Stöngin út þegar Brady bætti met og fagnaði sigri á gamla heimavellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2021 10:00 Tom Brady hafði ástæðu til að brosa eftir sigur Tampa Bay Buccaneers í Foxborough í nótt. Getty/Maddie Meyer Tom Brady valdi heldur betur staðinn til að verða sá leikstjórnandi sem hefur kastað boltanum fyrir flesta jarda en það gerði hann í sigurleik á heimavelli New England Patriots í nótt. Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021 NFL Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Bandaríkjamenn kunna að búa til móment og það var því engin tilviljun að Brady var að spila á Gillette leikvanginum í Foxborough þegar spámenn sáu þetta met falla. Brady og félagar í Tampa Bay Buccaneers unnu 19-17 sigur á Patriots þar sem sparkarinn Ryan Succop sem skoraði vallarmarkið sem að lokum skildi á milli liðanna. From 56 yards out.... so close. : #TBvsNE on NBC : https://t.co/50pf7DlJse pic.twitter.com/NfdQM9KOgi— NFL (@NFL) October 4, 2021 Þar með var ekki öll sagan sögð því Patriots liðið fór upp völlinn og fékk sitt tækifæri til að skora sigurvallarmark þegar 55 sekúndur voru eftir af leiknum. 56 jarda vallarmarkstilraun Nick Folk fór hins vegar í stöngina og út sem þýddi að Tampa Bay vann leikinn. Brady þurfti 68 jarda til að bætta sendingamet Drew Brees og kastaði alls 269 jarda. Brady náði þó ekki að senda snertimarkssendingu í leiknum. Aðdragandi leiksins snerist nær eingöngu um Tom Brady og hans gamla þjálfara Bill Belichick, sem þjálfar enn Patriots. Það hefur aftur á móti lítið gengið í New England síðan að liðið missti Brady. Nothing but love between @TomBrady and his former @Patriots teammates and coaches. #TheReturn pic.twitter.com/YaxnqNVZwM— NFL (@NFL) October 4, 2021 „Ég er ekkert að fara tárast hérna. Ég hef þegar farið í gegnum það. Þetta var heimili mitt í tuttugu ár og ég á bestu minningarnar héðan,“ sagði Tom Brady. „Ég get aðeins kastað boltanum ennþá og ég er ánægður að ég er með nokkra með mér sem geta gripið þá. Þetta er skemmtilegt met að eiga en maður nær engum árangri í þessari íþrótta nema að hafa ótrúlega liðsfélaga. Strákarnir stóðu sig frábærlega í að grípa bolta frá mér í 22 ár,“ sagði Brady. Brady vann sex meistaratitla með New England Patriots liðinu á tuttugu árum og leikurinn í nótt var í fyrsta sinn sem hann spilaði sem leikmaður Tampa Bay Buccaneers á gamla heimavellinum. "I'll be part of this community for a long time."#ForeverNE (via @SNFonNBC) pic.twitter.com/WhyCHOpiM8— NFL (@NFL) October 4, 2021
NFL Mest lesið Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti Fleiri fréttir Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Körfubolti