Þungavigtin um mál Hannesar Þórs: „Veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð“ Þungavigtin skrifar 3. október 2021 23:00 Kristján Óli Sigurðsson, Ríkharð Óskar Guðnason og Mikael Nikulásson skipa Þungavigtina. „Mál málanna á þessum markaði í dag, þessum leikmannamarkaði, er náttúrulega besti markmaður fyrr og síðar – Hannes Þór Halldórsson – er í stríði við Valsmenn,“ segir Mikael Nikulásson í nýjasta þætti Þungavigtarinnar. Annar þáttur af Þungavigtinni var að fara í loftið á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Í þættinum fara strákarnir yfir leikmannamarkaðinn hér heima þar sem Hannes Þór Halldórsson virðist vera á förum frá Val og farið var yfir mál tengd Knattspyrnusambandi Íslands. „Samkvæmt mínum heimildum, þær eru mjög áreiðanlegar, þá er stríðið bara frá þjálfara Vals. Það er ekki frá stjórninni, hún vill alveg halda Hannesi á þessari 1.5 milljón sem hann er kannski með á mánuði,“ sagði Mikael og hélt áfram. „Hann á eitt ár eftir en staðan er þannig, við töluðum um það hérna og Hannes kom inn á það sjálfur í síðustu viku að það svaraði engum símum og okkur þótti það svona smá skrítið en svona er þetta bara stundum. Ég var nú að verja þetta þessa Valsara, þeir væru kannski í fríi og af hverju ætti að svara símum þar sem hann ætti hvort eð er eitt ár eftir og það væri ekki hans mál að það kæmi inn nýr markmaður.“ „Þjálfari Vals hringdi í Hannes í mjög stuttu og döpru símtali þar sem hann tilkynnti Hannesi að hann gæti drullaði sér í burtu og gaf honum bara puttann. Þegar Hannes bað um útskýringar sagði Heimir að hann þyrfti ekki að útskýra neitt. Svo var bara símtalið búið,“ sagði Mikael en símtalið mun hafa enst í tæplega 90 sekúndur. „Það hlýtur eitthvað að hafa gerst á tímabilinu?“ spurði þá Ríkharð Óskar Guðnason, þáttastjórnandi. „Nei það hefur ekkert gerst,“ svaraði Mikael um hæl áður en Kristján Óli tók til máls. „Í byrjun ágúst var Valur að fara sigla þessum titli heim þökk sé Hannesi þannig þetta er mjög furðuleg meðferð og ég fór aðeins að láta hugann reika á koddanum í gærkvöldi. Meðferð Heimis á markmönnum: Hann kom illa fram við Gunnleif Gunnleifsson þegar hann yfirgaf FH, ég held þeir hafi verið Íslandsmeistarar þegar hann fór.“ „Það var einhver regla í Hafnafirði að leikmenn yfir þrítugt fengu ekki meira en árs samning. Hann vildi þriggja ára samning sem hann og fékk í Smáranum. Gulli var ekki eðlilegur leikmaður á þeim aldri. Hann var tíu árum yngri en kennitalan sagði. Þetta minnir svolítið á það.“ „Hannes er launahæsti leikmaður liðsins, hann var besti maður liðsins í sumar. Það er eitthvað sem hann og við vitum ekki, eitthvað sem aðeins Heimir Guðjónsson veit og vill ekki segja neinum,“ sagði Kristján að endingu áður en Mikael fékk orðið að nýju. „Hannes er ein af sterkari röddum klefans, það er náttúrulega einhverjir þannig og aðrir sem segja ekki neitt. Hannes er með 77 A-landsleiki og það eina sem hann heldur er að hann hafi mögulega sagt eitthvað sem hefur styggt Heimi.“ „Ég veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð. Ég held bara hreinlega að stjórnarmenn séu það líka en geti ekki gefið neitt út með það. Við erum að tala um mjög skrítið mál, að honum sé hent. Þetta er allavega staðfest, það kom þarna stutt símtal og Hannes hafði aldrei lent í öðru eins,“ sagði Mikael að lokum. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira
Annar þáttur af Þungavigtinni var að fara í loftið á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin. Í þættinum fara strákarnir yfir leikmannamarkaðinn hér heima þar sem Hannes Þór Halldórsson virðist vera á förum frá Val og farið var yfir mál tengd Knattspyrnusambandi Íslands. „Samkvæmt mínum heimildum, þær eru mjög áreiðanlegar, þá er stríðið bara frá þjálfara Vals. Það er ekki frá stjórninni, hún vill alveg halda Hannesi á þessari 1.5 milljón sem hann er kannski með á mánuði,“ sagði Mikael og hélt áfram. „Hann á eitt ár eftir en staðan er þannig, við töluðum um það hérna og Hannes kom inn á það sjálfur í síðustu viku að það svaraði engum símum og okkur þótti það svona smá skrítið en svona er þetta bara stundum. Ég var nú að verja þetta þessa Valsara, þeir væru kannski í fríi og af hverju ætti að svara símum þar sem hann ætti hvort eð er eitt ár eftir og það væri ekki hans mál að það kæmi inn nýr markmaður.“ „Þjálfari Vals hringdi í Hannes í mjög stuttu og döpru símtali þar sem hann tilkynnti Hannesi að hann gæti drullaði sér í burtu og gaf honum bara puttann. Þegar Hannes bað um útskýringar sagði Heimir að hann þyrfti ekki að útskýra neitt. Svo var bara símtalið búið,“ sagði Mikael en símtalið mun hafa enst í tæplega 90 sekúndur. „Það hlýtur eitthvað að hafa gerst á tímabilinu?“ spurði þá Ríkharð Óskar Guðnason, þáttastjórnandi. „Nei það hefur ekkert gerst,“ svaraði Mikael um hæl áður en Kristján Óli tók til máls. „Í byrjun ágúst var Valur að fara sigla þessum titli heim þökk sé Hannesi þannig þetta er mjög furðuleg meðferð og ég fór aðeins að láta hugann reika á koddanum í gærkvöldi. Meðferð Heimis á markmönnum: Hann kom illa fram við Gunnleif Gunnleifsson þegar hann yfirgaf FH, ég held þeir hafi verið Íslandsmeistarar þegar hann fór.“ „Það var einhver regla í Hafnafirði að leikmenn yfir þrítugt fengu ekki meira en árs samning. Hann vildi þriggja ára samning sem hann og fékk í Smáranum. Gulli var ekki eðlilegur leikmaður á þeim aldri. Hann var tíu árum yngri en kennitalan sagði. Þetta minnir svolítið á það.“ „Hannes er launahæsti leikmaður liðsins, hann var besti maður liðsins í sumar. Það er eitthvað sem hann og við vitum ekki, eitthvað sem aðeins Heimir Guðjónsson veit og vill ekki segja neinum,“ sagði Kristján að endingu áður en Mikael fékk orðið að nýju. „Hannes er ein af sterkari röddum klefans, það er náttúrulega einhverjir þannig og aðrir sem segja ekki neitt. Hannes er með 77 A-landsleiki og það eina sem hann heldur er að hann hafi mögulega sagt eitthvað sem hefur styggt Heimi.“ „Ég veit að leikmenn Vals eru mjög ósáttir við þessa meðferð. Ég held bara hreinlega að stjórnarmenn séu það líka en geti ekki gefið neitt út með það. Við erum að tala um mjög skrítið mál, að honum sé hent. Þetta er allavega staðfest, það kom þarna stutt símtal og Hannes hafði aldrei lent í öðru eins,“ sagði Mikael að lokum. Það má nálgast allan þáttinn af Þungavigtinni á Spotify, Apple Podcasts og Tal.is/vigtin.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Þungavigtin Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Viktor Gísli næst bestur á HM Að frumkvæði Péturs sem leiðir hans og Keflavíkur skildu „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Fógetinn farinn frá Hlíðarenda Sjá meira