvikmyndagerð. 30. september 2021 19:42
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp
Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Bíó og sjónvarp