Segir Klaustursskýringar Birgis ekki halda vatni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. október 2021 18:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir vistaskipti þingmannsins Birgis Þórarinssonar yfir til Sjálfstæðisflokksins vera vonbrigði. Fyrst og fremst telji hann ákvörðun Birgis ranga gagnvart því fólki sem unnið hafi að því að koma Birgi á þing í sínu kjördæmi. Hann telur skýringar Birgis um að vistaskiptin tengist Klaustursmálinu ekki halda vatni. Þetta segir Sigmundur í samtali við mbl.is, sem náði af honum tali að loknum fundi stjórnar Miðflokksins, sem blásið var til vegna frétta dagsins. Birgir tilkynnti það í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun að hann hygðist ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segir ákvörðun Birgis hafa komið sér á óvart, þótt hann hafi reyndar verið varaður við því að Birgir myndi ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi hins vegar neitað að trúa því, þar sem Birgir hafi lofað að standa með flokknum og hafi lagt mikið á sig til þess að verða oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Birgir fari með gamlar eftiráskýringar Sigmundur gefur lítið fyrir þá skýringu Birgis að Klaustursmálið svokallaða, sem átti sér stað í lok árs 2018, hafi haft áhrif á ákvörðunina um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Birgir segir að samflokksfólk hans í Miðflokknum hafi ekki treyst honum í kjölfar þess að hann gagnrýndi orðræðu þeirra þingmanna sem þar áttu í hlut. Sigmundur bendir hins vegar á að þrjú ár séu liðin frá Klaustursmálinu og að síðan þá hafi Birgi verið treyst fyrir hinum ýmsu hlutverkum innan flokksins og segir um að ræða „þriggja ára gamla eftiráskýringu sem haldi ekki alveg vatni.“ Birgir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann vildi „að sjálfsögðu“ fá restina af þingflokki Miðflokksins, þá Sigmund Davíð og Bergþór Ólason, yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segist ekki sjá fyrir sér að það gerist í bráð, og taldi raunar áhugavert að Birgir vildi fá þá yfir, þrátt fyrir að hafa talið sig þurfa að yfirgefa Miðflokkinn. „En við erum ekki að fara að elta hann út í þetta fen,“ sagði Sigmundur í samtali við mbl. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Þetta segir Sigmundur í samtali við mbl.is, sem náði af honum tali að loknum fundi stjórnar Miðflokksins, sem blásið var til vegna frétta dagsins. Birgir tilkynnti það í aðsendri grein í Morgunblaðinu í morgun að hann hygðist ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segir ákvörðun Birgis hafa komið sér á óvart, þótt hann hafi reyndar verið varaður við því að Birgir myndi ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Hann hafi hins vegar neitað að trúa því, þar sem Birgir hafi lofað að standa með flokknum og hafi lagt mikið á sig til þess að verða oddviti flokksins í Suðurkjördæmi. Birgir fari með gamlar eftiráskýringar Sigmundur gefur lítið fyrir þá skýringu Birgis að Klaustursmálið svokallaða, sem átti sér stað í lok árs 2018, hafi haft áhrif á ákvörðunina um að ganga til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Birgir segir að samflokksfólk hans í Miðflokknum hafi ekki treyst honum í kjölfar þess að hann gagnrýndi orðræðu þeirra þingmanna sem þar áttu í hlut. Sigmundur bendir hins vegar á að þrjú ár séu liðin frá Klaustursmálinu og að síðan þá hafi Birgi verið treyst fyrir hinum ýmsu hlutverkum innan flokksins og segir um að ræða „þriggja ára gamla eftiráskýringu sem haldi ekki alveg vatni.“ Birgir sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að hann vildi „að sjálfsögðu“ fá restina af þingflokki Miðflokksins, þá Sigmund Davíð og Bergþór Ólason, yfir í Sjálfstæðisflokkinn. Sigmundur segist ekki sjá fyrir sér að það gerist í bráð, og taldi raunar áhugavert að Birgir vildi fá þá yfir, þrátt fyrir að hafa talið sig þurfa að yfirgefa Miðflokkinn. „En við erum ekki að fara að elta hann út í þetta fen,“ sagði Sigmundur í samtali við mbl.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Stjórn Miðflokksins: Áfall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“ Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“. 9. október 2021 16:59