Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 21:31 Elías Rafn hefur slegið í gegn á leiktíðinni. @fcmidtjylland Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefur Elías Rafn heldur betur nýtt tækifærið í fjarveru Lössl sem meiddist skömmu eftir að tímabilið í Danmörku var hafið. Íslendingurinn ungi, sem var valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, hefur farið hamförum undanfarnar vikur. Hann hefur ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var í kjölfarið valinn leikmaður septembermánaðar. Þá varði hann vítaspyrnu er Midtjylland tapaði fyrir portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni. Lössl sjálfur hefur sagt að hann reikni með að snúa aftur í byrjunarliðið þegar hann er orðinn heill heilsu. Hvort Bo gefi honum traustið verður að koma í ljós en þjálfarinn er hrifinn af samkeppni. „Ég vona að Marrony, Jens-Lys Cajuste, Evander og Raphael Onyedika sjái sig sem byrjunarliðsmenn. Ég vona að þeir hafi metnaðinn og trúi því að þeir muni spila næsta leik og ég tel að Jonas Lössl hafi sama metnað,“ sagði hinn mjög svo peppaði þjálfari í viðtali við Bold.dk. Få minutter inden kick-off... En god halv time senere: Brumado hattrick #FCMAGF pic.twitter.com/uqaTnCrUdP— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) October 4, 2021 „Hjá þessu félagi þá spila þeir sem eru bestir hverju sinni. Við setjum alltaf út okkar sterkasta lið og það er viðmið sem öll stór félög verða að vinna eftir. Við erum með mikla samkeppni í okkar liði og erum með tvo af bestu markvörðum deildarinnar, það er mögnuð staðreynd.“ „Ég verð auðvitað að taka ákvörðun og annar hvor mun verða fyrir vonbrigðum, það er raunveruleikinn. Þetta getur verið breytilegt leik frá leik. Ég er ekki með þá reglu að markvörður verði að spila 30 þúsund leiki í röð. Ég vel þann besta hverju sinni, það mun koma dýfa í frammistöðum og fleira sem þarf að taka með í reikninginn.“ „Við vitum að við erum með tvo frábæra markverði. Við höfum aðeins fengið á okkur fimm mörk í 11 leikjum í deildinni svo ég er mjög ánægður með þá báða. Þetta snýst um dagsform og það á við um alla leikmenn.“ Jonas Lössl í leik með Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.Prestige/Getty Images „Elías Rafn stóð í markinu gegn AGF því Lössl hafði ekki æft nóg til að vera kominn í sitt besta form,“ sagði Bo Henriksen að endingu. Midtjylland trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira
Eins og hefur verið greint frá á Vísi hefur Elías Rafn heldur betur nýtt tækifærið í fjarveru Lössl sem meiddist skömmu eftir að tímabilið í Danmörku var hafið. Íslendingurinn ungi, sem var valinn í A-landsliðshóp Íslands fyrir komandi verkefni, hefur farið hamförum undanfarnar vikur. Hann hefur ekki enn fengið á sig mark í þeim fimm leikjum sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni. Hann var í kjölfarið valinn leikmaður septembermánaðar. Þá varði hann vítaspyrnu er Midtjylland tapaði fyrir portúgalska liðinu Braga í Evrópudeildinni. Lössl sjálfur hefur sagt að hann reikni með að snúa aftur í byrjunarliðið þegar hann er orðinn heill heilsu. Hvort Bo gefi honum traustið verður að koma í ljós en þjálfarinn er hrifinn af samkeppni. „Ég vona að Marrony, Jens-Lys Cajuste, Evander og Raphael Onyedika sjái sig sem byrjunarliðsmenn. Ég vona að þeir hafi metnaðinn og trúi því að þeir muni spila næsta leik og ég tel að Jonas Lössl hafi sama metnað,“ sagði hinn mjög svo peppaði þjálfari í viðtali við Bold.dk. Få minutter inden kick-off... En god halv time senere: Brumado hattrick #FCMAGF pic.twitter.com/uqaTnCrUdP— FC Midtjylland (@fcmidtjylland) October 4, 2021 „Hjá þessu félagi þá spila þeir sem eru bestir hverju sinni. Við setjum alltaf út okkar sterkasta lið og það er viðmið sem öll stór félög verða að vinna eftir. Við erum með mikla samkeppni í okkar liði og erum með tvo af bestu markvörðum deildarinnar, það er mögnuð staðreynd.“ „Ég verð auðvitað að taka ákvörðun og annar hvor mun verða fyrir vonbrigðum, það er raunveruleikinn. Þetta getur verið breytilegt leik frá leik. Ég er ekki með þá reglu að markvörður verði að spila 30 þúsund leiki í röð. Ég vel þann besta hverju sinni, það mun koma dýfa í frammistöðum og fleira sem þarf að taka með í reikninginn.“ „Við vitum að við erum með tvo frábæra markverði. Við höfum aðeins fengið á okkur fimm mörk í 11 leikjum í deildinni svo ég er mjög ánægður með þá báða. Þetta snýst um dagsform og það á við um alla leikmenn.“ Jonas Lössl í leik með Midtjylland í Meistaradeild Evrópu.Prestige/Getty Images „Elías Rafn stóð í markinu gegn AGF því Lössl hafði ekki æft nóg til að vera kominn í sitt besta form,“ sagði Bo Henriksen að endingu. Midtjylland trónir á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar með 27 stig að loknum 11 umferðum.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins, píla, snóker og fótbolti Sport Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki Fótbolti Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Sjá meira