„Ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 2. október 2021 21:10 Vanda Sigurgeirsdóttir Vísir/Hulda Margrét Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, er fyrsta kona sögunnar til þess að sinna embætti formanns knattspyrnusambands í Evrópu. Hún segist leggja áherslu á að útrýma meintum þöggunartilburðum sambandsins. Vanda Sigurgeirsdóttir var sjálfkjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram í dag. Hún er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embættinu auk þess sem hún er fyrst kvenna til þess að gegna slíku embætti í Evrópu. Vanda segist ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd fyrr en í dag. „Þá svona kannski áttaði ég mig á því að þetta er svona svolítið stórt. Þannig ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu þannig ég er bara mjög stolt,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. „Þessi hreyfing verður að standa sig betur“ Áherslur Vöndu verða á samtal og samstarf við hreyfinguna. Þá verður áhersla lögð á að koma þeim málum í lag sem farið hafa hátt í fjölmiðlum undanfarið. „Mér finnst það algjört lykilatriði. Þessi hreyfing verður að standa sig betur. Eins og ég sagði í ræðunni minni, við þurfum að hlusta á þolendur. Og við þurfum að búa til aðgerðaáætlanir sem grípa þessi mál miklu betur en verið hefur. Sú vinna er nú þegar farin í gang. Fyrrverandi stjórn setti þetta af stað.“ Líkt og fjallað hefur verið um á öllum okkar miðlum sætir Aron Einar Gunnarsson landsliðfyrirliði lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar hann og annan fyrrverandi landsliðsmann um brot gegn sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Vanda heyrði af málinu á Twitter í ágúst. Aron Einar er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki. Beitti sér ekki fyrir því að Aron Einar yrði ekki í hópnum Beittir þú þér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn? „Sko landsliðsþjáfarinn valdi í hópinn. Þannig nei ég gerði það ekki.“ Heldur þú að það ríki sátt um þig innan hreyfingarinnar? „Það veit ég ekki. Það er erfiðara þegar maður er sjálfkjörin, þá veit maður ekkert. Ég vona það. Ég held að við þurfum að þjappa okkur saman í þessari flottu hreyfingu til þess að gera hana enn betri.“ Vanda starfar að hluta til í Háskóla Íslands. Aðspurð hvort hún ætli að vera í fullu starfi sem formaður KSÍ segir hún það líklegt. „Þetta er mjög mikið starf. Það er frekar stutt síðan ég ákvað að bjóða mig fram og ég átta mig á því eftir því sem nær dregur hvað þetta er mikið starf. Ég er byrjuð að undribúa mig. Samstarfsmenn mínir í háskólanum eru byrjaðir að stíga inn og aðstoða mig þannig ég býst við því að það sé að fara að gerast.“ „Göngum ósátt frá borði“ Gísli Gíslason fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd fyrrum stjórnar í dag. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann,“ sagði Gísli. Stjórnin hafi þó fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin. KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
Vanda Sigurgeirsdóttir var sjálfkjörin formaður KSÍ á aukaþingi sambandsins sem fór fram í dag. Hún er fyrsta konan í sögunni til þess að sinna embættinu auk þess sem hún er fyrst kvenna til þess að gegna slíku embætti í Evrópu. Vanda segist ekki hafa áttað sig á þeirri staðreynd fyrr en í dag. „Þá svona kannski áttaði ég mig á því að þetta er svona svolítið stórt. Þannig ég fékk pínu tár í augun þegar ég áttaði mig á þessu þannig ég er bara mjög stolt,“ sagði Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ. „Þessi hreyfing verður að standa sig betur“ Áherslur Vöndu verða á samtal og samstarf við hreyfinguna. Þá verður áhersla lögð á að koma þeim málum í lag sem farið hafa hátt í fjölmiðlum undanfarið. „Mér finnst það algjört lykilatriði. Þessi hreyfing verður að standa sig betur. Eins og ég sagði í ræðunni minni, við þurfum að hlusta á þolendur. Og við þurfum að búa til aðgerðaáætlanir sem grípa þessi mál miklu betur en verið hefur. Sú vinna er nú þegar farin í gang. Fyrrverandi stjórn setti þetta af stað.“ Líkt og fjallað hefur verið um á öllum okkar miðlum sætir Aron Einar Gunnarsson landsliðfyrirliði lögreglurannsókn vegna kæru konu sem sakar hann og annan fyrrverandi landsliðsmann um brot gegn sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Vanda heyrði af málinu á Twitter í ágúst. Aron Einar er ekki í landsliðshópnum fyrir komandi leiki. Beitti sér ekki fyrir því að Aron Einar yrði ekki í hópnum Beittir þú þér fyrir því að hann yrði ekki valinn í hópinn? „Sko landsliðsþjáfarinn valdi í hópinn. Þannig nei ég gerði það ekki.“ Heldur þú að það ríki sátt um þig innan hreyfingarinnar? „Það veit ég ekki. Það er erfiðara þegar maður er sjálfkjörin, þá veit maður ekkert. Ég vona það. Ég held að við þurfum að þjappa okkur saman í þessari flottu hreyfingu til þess að gera hana enn betri.“ Vanda starfar að hluta til í Háskóla Íslands. Aðspurð hvort hún ætli að vera í fullu starfi sem formaður KSÍ segir hún það líklegt. „Þetta er mjög mikið starf. Það er frekar stutt síðan ég ákvað að bjóða mig fram og ég átta mig á því eftir því sem nær dregur hvað þetta er mikið starf. Ég er byrjuð að undribúa mig. Samstarfsmenn mínir í háskólanum eru byrjaðir að stíga inn og aðstoða mig þannig ég býst við því að það sé að fara að gerast.“ „Göngum ósátt frá borði“ Gísli Gíslason fyrrverandi varaformaður KSÍ hélt ræðu fyrir hönd fyrrum stjórnar í dag. Þar sagði hann að krafa um afsögn hefði verið stjórninni vonbrigði. „Við hin sem eftir sitjum í stjórn, varastjórn og sem landshlutafulltrúar göngum ósátt frá borði enda brennum við fyrir fótboltann,“ sagði Gísli. Stjórnin hafi þó fullan skilning á þeirri stöðu sem upp er komin.
KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir „Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Fleiri fréttir Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Sjá meira
„Við erum stolt að því að tilheyra hreyfingu sem ætlar að taka sig á og fordæma allt ofbeldi“ Vanda Sigurgeirsdóttir, nýr formaður KSÍ, segir að sambandið verði að horfast í augu við þá erfiðu tíma sem nú er gengið í gegnum, og að framundan séu óumflýjanlegar breytingar. 2. október 2021 14:35