Segja ankeri mögulega hafa gert gat á olíuleiðsluna Samúel Karl Ólason skrifar 6. október 2021 10:33 Fólk að vinna við hreinsunarstörf í Kaliforníu. AP/Eugene Garcia Rannsakendur telja mögulegt að ankeri skips hafi dregist eftir hafsbotninum og krækst í olíuleiðslu undan ströndum Kaliforníu. Ankerið hafi rifið gat á leiðsluna og þess vegna hafi mikið magn olíu lekið út í sjóinn. Eigendur fyrirtækisins Amplify Energy Corp. hafa einnig verið sakaðir um hæg handatök. Bæði eiga þeir ekki að hafa lokað leiðslunni þegar fyrstu viðvaranir bárust um mögulegan leka og þar að auki tilkynntu þeir mögulega ekki lekann fyrr en nokkrum klukkustundum seinna. Spjótin hafa einnig beinst að Strandgæslu Bandaríkjanna, þar sem tilkynningar um mögulegan olíuleka bárust þangað á síðasta föstudagskvöld. Þrátt fyrir það voru menn ekki sendir á vettvang fyrr en næsta dag, til að kanna hvort ábendingarnar væru réttar. Kafarar fundu skemmdir á leiðslu Amplify Energy Corp. Þeir sáu að leiðslan hafði færst úr stað um meira en 30 metra og fundu stóra sprungu á henni, samkvæmt frétt LA Times. Leiðslan er 12,7 millimetra þykk og úr stáli. Talið er að tæplega 600 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið út í sjóinn. Viðvörunarbjöllur hringdu í stjórnherbergi Ampilfy klukkan 2:30 aðfaranótt laugardags um að þrýstingur í leiðslunni hefði lækkað, til marks um mögulegan leka. Það var ekki fyrr en klukkan sex um morguninn, þremur og hálfum tíma síðar, sem slökkt var á leiðslunni. Þar að auki tilkynntu starfsmenn fyrirtækisins lekann ekki til Strandgæslunnar fyrr en þremur tímum eftir að leiðslunni var lokað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við segir undarlegt að ekki hafi verið brugðist fyrr við viðvörunarbjöllum og lekanum. Kerfi og reglur í kringum olíuleiðslur séu hönnuð til að virka fljótt og ef einhver vafi sé varðandi leka, sé viðmiðið að slökkva alltaf á leiðslunni frekar en að halda henni opinni. Rannsakendur hafa ekki beint sjónum sínum að einhverju ákveðnu skipi vegna lekans. Langar biðraðir gámaskipa eftir löndun geta myndast á svæðinu. Þegar slíkar raðir myndast útvega hafnarverðir skipstjórum skipa hnit þar sem þeir eiga að varpa ankeri en AP segir skipin færast reglulega vegna vinda og vegna þess að ankeri nái ekki festu. Bandaríkin Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Eigendur fyrirtækisins Amplify Energy Corp. hafa einnig verið sakaðir um hæg handatök. Bæði eiga þeir ekki að hafa lokað leiðslunni þegar fyrstu viðvaranir bárust um mögulegan leka og þar að auki tilkynntu þeir mögulega ekki lekann fyrr en nokkrum klukkustundum seinna. Spjótin hafa einnig beinst að Strandgæslu Bandaríkjanna, þar sem tilkynningar um mögulegan olíuleka bárust þangað á síðasta föstudagskvöld. Þrátt fyrir það voru menn ekki sendir á vettvang fyrr en næsta dag, til að kanna hvort ábendingarnar væru réttar. Kafarar fundu skemmdir á leiðslu Amplify Energy Corp. Þeir sáu að leiðslan hafði færst úr stað um meira en 30 metra og fundu stóra sprungu á henni, samkvæmt frétt LA Times. Leiðslan er 12,7 millimetra þykk og úr stáli. Talið er að tæplega 600 þúsund lítrar af hráolíu hafi lekið út í sjóinn. Viðvörunarbjöllur hringdu í stjórnherbergi Ampilfy klukkan 2:30 aðfaranótt laugardags um að þrýstingur í leiðslunni hefði lækkað, til marks um mögulegan leka. Það var ekki fyrr en klukkan sex um morguninn, þremur og hálfum tíma síðar, sem slökkt var á leiðslunni. Þar að auki tilkynntu starfsmenn fyrirtækisins lekann ekki til Strandgæslunnar fyrr en þremur tímum eftir að leiðslunni var lokað, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sérfræðingur sem fréttaveitan ræddi við segir undarlegt að ekki hafi verið brugðist fyrr við viðvörunarbjöllum og lekanum. Kerfi og reglur í kringum olíuleiðslur séu hönnuð til að virka fljótt og ef einhver vafi sé varðandi leka, sé viðmiðið að slökkva alltaf á leiðslunni frekar en að halda henni opinni. Rannsakendur hafa ekki beint sjónum sínum að einhverju ákveðnu skipi vegna lekans. Langar biðraðir gámaskipa eftir löndun geta myndast á svæðinu. Þegar slíkar raðir myndast útvega hafnarverðir skipstjórum skipa hnit þar sem þeir eiga að varpa ankeri en AP segir skipin færast reglulega vegna vinda og vegna þess að ankeri nái ekki festu.
Bandaríkin Umhverfismál Bensín og olía Tengdar fréttir Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Mikill olíuleki veldur fiskidauða og umhverfisspjöllum í Kaliforníu Mikill olíuleiki hefur valdið fiskidauða og miklum umhverfisspjöllum í suðurhluta Kaliforníu. Bandarískir fjölmiðlar hafa sýnt myndir af fuglum sem þaktir eru í olíu og þá eru stór mýrasvæði nú sögð menguð. 4. október 2021 14:31