35 sveitarfélög rekin með halla 2020 Þorgils Jónsson skrifar 7. október 2021 21:31 Sigurður Á. Snævarr, sviðsstjóri hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, fór yfir afkomu sveitarfélaga og horfur til næstu ára á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í dag. Laun og launatengd gjöld námu 99% af útsvarstekjum íslenskra sveitarfélaga á fyrri hluta þessa árs. Þá hækkuðu launaútgjöld þeirra um 11,5% frá 2019 til 2020, á sama tíma og tekjur þeirra jukust um 3,7%. Alls voru 35 sveitarfélög rekin með halla á síðasta ári. Þetta kom fram í erindi Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram í dag. Sigurður fór yfir helstu áhættur og ógnir í fjármálum sveitarfélaga á næstu árum, en að hans mati er hratt vaxandi launakostnaður „sannarlega ein helsta ógnin í fjármálum sveitarfélaga“. Í máli Sigurðar kom meðal annars fram að svörtustu spár um áhrif af Covid-faraldrinum hafi ekki raungerst. Atvinnuleysi hafi orðið minna en óttast var og aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi mildað áhrifin. Engu að síður séu mál að þróast í ranga átt, að hans mati, þar sem launakostnaður „éti upp“ úrsvarstekjur „og ef breytingu lífeyrisskuldbindinga er bætt við, skiluðu útsvarstekjur í fyrra engu upp í önnur útgjöld“. Þá hafi skuldir og skuldbindingar, að frádregnum veltufjármunum, aukist um 20 prósentustig af tekjum frá 2018 til fjárhagsáætlunar 2021 hafa. „Það er nokkuð hraustlegt.“ 35 sveitarfélög rekin með halla -Sumpart verri staða en 2009 Sigurður sagði einnig að mörg íslensk sveitarfélög hafi staðið frammi fyrir verulegum vanda á síðasta ári, því samkvæmt ársreikningum hafi 35 sveitarfélög verið rekin með halla og þar af voru sjö með rekstrarhalla umfram tíu prósent. Fimmtán sveitarfélög voru með neikvætt veltufé frá rekstri, sem þýðir að leggja þurfti veltufé til rekstrar þeirra. Sigurður bar stöðuna saman við árið 2009, strax eftir hrun, og sagði að í því ljósi sé rekstrarstaðan um margt verri nú en þá. Neikvætt veltufé úr rekstri hafi verið hjá 24% sveitarfélaga 2020 samanborið við 17% árið 2019. Þá hafi rekstrarhalli verið hjá 56% sveitarfélaga 2020 en hjá 52% árið 2009. Ekki búið enn Samkvæmt fjárhagsáætlun áranna 2021-2024 eru sveitarfélög ekki komin fyrir vind. Spáð er hallarekstri næstu 2 árin og lítillegum afgangi árið 2024. Veltufé frá rekstri verður á sama tíma undir því viðmiði sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga setur, til að sveitarfélög geti rekið sig á 150% skuldahlutfalli. „Staðreyndin er því miður sú að 2021 verður ekki skárra en 2020 er varðar fjármál sveitarfélaga“ sagði Sigurður. Launakostnaður hækkað hlutfallslega meira hjá sveitarfélögum en öðrum Eins og áður sagði, telur Sigurður að þróun launakostnaðar sé ein helsta áskorunin sem sveitarfélögin standi frammi fyrir, enda hafi launakostnaður hækkað hlutfallslega langt umfram það sem gerist á almennum markaði. Þá hafi stytting vinnuvikunnar einnig orðið sveitarfélögum dýr, meðal annars vegna vaktavinnufólks. Þegar litið er til talna sem liggja fyrir hjá fjórum af fimm fjölmennustu sveitarfélögum landsins, hækkuðu launaútgjöld um 16,3 á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári. Framhaldið er einnig óljóst þar sem nokkrir kjarasamningar verða lausir um áramót. Sigurður telur engu að síður að nokkur jákvæð teikn séu á lofti, enda geri þjóðhagsspár ráð fyrir um 4% hagvexti í ár og á því næsta. „Aukinn hagvöxtur styrkir tekjustofna sveitarfélaga og eykur alla jafnan veltufé frá rekstri. Þetta eykur bjartsýni um að sveitarfélögin rétti úr kútnum.“ Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira
Þetta kom fram í erindi Sigurðar Á. Snævarr, sviðsstjóra hag- og upplýsingasviðs Sambands íslenskra sveitarfélaga, á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem fór fram í dag. Sigurður fór yfir helstu áhættur og ógnir í fjármálum sveitarfélaga á næstu árum, en að hans mati er hratt vaxandi launakostnaður „sannarlega ein helsta ógnin í fjármálum sveitarfélaga“. Í máli Sigurðar kom meðal annars fram að svörtustu spár um áhrif af Covid-faraldrinum hafi ekki raungerst. Atvinnuleysi hafi orðið minna en óttast var og aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi mildað áhrifin. Engu að síður séu mál að þróast í ranga átt, að hans mati, þar sem launakostnaður „éti upp“ úrsvarstekjur „og ef breytingu lífeyrisskuldbindinga er bætt við, skiluðu útsvarstekjur í fyrra engu upp í önnur útgjöld“. Þá hafi skuldir og skuldbindingar, að frádregnum veltufjármunum, aukist um 20 prósentustig af tekjum frá 2018 til fjárhagsáætlunar 2021 hafa. „Það er nokkuð hraustlegt.“ 35 sveitarfélög rekin með halla -Sumpart verri staða en 2009 Sigurður sagði einnig að mörg íslensk sveitarfélög hafi staðið frammi fyrir verulegum vanda á síðasta ári, því samkvæmt ársreikningum hafi 35 sveitarfélög verið rekin með halla og þar af voru sjö með rekstrarhalla umfram tíu prósent. Fimmtán sveitarfélög voru með neikvætt veltufé frá rekstri, sem þýðir að leggja þurfti veltufé til rekstrar þeirra. Sigurður bar stöðuna saman við árið 2009, strax eftir hrun, og sagði að í því ljósi sé rekstrarstaðan um margt verri nú en þá. Neikvætt veltufé úr rekstri hafi verið hjá 24% sveitarfélaga 2020 samanborið við 17% árið 2019. Þá hafi rekstrarhalli verið hjá 56% sveitarfélaga 2020 en hjá 52% árið 2009. Ekki búið enn Samkvæmt fjárhagsáætlun áranna 2021-2024 eru sveitarfélög ekki komin fyrir vind. Spáð er hallarekstri næstu 2 árin og lítillegum afgangi árið 2024. Veltufé frá rekstri verður á sama tíma undir því viðmiði sem Eftirlitsnefnd sveitarfélaga setur, til að sveitarfélög geti rekið sig á 150% skuldahlutfalli. „Staðreyndin er því miður sú að 2021 verður ekki skárra en 2020 er varðar fjármál sveitarfélaga“ sagði Sigurður. Launakostnaður hækkað hlutfallslega meira hjá sveitarfélögum en öðrum Eins og áður sagði, telur Sigurður að þróun launakostnaðar sé ein helsta áskorunin sem sveitarfélögin standi frammi fyrir, enda hafi launakostnaður hækkað hlutfallslega langt umfram það sem gerist á almennum markaði. Þá hafi stytting vinnuvikunnar einnig orðið sveitarfélögum dýr, meðal annars vegna vaktavinnufólks. Þegar litið er til talna sem liggja fyrir hjá fjórum af fimm fjölmennustu sveitarfélögum landsins, hækkuðu launaútgjöld um 16,3 á fyrri helmingi þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári. Framhaldið er einnig óljóst þar sem nokkrir kjarasamningar verða lausir um áramót. Sigurður telur engu að síður að nokkur jákvæð teikn séu á lofti, enda geri þjóðhagsspár ráð fyrir um 4% hagvexti í ár og á því næsta. „Aukinn hagvöxtur styrkir tekjustofna sveitarfélaga og eykur alla jafnan veltufé frá rekstri. Þetta eykur bjartsýni um að sveitarfélögin rétti úr kútnum.“
Sveitarstjórnarmál Efnahagsmál Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Sjá meira