Ástandið sagt stigmagnast í miðbænum Snorri Másson skrifar 10. október 2021 13:00 Minna hefur verið að gera hjá lögreglu um helgar vegna faraldursástands, en nú eru annirnar að verða meiri aftur. Vísir/Vilhelm Því lengur sem opið er inn í nóttina því verra verður ástandið, segir aðstoðaryfirlögregluþjónn. Fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar hjá lögreglunni eftir afar erilsama nótt. Hópslagsmál á víð og dreif um bæinn, líkamsárásir, óaldarseggir sem ekki vildu segja til nafns, veist að farþega í leigubíl og skemmdir gerðar á bílnum og maður skallaður utan við skemmtistað þannig að tennur hans brotnuðu, árásarmaðurinn lét sig hverfa. Þetta er á meðal þess sem nefnt er á nafn í dagbók lögreglu, sem hafði í nógu að snúast um helgina. „Þetta virðist vera að stigmagnast. Ástandið er að fara í fyrra horf. Þetta er ekki meira en í venjulegu árferði en miðað við hvernig þetta hefur verið í Covid þá virðist fólk vera að sleppa sér meira,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K Fimm mál séu til rannsóknar hjá embættinu eftir helgina og ljóst að einhver þeirra leiða til ákæru. „Það var einn skallaður í andlitið og það brotnuðu tennur í honum. Svo voru þetta átök í heimahúsi sem voru kærð og það var ráðist á leigubílsstjóra,“ segir Jóhann Karl. Enn er aðeins opið til eitt á næturnar á skemmtistöðum vegna samkomutakmarkana. „Eins og ég er margbúinn að segja áður: Því lengur sem er opið inn í nóttina, því verra verður ástandið. Ofbeldisbrotin verða harðari og alvarlegri eftir því sem er opið lengur. Núna var talsvert um tilkynningar eins og um hópslagsmálin, en þetta varð ekki neitt alvarlegt. En þegar þú ert kominn lengra inn í nóttina og fólk er orðið ruglaðra af neyslu þá verða þetta oft alvarlegri mál,“ segir Jóhann Karl. Þannig opnunartíminn eins og hann er núna, þótt mörgum blöskri hann, heldur hann þessu tiltekna atriði í skefjum? „Já, það er mín tilfinning. En fólk rasar alltaf út þegar það fær sér í glas en það sem við höfum séð og eigum tölur um er að það kemur veldisvöxtur á þetta þegar líður á nóttina. Þegar fólk er að koma út af stöðunum klukkan fimm eða sex um nóttina geturðu rétt ímyndað þér í hvaða ástandi það er þá.“ Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Tengdar fréttir Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10 Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Hópslagsmál á víð og dreif um bæinn, líkamsárásir, óaldarseggir sem ekki vildu segja til nafns, veist að farþega í leigubíl og skemmdir gerðar á bílnum og maður skallaður utan við skemmtistað þannig að tennur hans brotnuðu, árásarmaðurinn lét sig hverfa. Þetta er á meðal þess sem nefnt er á nafn í dagbók lögreglu, sem hafði í nógu að snúast um helgina. „Þetta virðist vera að stigmagnast. Ástandið er að fara í fyrra horf. Þetta er ekki meira en í venjulegu árferði en miðað við hvernig þetta hefur verið í Covid þá virðist fólk vera að sleppa sér meira,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Jóhann K Fimm mál séu til rannsóknar hjá embættinu eftir helgina og ljóst að einhver þeirra leiða til ákæru. „Það var einn skallaður í andlitið og það brotnuðu tennur í honum. Svo voru þetta átök í heimahúsi sem voru kærð og það var ráðist á leigubílsstjóra,“ segir Jóhann Karl. Enn er aðeins opið til eitt á næturnar á skemmtistöðum vegna samkomutakmarkana. „Eins og ég er margbúinn að segja áður: Því lengur sem er opið inn í nóttina, því verra verður ástandið. Ofbeldisbrotin verða harðari og alvarlegri eftir því sem er opið lengur. Núna var talsvert um tilkynningar eins og um hópslagsmálin, en þetta varð ekki neitt alvarlegt. En þegar þú ert kominn lengra inn í nóttina og fólk er orðið ruglaðra af neyslu þá verða þetta oft alvarlegri mál,“ segir Jóhann Karl. Þannig opnunartíminn eins og hann er núna, þótt mörgum blöskri hann, heldur hann þessu tiltekna atriði í skefjum? „Já, það er mín tilfinning. En fólk rasar alltaf út þegar það fær sér í glas en það sem við höfum séð og eigum tölur um er að það kemur veldisvöxtur á þetta þegar líður á nóttina. Þegar fólk er að koma út af stöðunum klukkan fimm eða sex um nóttina geturðu rétt ímyndað þér í hvaða ástandi það er þá.“
Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Tengdar fréttir Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10 Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Stöðvuðu hópslagsmál á veitingastað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að skerast í leikinn á veitingastað í Reykjavík á tíunda tímanum í gærkvöldi eftir að tilkynning barst um hópslagsmál. Þar tókust á um átta til tíu manns, en engan sakaði og lögregla leysti málið á vettvangi. 10. október 2021 08:10
Segir lögreglu beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða Eigandi Röntgen Bar segir lögregluna beita dagbókarfærslum til að þrýsta á styttri opnunartíma skemmtistaða. Hann hafi ekki orðið var við ófremdarástand í miðbænum þó að mikið sé að gera um helgar. 23. júlí 2021 16:08