Telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni skaða kvennaknattspyrnu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. október 2021 23:00 Frakkar eru ríkjandi heimsmeistarar allt þangað til undir lok árs 2022 en ef ákveðið verður að fjölga mótum verða nýir heimsmeistarar krýndir annað hvert ár. Matthias Hangst/Getty Images Knattspyrnusamband Evrópu, samtök knattspyrnufélaga í Evrópu sem og fjöldi landssambanda telja að fjölgun heimsmeistaramóta geti haft slæmar afleiðingar fyrir kvennafótboltann í heild sinni. Arsène Wenger, fyrrverandi stjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur leitt rannsókn á vegum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, þar sem hefur skoðað hvort það sé fýsilegt að halda HM – karla og kvenna megin – á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og hefur tíðkast undanfarna áratugi. Ekki ríkir fullkomin sátt með hugmyndina og hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett sig upp á móti henni. UEFA hefur ásamt samtökum knattspyrnufélaga í Evrópu (ECA) ásamt landssamböndum Danmerkur, Englands, Þýskalands, Finnlands, Ítalíu, Hollands, Rúmeníu Svíþjóðar og Sviss sett sig upp á móti hugmyndinni þar sem þau telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni hafa skaðleg áhrif á kvennaknattspyrnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sambandanna og samtakanna segir að áætlanir FIFA séu ekki nægilega vel ígrundaðar og muni því ekki ganga upp. Áhrif þess að halda HM á tveggja ára fresti muni ekki hjálpa kvennaknattspyrnu á neinn átt og huga þurfi vel að öllum hliðum knattspyrnunnar þegar svona ákvarðanir eru teknar. Á það við um atvinnu- og áhugafólk ásamt grasrótarliðum jafnt og félags- og landsliðum. Óskað er eftir fundi með öllum þeim sem koma að mögulegir ákvörðun FIFA svo hægt sé að ræða áhrifin sem fjölgun heimsmeistaramóta myndi hafa á kvennaknattspyrnu ásamt þeim afleiðingum sem ákvörðunin myndi hafa á knattspyrnu um heim allan. Talið er að fjölgunin gæti haft skaðleg áhrif á sýnileika kvennaknattspyrnu, bæði félags- og landslið þar sem fleiri karlaleikir væru á dagatalinu. Meiðslahætta yrði meiri þar sem leikmenn fengju minna frí og þá gæti þetta haft töluverð áhrif á andalega heilsu leikmanna. The proposed plans by FIFA to stage both the men s and women s World Cup tournaments every two years will have detrimental sporting, economic, societal and many other impacts that will fundamentally alter the course and development of the women s game.Full statement: — UEFA (@UEFA) October 4, 2021 Ákvörðun sem þessi myndi minnka líkur fámennra landa að komast á HM þar sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn eða þær grunnstoðir sem þarf til að taka þátt í undankeppni eftir undankeppni án töluverðs tíma þar á milli. Að lokum er biðlað til rannsakenda að skoða hvaða áhrif ákvörðun sem þessi myndi hafa á kvennadeildir um heim allan. Í kvennaknattspyrnu nútímans eru enn frekar fáar deildir sem hægt er að kalla atvinnumannadeildir. Með því að fjölga heimsmeistaramótum og auka þar með fjölda landsleikja ár hvert gæti verið að koma í veg fyrir að atvinnumannadeildum kvenna megin myndi fjölga. Á vef UEFA má finna yfirlýsinguna í heild sinni sem og undirskrift þeirra sambanda og samtaka sem þar koma að. Nú er bara að bíða og sjá hvort FIFA taki mark á UEFA eða leyfi peningagræðginni að ráða. Fótbolti FIFA UEFA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Arsène Wenger, fyrrverandi stjóri enska knattspyrnufélagsins Arsenal, hefur leitt rannsókn á vegum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins, þar sem hefur skoðað hvort það sé fýsilegt að halda HM – karla og kvenna megin – á tveggja ára fresti í stað fjögurra eins og hefur tíðkast undanfarna áratugi. Ekki ríkir fullkomin sátt með hugmyndina og hefur knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, sett sig upp á móti henni. UEFA hefur ásamt samtökum knattspyrnufélaga í Evrópu (ECA) ásamt landssamböndum Danmerkur, Englands, Þýskalands, Finnlands, Ítalíu, Hollands, Rúmeníu Svíþjóðar og Sviss sett sig upp á móti hugmyndinni þar sem þau telja að fjölgun heimsmeistaramóta muni hafa skaðleg áhrif á kvennaknattspyrnu. Í sameiginlegri yfirlýsingu sambandanna og samtakanna segir að áætlanir FIFA séu ekki nægilega vel ígrundaðar og muni því ekki ganga upp. Áhrif þess að halda HM á tveggja ára fresti muni ekki hjálpa kvennaknattspyrnu á neinn átt og huga þurfi vel að öllum hliðum knattspyrnunnar þegar svona ákvarðanir eru teknar. Á það við um atvinnu- og áhugafólk ásamt grasrótarliðum jafnt og félags- og landsliðum. Óskað er eftir fundi með öllum þeim sem koma að mögulegir ákvörðun FIFA svo hægt sé að ræða áhrifin sem fjölgun heimsmeistaramóta myndi hafa á kvennaknattspyrnu ásamt þeim afleiðingum sem ákvörðunin myndi hafa á knattspyrnu um heim allan. Talið er að fjölgunin gæti haft skaðleg áhrif á sýnileika kvennaknattspyrnu, bæði félags- og landslið þar sem fleiri karlaleikir væru á dagatalinu. Meiðslahætta yrði meiri þar sem leikmenn fengju minna frí og þá gæti þetta haft töluverð áhrif á andalega heilsu leikmanna. The proposed plans by FIFA to stage both the men s and women s World Cup tournaments every two years will have detrimental sporting, economic, societal and many other impacts that will fundamentally alter the course and development of the women s game.Full statement: — UEFA (@UEFA) October 4, 2021 Ákvörðun sem þessi myndi minnka líkur fámennra landa að komast á HM þar sem þau hafa ekki fjárhagslegt bolmagn eða þær grunnstoðir sem þarf til að taka þátt í undankeppni eftir undankeppni án töluverðs tíma þar á milli. Að lokum er biðlað til rannsakenda að skoða hvaða áhrif ákvörðun sem þessi myndi hafa á kvennadeildir um heim allan. Í kvennaknattspyrnu nútímans eru enn frekar fáar deildir sem hægt er að kalla atvinnumannadeildir. Með því að fjölga heimsmeistaramótum og auka þar með fjölda landsleikja ár hvert gæti verið að koma í veg fyrir að atvinnumannadeildum kvenna megin myndi fjölga. Á vef UEFA má finna yfirlýsinguna í heild sinni sem og undirskrift þeirra sambanda og samtaka sem þar koma að. Nú er bara að bíða og sjá hvort FIFA taki mark á UEFA eða leyfi peningagræðginni að ráða.
Fótbolti FIFA UEFA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira