Hey, þetta er ekki flókið Sigurður Friðleifsson skrifar 11. október 2021 14:01 Það er eðlilegt að fólki fallist hendur þegar reynt er að rýna í loftslagsmál af einhverri dýpt. Orð og skammstafanir eins og IPPC, LULUCF, ETS kerfi, Carbfix, koltvísýringsígildi, Gígatonn og Terawattstundir geta virkað sem konfekt í eyrum sérfræðinga en eru kannski ekki jafnaðlaðandi fyrir almenning. Þegar kemur hinsvegar að nauðsynlegum aðgerðum sem snúa að almenningi, þá er málið í raun sáraeinfalt. 1 Minnka eða hætta olíunotkun Vegasamgöngur er olíu- og kolefnisgeiri almennings. Veldu eitthvað eða allt af eftirfarandi lausnum: Ganga, hjól, hlaupahjól, strætó, samakstur, sparakstur, heimavinna, heimsendingar, raf-, metan-, vetnisbíll.Misjafnt er hvað hentar hverjum en ekki gera ekki neitt! 2 Flokka meira Hugsaðu um alla málma eins og gull. Aldrei henda málmi í almennt rusl. Til dæmis sparar endurvinnsla á einu kg af áli 9 kg af CO2. Hugsaðu um allt lífrænt efni, matarleifar, pappa og timbur sem auðæfi. Poki af lífrænu efni sem ekki er settur í jarðgerð getur losað allt að 10 kg CO2 ef hann er settur í urðun. Misjafnt er hve vel fólki gengur að flokka en ekki gera ekki neitt! 3 Vertu virkur neytandi Vald neytenda er vannýtt afl. Fyrirtæki eru háðari þér en þú þeim og eðlilegt að gera kröfur. Þau vilja þjóna þér og þá er um að gera að biðja um umhverfisvænni þjónustu. Prófaðu t.d. að spyrja fyrirtækið sem sendir til þín vöru eða mat hvort sendingin komi ekki örugglega á rafmagni. Ef þúsund viðskiptavinir biðja um eitthvað þá gerist eitthvað. Vertu upplýstur og veldu þá sem gera vel, umhverfishrós frá neytenda getur dimmum rekstri í hagnað breytt. Fáðu vinnuveitanda þinn til að gera betur þ.e. fara í orkuskipti, bæta reiðhjólaaðstöðu, setja upp hleðslustöðvar eða gera samgöngusamninga við starfsfólk. Misjafnt er hversu kröfuharðir neytendur eru varðandi umhverfismál fyrirtækja, en ekki gera ekki neitt! 4 Prófaðu mótvægisaðgerðir Hættu að spá í kolefnisjöfnun, farðu bara að binda eins mikið og þú mögulega getur samhliða minnkun á eigin losun. Við erum í skuld hvort eð er, þ.e. uppsafnað kolefnismagn í lofthjúpnum er svo mikið vegna losunar síðustu áratuga að mestu skiptir að fara strax í bullandi niðurdrátt. Óþarfi er að tefja málið með því að reikna sig fram og til baka í eitthvert meint hlutleysi. Því meira því betra. Það þarf ekkert endilega að arka sjálfur út og planta trjám, bara kaupa tonn hjá Kolviði, landgræðslu eða Votlendissjóði. Kolefnisbinding er t.d. frábær tækisfærisgjöf til þeirra sem eiga allt. Misjafnt er hvaða mótvægisaðgerðir heilla fólk en ekki gera ekki neitt! Byrjum strax Það er slatti að fólki að gera góða hluti nú þegar. En það er einu sinni þannig að 10 skref hjá hundrað manns eru þúsund skref en eitt skref hjá 100 þúsund manns eru samtals 100 þúsund skref. Hugmyndirnar hér að ofan er auðvitað langt í frá tæmandi listi en ætti að geta verið góð og sveigjanleg byrjun fyrir alla. Þetta snýst í raun bara um kg eða tonn. Færri tonn upp og fleiri tonn niður, flóknara er það ekki. Hefjumst handa! Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Ingi Friðleifsson Orkumál Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Það er eðlilegt að fólki fallist hendur þegar reynt er að rýna í loftslagsmál af einhverri dýpt. Orð og skammstafanir eins og IPPC, LULUCF, ETS kerfi, Carbfix, koltvísýringsígildi, Gígatonn og Terawattstundir geta virkað sem konfekt í eyrum sérfræðinga en eru kannski ekki jafnaðlaðandi fyrir almenning. Þegar kemur hinsvegar að nauðsynlegum aðgerðum sem snúa að almenningi, þá er málið í raun sáraeinfalt. 1 Minnka eða hætta olíunotkun Vegasamgöngur er olíu- og kolefnisgeiri almennings. Veldu eitthvað eða allt af eftirfarandi lausnum: Ganga, hjól, hlaupahjól, strætó, samakstur, sparakstur, heimavinna, heimsendingar, raf-, metan-, vetnisbíll.Misjafnt er hvað hentar hverjum en ekki gera ekki neitt! 2 Flokka meira Hugsaðu um alla málma eins og gull. Aldrei henda málmi í almennt rusl. Til dæmis sparar endurvinnsla á einu kg af áli 9 kg af CO2. Hugsaðu um allt lífrænt efni, matarleifar, pappa og timbur sem auðæfi. Poki af lífrænu efni sem ekki er settur í jarðgerð getur losað allt að 10 kg CO2 ef hann er settur í urðun. Misjafnt er hve vel fólki gengur að flokka en ekki gera ekki neitt! 3 Vertu virkur neytandi Vald neytenda er vannýtt afl. Fyrirtæki eru háðari þér en þú þeim og eðlilegt að gera kröfur. Þau vilja þjóna þér og þá er um að gera að biðja um umhverfisvænni þjónustu. Prófaðu t.d. að spyrja fyrirtækið sem sendir til þín vöru eða mat hvort sendingin komi ekki örugglega á rafmagni. Ef þúsund viðskiptavinir biðja um eitthvað þá gerist eitthvað. Vertu upplýstur og veldu þá sem gera vel, umhverfishrós frá neytenda getur dimmum rekstri í hagnað breytt. Fáðu vinnuveitanda þinn til að gera betur þ.e. fara í orkuskipti, bæta reiðhjólaaðstöðu, setja upp hleðslustöðvar eða gera samgöngusamninga við starfsfólk. Misjafnt er hversu kröfuharðir neytendur eru varðandi umhverfismál fyrirtækja, en ekki gera ekki neitt! 4 Prófaðu mótvægisaðgerðir Hættu að spá í kolefnisjöfnun, farðu bara að binda eins mikið og þú mögulega getur samhliða minnkun á eigin losun. Við erum í skuld hvort eð er, þ.e. uppsafnað kolefnismagn í lofthjúpnum er svo mikið vegna losunar síðustu áratuga að mestu skiptir að fara strax í bullandi niðurdrátt. Óþarfi er að tefja málið með því að reikna sig fram og til baka í eitthvert meint hlutleysi. Því meira því betra. Það þarf ekkert endilega að arka sjálfur út og planta trjám, bara kaupa tonn hjá Kolviði, landgræðslu eða Votlendissjóði. Kolefnisbinding er t.d. frábær tækisfærisgjöf til þeirra sem eiga allt. Misjafnt er hvaða mótvægisaðgerðir heilla fólk en ekki gera ekki neitt! Byrjum strax Það er slatti að fólki að gera góða hluti nú þegar. En það er einu sinni þannig að 10 skref hjá hundrað manns eru þúsund skref en eitt skref hjá 100 þúsund manns eru samtals 100 þúsund skref. Hugmyndirnar hér að ofan er auðvitað langt í frá tæmandi listi en ætti að geta verið góð og sveigjanleg byrjun fyrir alla. Þetta snýst í raun bara um kg eða tonn. Færri tonn upp og fleiri tonn niður, flóknara er það ekki. Hefjumst handa! Höfundur er framkvæmdastjóri Orkuseturs.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar