Kallaði dómarana hvað eftir annað blinda eftir sigurleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2021 09:30 Joey Bosa fagnari sigri Los Angeles Chargers í nótt en hann var ennþá reiður á blaðamannafundi eftir leik. AP/Marcio Jose Sanchez Oftast eru leikmenn ekki mikið að væla yfir dómurunum eftir sigurleiki en varnartröllið og ein stærsta stjarna Los Angeles Chargers er ekki í þeim hópi. Joey Bosa var nefnilega mjög ósáttur eftir leik Los Angeles Chargers og Las Vegas Raiders í NFL deildinni í nótt en Bosa og félagar hjá Chargers urðu þá fyrstir til að vinna Raiders liðið á tímabilinu. #Chargers OLB Joey Bosa on the 15-yard penalty he got tonight, The refs are blind. I m sorry, but you re blind. Like, open your eyes and do your job. Its so bad. He did take ownership and say he shouldn t lose his cool in that situation. pic.twitter.com/s5OZPoWwCd— Fernando Ramirez (@RealFRamirez) October 5, 2021 Það sem gerði Bosa svo reiðann var að dómararnir dæmdu á hann víti í lokaleikhlutanum sem hefði getað orðið hans liði mjög dýrkeypt. Raiders kastaði hins vegar boltanum frá sér strax í kjölfarið og Los Angeles Chargers endaði á því að vinna leikinn 28-14. „Ég veit ekki einu sinni hvernig þeir fóru af því að dæma þetta víti á mig því ég var gjörsamlega sjóðandi,“ sagði Joey Bosa og bætti við: „En dómararnir eru bara blindir, svo einfalt er það. Þið fyrirgefið en þið eruð bara blindir. Opnið augun og sinnið ykkar starfi. Þetta er svo lélegt að það er erfitt að trúa því sem er dæmt,“ sagði Bosa. Bosa fékk dæmt á sig víti fyrir óíþróttamannslega framkomu fyrir að rífast í dómurunum. Vítið færði Raiders boltann. Joey Bosa off the edge #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/ZGj65bOdQv— NFL (@NFL) October 5, 2021 „Það er augljóslega mér að kenna. Ég á aldrei að missa stjórn á skapi mínu eins og þarna en dómararnir verða bara að standa sig betur. Þetta hafa verið mörg ár af hræðilegri dómgæslu, hægri, vinstri,“ sagði Bosa. „Þetta er virkilega aumkunarvert ef ég segi alveg eins og er en það var líka aumkunarvert mér að haga mér svona. Hvort sem að það er dæmt eða ekki þá þarf ég að stíga til baka og einbeita mér að næstu sókn. Það lítur samt út fyrir að þeir opni ekki augun nema helminginn af leikjunum,“ sagði Bosa. How about Justin Herbert?Three first half touchdowns for the kid. #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/f9Nwbb3xjm— NFL (@NFL) October 5, 2021 Justin Herbert, leikstjórnandi Los Angeles Chargers, gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum þar sem lið hans náði 21-0 forystu. Eftir þetta fyrsta tap Las Vegas Raiders á tímabilinu, eftir þrjá sigra í röð í byrjun leiktíðar, þá er aðeins eitt lið með fjóra sigra í fjórum leikjum og það er Arizona Cardinals. Charges komst líka upp fyrir Raiders á innbyrðis viðureignum í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar en bæði lið hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum. NFL Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira
Joey Bosa var nefnilega mjög ósáttur eftir leik Los Angeles Chargers og Las Vegas Raiders í NFL deildinni í nótt en Bosa og félagar hjá Chargers urðu þá fyrstir til að vinna Raiders liðið á tímabilinu. #Chargers OLB Joey Bosa on the 15-yard penalty he got tonight, The refs are blind. I m sorry, but you re blind. Like, open your eyes and do your job. Its so bad. He did take ownership and say he shouldn t lose his cool in that situation. pic.twitter.com/s5OZPoWwCd— Fernando Ramirez (@RealFRamirez) October 5, 2021 Það sem gerði Bosa svo reiðann var að dómararnir dæmdu á hann víti í lokaleikhlutanum sem hefði getað orðið hans liði mjög dýrkeypt. Raiders kastaði hins vegar boltanum frá sér strax í kjölfarið og Los Angeles Chargers endaði á því að vinna leikinn 28-14. „Ég veit ekki einu sinni hvernig þeir fóru af því að dæma þetta víti á mig því ég var gjörsamlega sjóðandi,“ sagði Joey Bosa og bætti við: „En dómararnir eru bara blindir, svo einfalt er það. Þið fyrirgefið en þið eruð bara blindir. Opnið augun og sinnið ykkar starfi. Þetta er svo lélegt að það er erfitt að trúa því sem er dæmt,“ sagði Bosa. Bosa fékk dæmt á sig víti fyrir óíþróttamannslega framkomu fyrir að rífast í dómurunum. Vítið færði Raiders boltann. Joey Bosa off the edge #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/ZGj65bOdQv— NFL (@NFL) October 5, 2021 „Það er augljóslega mér að kenna. Ég á aldrei að missa stjórn á skapi mínu eins og þarna en dómararnir verða bara að standa sig betur. Þetta hafa verið mörg ár af hræðilegri dómgæslu, hægri, vinstri,“ sagði Bosa. „Þetta er virkilega aumkunarvert ef ég segi alveg eins og er en það var líka aumkunarvert mér að haga mér svona. Hvort sem að það er dæmt eða ekki þá þarf ég að stíga til baka og einbeita mér að næstu sókn. Það lítur samt út fyrir að þeir opni ekki augun nema helminginn af leikjunum,“ sagði Bosa. How about Justin Herbert?Three first half touchdowns for the kid. #BoltUp : #LVvsLAC on ESPN : https://t.co/8FTJfKj4Ze pic.twitter.com/f9Nwbb3xjm— NFL (@NFL) October 5, 2021 Justin Herbert, leikstjórnandi Los Angeles Chargers, gaf þrjár snertimarkssendingar í fyrri hálfleiknum þar sem lið hans náði 21-0 forystu. Eftir þetta fyrsta tap Las Vegas Raiders á tímabilinu, eftir þrjá sigra í röð í byrjun leiktíðar, þá er aðeins eitt lið með fjóra sigra í fjórum leikjum og það er Arizona Cardinals. Charges komst líka upp fyrir Raiders á innbyrðis viðureignum í Vesturriðli Ameríkudeildarinnar en bæði lið hafa unnið þrjá af fyrstu fjórum leikjum sínum.
NFL Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Hætta við leikinn í miðnætursólinni Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Framarar lausir við Frambanann Bestu viðtölin í NFL-deildinni: „Tek alvöru kraftæfingu í sturtunni“ Van Gerwen gagnrýnir Littler: „Hann er ekki barn lengur“ „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Hófí Dóra stökk út úr braut á HM Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Sjá meira