Upplýstir foreldrar = Virkir foreldrar Arnar Ævarsson skrifar 7. október 2021 16:01 Nú eru flestir skólar komnir með starfið í fastar skorður eftir óvissu í upphafi skólaárs vegna faraldursins. Það er ekki annað hægt en að hrósa skólastjórnendum, kennurum, foreldrum og auðvitað nemendum með hvernig tekist var á við þær áskoranir sem birtust oft með skömmum fyrirvara. Það reyndi á samskipti, það reyndi á upplýsingagjöf og það reyndi á samvinnu heimila og skóla. Heilt yfir þá gekk þetta vel en líka margt sem við getum dregið lærdóm af. Það er oft hægt að koma í veg fyrir að mál þróist þannig að erfitt sé að finna leið út úr vandanum. Samvinna og samhugur með það að markmiði að tryggja nemendum jákvætt og heilbrigt umhverfi til að vaxa og dafna í er góður grunnur til góðra verka. Jákvætt og uppbyggilegt samstarf á milli foreldra og skóla hefur mjög fjölþætt og jákvæð áhrif á skólastarfið, nemendum til hagsbóta. Rannsóknir sýna að gott samstarf heimila og skóla hefur jákvæð áhrif á skólabrag, líðan nemenda og námsárangur. Það má líka leiða að því líkum að gott samstarf kennara og foreldra skipti miklu máli fyrir kennara og líðan þeirra í starfi sem er mikilvægur þáttur. Það þarf að taka upp virkt samtal á milli heimila og skóla um hlutverk og væntingar og útbúa viðmið um samskipti heimila við kennara eða skólastjórnendur. Best er að þróa almennt verklag og draga úr tilviljanakenndum leiðum. Það þurfa allir að vera meðvitaðir um hver ávinningurinn er af góðu samstarfi heimila og skóla og hvernig við ætlum að ná þeim ávinningi. Þetta ætti að skila sér í öflugra skólastarfi, starfi þar sem allir hafa hlutverk og eru þátttakendur með beinum og óbeinum hætti, skólinn, nemendur og foreldrar. Upp með gögnin Það er mikilvægt að foreldrar fái tækifæri til að kynna sér skólastarfið í hverjum skóla og geti nálgast upplýsingar með auðveldum hætti. Starfsáætlun, skólanámskrá, upplýsingar um innra mat skólans, niðurstaða mælinga á líðan nemenda og önnur gögn er varða skólastarfið þurfa að vera aðgengileg foreldrum svo þeir geti tekið þátt í umræðum um skólastarfið af þekkingu. Upplýstir foreldrar eru líklegri til að vera áhugasamari og virkari skólaforeldrar sem hafa jákvæð áhrif á skólastarfið. Til þess að foreldrar geti verið virkir þátttakendur í að byggja upp og styðja við öflugt skólastarf þá þurfa foreldrar nefnilega að fá aðgengi að þeim gögnum sem fyrir liggja um skólastarfið. Helst gögn sem hafa verið greind af aðilum skólans í samhengi við þau markmið sem lágu til grundvallar. Gekk starfið vel eða illa? Hvað segir innra matið? Hvað segja niðurstöðurnar úr Skólapúlsinum? Hvar er umbótaáætlunin? Hver er tíðni eineltis í skólanum? Ýmsar spurningar varðandi skólastarfið brenna á foreldrum, en oft er aðgengi að gögnum ekki skýrt og jafnvel bara alls ekkert. Það er mjög breytilegt á milli skóla hvaða gögn þeir birta, hvað er kynnt fyrir foreldrum og hvernig hefur verið unnið úr þessum gögnum. Stundum er þetta til fyrirmyndar en of oft er það ekki raunin. Nýleg gögn eru ekki alltaf fyrirliggjandi og á heimasíðum skólanna má oft aðeins finna margra ára gömul gögn. Niðurstöður mælinga eru oft ekki tengdar við áætlanir eða markmið skólans og því erfitt að átta sig á hvernig til tókst í starfinu. Var markmiðum náð? Þarna er tækifæri til að gera mun betur. Höfum í huga að upplýsingar móta viðhorf okkar og skortur á upplýsingum líka. Við erum sterkari saman Þeim skólum sem leggja upp úr markvissri upplýsingagjöf og ígrunduðu sjálfsmati (innra mati) með aðkomu foreldra og annarra hagsmunaaðila líkt og á að gera samkvæmt lögum fer sem betur fer fjölgandi. Sjálfsmat skóla er skilvirk og viðurkennd leið til að virkja hagsmunaaðila/foreldra og til að miðla upplýsingum um starfið, þannig geta allir verið með og haft jákvæð áhrif. Gerum gögnin aðgengileg og kynnum fyrir foreldrum hvar þeir geta sótt sér mikilvægar upplýsingar um skólastarfið. Foreldrar, og þá ekki síst þeir sem sitja í stjórn foreldrafélags eða skólaráði, þurfa einnig að sýna frumkvæði í að sækja þessar upplýsingar og rýna þær og sjá til þess að þær séu gerðar aðgengilegar öllum foreldrum á heimasíðu skólans. Það eiga ekki að vera nein leyndarmál, foreldrar eru upp til hópa gott fólk sem vill skóla barnsins síns vel og vilja vera þátttakendur í að vinna að hag nemenda og skólans og ráðast í úrbætur gerist þess þörf. Það á ekki að vera eins og að vinna í happdrætti að vera með barnið sitt í skóla þar sem skólastjórnendur og kennarar líta á foreldra sem samherja sem er treystandi fyrir upplýsingum og því að vinna með þeim af heilindum að bættu skólastarfi, nemendum til hagsbóta. Það er mun líklegra að hlutirnir gangi vel ef allir ganga í takt, eru vel upplýstir og hafa skýrt hlutverk, því saman náum við betri árangri. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – Landssamtaka foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Mest lesið Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Nokkur orð um leikminjar Halldór Halldórsson Bakþankar Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gal(in) keppni þingmanna flokks fólksins Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Nú eru flestir skólar komnir með starfið í fastar skorður eftir óvissu í upphafi skólaárs vegna faraldursins. Það er ekki annað hægt en að hrósa skólastjórnendum, kennurum, foreldrum og auðvitað nemendum með hvernig tekist var á við þær áskoranir sem birtust oft með skömmum fyrirvara. Það reyndi á samskipti, það reyndi á upplýsingagjöf og það reyndi á samvinnu heimila og skóla. Heilt yfir þá gekk þetta vel en líka margt sem við getum dregið lærdóm af. Það er oft hægt að koma í veg fyrir að mál þróist þannig að erfitt sé að finna leið út úr vandanum. Samvinna og samhugur með það að markmiði að tryggja nemendum jákvætt og heilbrigt umhverfi til að vaxa og dafna í er góður grunnur til góðra verka. Jákvætt og uppbyggilegt samstarf á milli foreldra og skóla hefur mjög fjölþætt og jákvæð áhrif á skólastarfið, nemendum til hagsbóta. Rannsóknir sýna að gott samstarf heimila og skóla hefur jákvæð áhrif á skólabrag, líðan nemenda og námsárangur. Það má líka leiða að því líkum að gott samstarf kennara og foreldra skipti miklu máli fyrir kennara og líðan þeirra í starfi sem er mikilvægur þáttur. Það þarf að taka upp virkt samtal á milli heimila og skóla um hlutverk og væntingar og útbúa viðmið um samskipti heimila við kennara eða skólastjórnendur. Best er að þróa almennt verklag og draga úr tilviljanakenndum leiðum. Það þurfa allir að vera meðvitaðir um hver ávinningurinn er af góðu samstarfi heimila og skóla og hvernig við ætlum að ná þeim ávinningi. Þetta ætti að skila sér í öflugra skólastarfi, starfi þar sem allir hafa hlutverk og eru þátttakendur með beinum og óbeinum hætti, skólinn, nemendur og foreldrar. Upp með gögnin Það er mikilvægt að foreldrar fái tækifæri til að kynna sér skólastarfið í hverjum skóla og geti nálgast upplýsingar með auðveldum hætti. Starfsáætlun, skólanámskrá, upplýsingar um innra mat skólans, niðurstaða mælinga á líðan nemenda og önnur gögn er varða skólastarfið þurfa að vera aðgengileg foreldrum svo þeir geti tekið þátt í umræðum um skólastarfið af þekkingu. Upplýstir foreldrar eru líklegri til að vera áhugasamari og virkari skólaforeldrar sem hafa jákvæð áhrif á skólastarfið. Til þess að foreldrar geti verið virkir þátttakendur í að byggja upp og styðja við öflugt skólastarf þá þurfa foreldrar nefnilega að fá aðgengi að þeim gögnum sem fyrir liggja um skólastarfið. Helst gögn sem hafa verið greind af aðilum skólans í samhengi við þau markmið sem lágu til grundvallar. Gekk starfið vel eða illa? Hvað segir innra matið? Hvað segja niðurstöðurnar úr Skólapúlsinum? Hvar er umbótaáætlunin? Hver er tíðni eineltis í skólanum? Ýmsar spurningar varðandi skólastarfið brenna á foreldrum, en oft er aðgengi að gögnum ekki skýrt og jafnvel bara alls ekkert. Það er mjög breytilegt á milli skóla hvaða gögn þeir birta, hvað er kynnt fyrir foreldrum og hvernig hefur verið unnið úr þessum gögnum. Stundum er þetta til fyrirmyndar en of oft er það ekki raunin. Nýleg gögn eru ekki alltaf fyrirliggjandi og á heimasíðum skólanna má oft aðeins finna margra ára gömul gögn. Niðurstöður mælinga eru oft ekki tengdar við áætlanir eða markmið skólans og því erfitt að átta sig á hvernig til tókst í starfinu. Var markmiðum náð? Þarna er tækifæri til að gera mun betur. Höfum í huga að upplýsingar móta viðhorf okkar og skortur á upplýsingum líka. Við erum sterkari saman Þeim skólum sem leggja upp úr markvissri upplýsingagjöf og ígrunduðu sjálfsmati (innra mati) með aðkomu foreldra og annarra hagsmunaaðila líkt og á að gera samkvæmt lögum fer sem betur fer fjölgandi. Sjálfsmat skóla er skilvirk og viðurkennd leið til að virkja hagsmunaaðila/foreldra og til að miðla upplýsingum um starfið, þannig geta allir verið með og haft jákvæð áhrif. Gerum gögnin aðgengileg og kynnum fyrir foreldrum hvar þeir geta sótt sér mikilvægar upplýsingar um skólastarfið. Foreldrar, og þá ekki síst þeir sem sitja í stjórn foreldrafélags eða skólaráði, þurfa einnig að sýna frumkvæði í að sækja þessar upplýsingar og rýna þær og sjá til þess að þær séu gerðar aðgengilegar öllum foreldrum á heimasíðu skólans. Það eiga ekki að vera nein leyndarmál, foreldrar eru upp til hópa gott fólk sem vill skóla barnsins síns vel og vilja vera þátttakendur í að vinna að hag nemenda og skólans og ráðast í úrbætur gerist þess þörf. Það á ekki að vera eins og að vinna í happdrætti að vera með barnið sitt í skóla þar sem skólastjórnendur og kennarar líta á foreldra sem samherja sem er treystandi fyrir upplýsingum og því að vinna með þeim af heilindum að bættu skólastarfi, nemendum til hagsbóta. Það er mun líklegra að hlutirnir gangi vel ef allir ganga í takt, eru vel upplýstir og hafa skýrt hlutverk, því saman náum við betri árangri. Höfundur er framkvæmdastjóri Heimili og skóla – Landssamtaka foreldra.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun