Meta þurfi menntun til launa jafnvel þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. október 2021 14:02 Friðrik Jónsson Aðsend Formaður BHM segir nauðsynlegt að meta menntun til launa þó það kalli á ójöfnuð í samfélaginu. Hann segir að búa þurfi þannig um hnútana að sérfræðingar sjái hag sinn í því að koma til landsins að námi loknu. Friðrik Jónsson formaður BHM greindi frá þeim stóru verkefnum sem bíða vinnumarkaðarins næstu árin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir stærstu verkefnin níu talsins. Styrkja þurfi tengsl atvinnulífs og skóla og eyða ómálefnalegum launamun kynja svo dæmi séu tekin. Fyrst og fremst þurfi að meta menntun til launa, þó það kalli á ákveðinn ójöfnuð í samfélaginu. Fólki þurfi að finnast þess virði að mennta sig. „Ég get sagt flatt út. Já ég er fyrir ákveðnum ójöfnuði í tekjum, eftir nám og svo framvegis því þú þarft að vinna upp þennan kostnað. Þú þarft líka að fá eitthvað fyrir það að verða verðmætari starfsmaður en ef þú horfir til lengri tíma og yfir ævitekjur þá jafnast þetta nú svolítið út líka,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður BHM í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sérfræðistörfin komi með meiri virðisauka inn í samfélagið. „Þetta er líka spurning um það að fólk njóti ávaxtanna af erfiði sínu rétt eins og aðrir.“ „Samt sem áður ert þú að tala fyrir ákveðnum ójöfnuði,“ skýtur Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi inn. „Já að menntun sé metin til launa. Það er ekkert sem ég skammast mín fyrir og engin ástæða til. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt að þegar þú leggur á þig til þess að ná í þessa þekkingu sem kemur síðan helst hingað til baka til landsins og skilar einhverju margfeldi út í samfélagið, að þú njótir ávaxtanna af því.“ „Ég held að það sé ein af stóru áskorunum fyrir okkur. Við gerum ekki nógu vel við okkar sérfræðinga. Við gerum ekki nógu vel í því að lokka fólk aftur heim eða að þeir sem sækja aftur heim og vilja gera eitthvað. Þá eru allskonar hindranir sem mæta.“ Sprengisandur Bylgjan Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Friðrik Jónsson formaður BHM greindi frá þeim stóru verkefnum sem bíða vinnumarkaðarins næstu árin í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hann segir stærstu verkefnin níu talsins. Styrkja þurfi tengsl atvinnulífs og skóla og eyða ómálefnalegum launamun kynja svo dæmi séu tekin. Fyrst og fremst þurfi að meta menntun til launa, þó það kalli á ákveðinn ójöfnuð í samfélaginu. Fólki þurfi að finnast þess virði að mennta sig. „Ég get sagt flatt út. Já ég er fyrir ákveðnum ójöfnuði í tekjum, eftir nám og svo framvegis því þú þarft að vinna upp þennan kostnað. Þú þarft líka að fá eitthvað fyrir það að verða verðmætari starfsmaður en ef þú horfir til lengri tíma og yfir ævitekjur þá jafnast þetta nú svolítið út líka,“ sagði Friðrik Jónsson, formaður BHM í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Sérfræðistörfin komi með meiri virðisauka inn í samfélagið. „Þetta er líka spurning um það að fólk njóti ávaxtanna af erfiði sínu rétt eins og aðrir.“ „Samt sem áður ert þú að tala fyrir ákveðnum ójöfnuði,“ skýtur Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi inn. „Já að menntun sé metin til launa. Það er ekkert sem ég skammast mín fyrir og engin ástæða til. Það er bara eðlilegt og sjálfsagt að þegar þú leggur á þig til þess að ná í þessa þekkingu sem kemur síðan helst hingað til baka til landsins og skilar einhverju margfeldi út í samfélagið, að þú njótir ávaxtanna af því.“ „Ég held að það sé ein af stóru áskorunum fyrir okkur. Við gerum ekki nógu vel við okkar sérfræðinga. Við gerum ekki nógu vel í því að lokka fólk aftur heim eða að þeir sem sækja aftur heim og vilja gera eitthvað. Þá eru allskonar hindranir sem mæta.“
Sprengisandur Bylgjan Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira