Kominn tími til að segja sögu Margrétar fyrstu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2021 00:06 Trine Dyrholm leikur titilhlutverkið í nýrri mynd Charlotte Siering um Margréti fyrstu Danadrottningu sem sýnd er á RIFF kvikmyndahátíðinni. Leikstjóri einnar stærstu kvikmyndar sem hefur verið gerð á Norðurlöndum segir að það hafi verið stórkostlegt að vinna með íslenskum leikurum að gerð hennar. Kvikmyndin Margrét - Drottning norðursins fjallar um Margréti fyrstu Danadrottningu, eina áhrifamestu konu í sögu Norðurlanda. Hún helgaði lífi sínu gerð hins svokallaða Kalmarssáttmála sem var upphafið að Skandinavíu nútímans. Trine Dyrholm er ein þektasta leikkona Dana og leikur titilhlutverkið. Í samtali við Stöð 2 sagðist hún mjög þakklát fyrir að fá að leika Margréti. Þátttakan í framleiðslu myndarinnar hafi verið stórkostleg lífsreynsla. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að „gefa drottningunni andlit“. Þetta er líka stór kvikmynd með miklu búningadrama og leikarahópi frá öllum Norðurlöndum, sem nær mjög vel saman. Þar að auki er þetta afar spennandi saga með margbrotnum sögupersónum.“ Klippa: Sterkar konur í bíó Kvikmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun en hún er lokamynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar. Myndin er samstarfsverkefni Norðurlandanna og ein dýrasta kvikmynd sem hefur verið framleidd þar. Leikkonurnar Tinna Hrafnsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir fara með hlutverk. Leikstýran Charlotte Sieling, sem er ekki síst þekkt fyrir gerð þáttaraðanna Forbrydelsen, Borgen og Broen, er afar ánægð með framlag þeirra. „Þær voru algerlega frábærar. Ég vil ekki segja of mikið áður en fólk sér myndina, en það var stórkostlegt að vinna með þeim.“ Charlotte segir tíma til kominn að segja sögu Margrétar fyrstu. „Af hverju eru ekki styttur af henni í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Reykjavík, Þórshöfn? Það var Margrét fyrsta sem sameinaði þessi ríki og kom á friði milli þeirra.“ Bíó og sjónvarp Menning Kóngafólk Danmörk Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Kvikmyndin Margrét - Drottning norðursins fjallar um Margréti fyrstu Danadrottningu, eina áhrifamestu konu í sögu Norðurlanda. Hún helgaði lífi sínu gerð hins svokallaða Kalmarssáttmála sem var upphafið að Skandinavíu nútímans. Trine Dyrholm er ein þektasta leikkona Dana og leikur titilhlutverkið. Í samtali við Stöð 2 sagðist hún mjög þakklát fyrir að fá að leika Margréti. Þátttakan í framleiðslu myndarinnar hafi verið stórkostleg lífsreynsla. „Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að „gefa drottningunni andlit“. Þetta er líka stór kvikmynd með miklu búningadrama og leikarahópi frá öllum Norðurlöndum, sem nær mjög vel saman. Þar að auki er þetta afar spennandi saga með margbrotnum sögupersónum.“ Klippa: Sterkar konur í bíó Kvikmyndin verður frumsýnd í Bíó Paradís á morgun en hún er lokamynd RIFF-kvikmyndahátíðarinnar. Myndin er samstarfsverkefni Norðurlandanna og ein dýrasta kvikmynd sem hefur verið framleidd þar. Leikkonurnar Tinna Hrafnsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir fara með hlutverk. Leikstýran Charlotte Sieling, sem er ekki síst þekkt fyrir gerð þáttaraðanna Forbrydelsen, Borgen og Broen, er afar ánægð með framlag þeirra. „Þær voru algerlega frábærar. Ég vil ekki segja of mikið áður en fólk sér myndina, en það var stórkostlegt að vinna með þeim.“ Charlotte segir tíma til kominn að segja sögu Margrétar fyrstu. „Af hverju eru ekki styttur af henni í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Reykjavík, Þórshöfn? Það var Margrét fyrsta sem sameinaði þessi ríki og kom á friði milli þeirra.“
Bíó og sjónvarp Menning Kóngafólk Danmörk Mest lesið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Lífið 50+: Hræðslan við að eldast útlitslega og góð ráð Áskorun Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira