Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. október 2021 08:10 Birgir Þórarinsson hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Vísir/Vilhelm Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Birgir segir í samtali við blaðið að hann hafi gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í gærkvöldi en hann hafi greint Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, frá vistaskiptunum áður. Þá hafi hann rætt málið við varaþingmann sinn, Ernu Bjarnadóttur, sem styðji hann í ákvörðuninni. Nú eru því aðeins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Bergþór Ólason þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi eftir í þingflokki Miðflokks. Að sögn Birgis megi rekja vistaskiptin allt aftur til Klaustursmálsins sem upp kom árið í nóvember 2018 þó svo að atburðarrásin hafi verið hröð í þessari viku. Hann hafi verið ósáttur með Klaustursmálið þegar það kom upp á sínum tíma og vonað að samflokksmenn hans hefðu lært af því en annað hafi svo komið í ljós. Í kjölfar gagnrýni sinnar hafi aðrir flokksmenn aldrei treyst honum fyllilega. Hann eigi því ekki lengur samleið með Miðflokksmönnum. „Þetta er ekki léttvæg ákvörðun, ég held það sjái allir, og ég tek hana að mjög vel ígrunduðu máli. En eftir allt það sem á undan er gengið og þá forsögu, sem ég lýsi í grein minni, þá ríkir ekki lengur traust milli mín og forystu flokksins. Í ljósi þess væri ekki heiðarlegt hjá mér, hvorki gagnvart sjálfum mér né kjósendum, að halda áfram innan hóps þar sem skortir gagnkvæmt traust,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í morgun. Vísar hann þar til greinar, sem hann skrifaði og birtist í blaðinu í morgun. Segir að ráðist hafi verið í skipulega aðför gegn honum í prófkjöri Hann segir það hafa komið skýrt í ljós í kosningunum nú að hann væri ekki velkominn innan flokksins. „Ég var hins vegar fullur vilja til þess að láta hlutina ganga og að við myndum ganga sameinuð til þessarar kosningabaráttu. En sú varð ekki raunin. Það var beinlínis ráðist í skipulega aðför gegn mér í prófkjörsbaráttu og allt gert til þess að ég yrði ekki oddviti,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið. Í fyrrnefndri grein eftir Birgi sem birtist í Morgunblaðinu í morgun ítrekar hann að Klaustursmálið hafi orðið honum að falli innan flokksins. „Ég gagnrýndi samflokksmenn mína sem í áttu hlut vegna þess að heilindi við eigin samvisku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjónustu við kjósendur er fyrsta skylda þingmanna. Eftir gagnrýni mína á Klausturmálið naut ég aldrei fulls trausts innan hópsins og um tíma var beinlínis litið svo á að ég væri vandamálið.“ Þingflokkkur Sjálfstæðisflokks samþykkti inngöngu Birgis samhljóða Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þá staðfest inngöngu Miðflokksmannsins fyrrverandi í Sjálfstæðisflokkinn í samtali við Morgunblaðið. „Þingflokkurinn samþykkti beiðni Birgis Þórarinssonar um inngöngu samhljóða. Við fögnum því að sjálfsögðu að fá nýjan liðsmann, sem við þekkjum vel og þetta styrkir okkur í þeim störfum sem fram undan eru.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í morgun. Birgir segir í samtali við blaðið að hann hafi gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn í gærkvöldi en hann hafi greint Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, frá vistaskiptunum áður. Þá hafi hann rætt málið við varaþingmann sinn, Ernu Bjarnadóttur, sem styðji hann í ákvörðuninni. Nú eru því aðeins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Bergþór Ólason þingmaður flokksins í Norðvesturkjördæmi eftir í þingflokki Miðflokks. Að sögn Birgis megi rekja vistaskiptin allt aftur til Klaustursmálsins sem upp kom árið í nóvember 2018 þó svo að atburðarrásin hafi verið hröð í þessari viku. Hann hafi verið ósáttur með Klaustursmálið þegar það kom upp á sínum tíma og vonað að samflokksmenn hans hefðu lært af því en annað hafi svo komið í ljós. Í kjölfar gagnrýni sinnar hafi aðrir flokksmenn aldrei treyst honum fyllilega. Hann eigi því ekki lengur samleið með Miðflokksmönnum. „Þetta er ekki léttvæg ákvörðun, ég held það sjái allir, og ég tek hana að mjög vel ígrunduðu máli. En eftir allt það sem á undan er gengið og þá forsögu, sem ég lýsi í grein minni, þá ríkir ekki lengur traust milli mín og forystu flokksins. Í ljósi þess væri ekki heiðarlegt hjá mér, hvorki gagnvart sjálfum mér né kjósendum, að halda áfram innan hóps þar sem skortir gagnkvæmt traust,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í morgun. Vísar hann þar til greinar, sem hann skrifaði og birtist í blaðinu í morgun. Segir að ráðist hafi verið í skipulega aðför gegn honum í prófkjöri Hann segir það hafa komið skýrt í ljós í kosningunum nú að hann væri ekki velkominn innan flokksins. „Ég var hins vegar fullur vilja til þess að láta hlutina ganga og að við myndum ganga sameinuð til þessarar kosningabaráttu. En sú varð ekki raunin. Það var beinlínis ráðist í skipulega aðför gegn mér í prófkjörsbaráttu og allt gert til þess að ég yrði ekki oddviti,“ segir Birgir í viðtali við Morgunblaðið. Í fyrrnefndri grein eftir Birgi sem birtist í Morgunblaðinu í morgun ítrekar hann að Klaustursmálið hafi orðið honum að falli innan flokksins. „Ég gagnrýndi samflokksmenn mína sem í áttu hlut vegna þess að heilindi við eigin samvisku og sú ábyrgð að breyta rétt í þjónustu við kjósendur er fyrsta skylda þingmanna. Eftir gagnrýni mína á Klausturmálið naut ég aldrei fulls trausts innan hópsins og um tíma var beinlínis litið svo á að ég væri vandamálið.“ Þingflokkkur Sjálfstæðisflokks samþykkti inngöngu Birgis samhljóða Birgir Ármannsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þá staðfest inngöngu Miðflokksmannsins fyrrverandi í Sjálfstæðisflokkinn í samtali við Morgunblaðið. „Þingflokkurinn samþykkti beiðni Birgis Þórarinssonar um inngöngu samhljóða. Við fögnum því að sjálfsögðu að fá nýjan liðsmann, sem við þekkjum vel og þetta styrkir okkur í þeim störfum sem fram undan eru.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira