Kjartan Atli Kjartansson og félagar í Körfuboltakvöldi gerðu Loga að umræðuefni í þætti sínum en Logi var þarna að hefja sitt 25.tímabil í meistaraflokki. Hreint magnaður áfangi.
Logi skoraði tólf stig fyrir Njarðvík sem skellti ríkjandi Íslandsmeisturum Þórs frá Þorlákshöfn í fyrstu umferð mótsins.
Logi varð fertugur fyrir rúmum mánuði síðan og hefur verið einn besti körfuboltamaður landsins undanfarna áratugi.
Hann hóf feril sinn í efstu deild hér á landi árið 1997 en hélt fljótlega af landi brott og lék sem atvinnumaður víða um Evrópu um árabil áður en hann kom aftur heim til Njarðvíkur árið 2013.