Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 11. október 2021 20:20 Hafsteinn Þór Hauksson lögfræðingur. Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. Í þeim átta kærum sem hafa borist vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi kemur meðal annars fram að: Kjörgögn voru ekki innsigluð Varsla og eftirlit kjörgagna milli talninga er talið ónægt Endurtalning atkvæða hófst án allra umboðsmanna Mismunandi niðurstaða var milli fyrri og síðari talningar Hafsteinn Þór Hauksson dósent í lögfræði var í dag kallaður fyrir undirbúningskjörbréfanefnd og beðinn um álit á þessum ágöllum. „Ég held að það eitt að innsiglun atkvæða hafi ekki verið fullnægjandi leiði ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir hann. Það sama eigi við um framkomna ágalla sem snerti umboðsmenn. „Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að það eitt að einhver umboðsmaður hafi ekki verið boðaður í seinni talninguna í þessu tilviki að það leiði sjálfkrafa til ógildingar,“ segir hann. Hafsteinn segir að Stjórnlagaþingskosningarnar hafi á sínum tíma verið dæmdar ógildar vegna ýmissa ágalla, einkum tveggja. Hvort það eigi við um þessar kosningar sé erfitt að dæma um. „Það hvort þeir ágallar sem hafa verið ræddir varðandi talningu í Norðvesturkjördæmi dugi í þessu sambandi veit ég ekki því ég þekki ekki nægilega vel málavöxtu. Það á eftir að rannsaka þetta mál,“ segir hann. Hafsteinn segir mikilvægt að kjörbréfanefndin rannsaki alla anga málsins. „Ég sé í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að þingið sjálft rannsaki kjörgögn en fái líka gögn frá lögreglu,“ segir hann. Hann telur þó útilokað að niðurstaða Alþingis verði að kosningarnar í heild verði dæmdar ólöglegar. „Ég held að íslensk lög séu alveg skýr um það þetta myndi ekki leiða til nýrra kosninga um allt land,“ segir Hafsteinn að lokum. Vonar að fleiri kjósendur kæri kosningarnar Tveir almennir borgarar hafa kært Alþingiskosningarnar. Sigurður Hr. Sigurðsson, varaformaður Stjórnarskrárfélagsins, er annar þeirra. Hann ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er engin góð lausn á þessu vandamáli og krafan mín gengur út á það að það verði kosið upp á nýtt. Ég er að benda á það að þetta er eiginlega stjórnskipuleg krísa sem við erum í, því það gengur ekki að nýkjörnir Alþingismenn eigi að dæma sjálfir um eigið kjörgengi. Það er því miður þannig í stjórnarskránni og hefur verið síðan 1874 og þess vegna sitjum við í þessari stöðu. En ég er með varakröfu og það er að kjósa uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, kjördæminu mínu“ Sigurður segist vita til þess að tveir kjósendur til viðbótar hyggist kæra kosningarnar, og vonar að þeir verði fleiri. Hann er þó hæfilega bjartsýnn. „Það er mitt kalda mat að þetta fari eftir flokkspólitískum línum. Það eru Alþingismenn sem eiga að greiða atkvæði og ég er hræddur um að það endi þannig. En þetta fer kannski líka til Mannréttindadómstóls Evrópu að lokum, vonandi.“ Hinn borgarinn sem hefur kært kosningarnar er Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 14:19 Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Í þeim átta kærum sem hafa borist vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi kemur meðal annars fram að: Kjörgögn voru ekki innsigluð Varsla og eftirlit kjörgagna milli talninga er talið ónægt Endurtalning atkvæða hófst án allra umboðsmanna Mismunandi niðurstaða var milli fyrri og síðari talningar Hafsteinn Þór Hauksson dósent í lögfræði var í dag kallaður fyrir undirbúningskjörbréfanefnd og beðinn um álit á þessum ágöllum. „Ég held að það eitt að innsiglun atkvæða hafi ekki verið fullnægjandi leiði ekki sjálfkrafa til þess að það þyrfti að ógilda kosningarnar,“ segir hann. Það sama eigi við um framkomna ágalla sem snerti umboðsmenn. „Ég myndi ekki ganga svo langt að segja að það eitt að einhver umboðsmaður hafi ekki verið boðaður í seinni talninguna í þessu tilviki að það leiði sjálfkrafa til ógildingar,“ segir hann. Hafsteinn segir að Stjórnlagaþingskosningarnar hafi á sínum tíma verið dæmdar ógildar vegna ýmissa ágalla, einkum tveggja. Hvort það eigi við um þessar kosningar sé erfitt að dæma um. „Það hvort þeir ágallar sem hafa verið ræddir varðandi talningu í Norðvesturkjördæmi dugi í þessu sambandi veit ég ekki því ég þekki ekki nægilega vel málavöxtu. Það á eftir að rannsaka þetta mál,“ segir hann. Hafsteinn segir mikilvægt að kjörbréfanefndin rannsaki alla anga málsins. „Ég sé í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu að þingið sjálft rannsaki kjörgögn en fái líka gögn frá lögreglu,“ segir hann. Hann telur þó útilokað að niðurstaða Alþingis verði að kosningarnar í heild verði dæmdar ólöglegar. „Ég held að íslensk lög séu alveg skýr um það þetta myndi ekki leiða til nýrra kosninga um allt land,“ segir Hafsteinn að lokum. Vonar að fleiri kjósendur kæri kosningarnar Tveir almennir borgarar hafa kært Alþingiskosningarnar. Sigurður Hr. Sigurðsson, varaformaður Stjórnarskrárfélagsins, er annar þeirra. Hann ræddi við fréttastofu í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er engin góð lausn á þessu vandamáli og krafan mín gengur út á það að það verði kosið upp á nýtt. Ég er að benda á það að þetta er eiginlega stjórnskipuleg krísa sem við erum í, því það gengur ekki að nýkjörnir Alþingismenn eigi að dæma sjálfir um eigið kjörgengi. Það er því miður þannig í stjórnarskránni og hefur verið síðan 1874 og þess vegna sitjum við í þessari stöðu. En ég er með varakröfu og það er að kjósa uppkosningu í Norðvesturkjördæmi, kjördæminu mínu“ Sigurður segist vita til þess að tveir kjósendur til viðbótar hyggist kæra kosningarnar, og vonar að þeir verði fleiri. Hann er þó hæfilega bjartsýnn. „Það er mitt kalda mat að þetta fari eftir flokkspólitískum línum. Það eru Alþingismenn sem eiga að greiða atkvæði og ég er hræddur um að það endi þannig. En þetta fer kannski líka til Mannréttindadómstóls Evrópu að lokum, vonandi.“ Hinn borgarinn sem hefur kært kosningarnar er Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 14:19 Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07 Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Óinnsigluð kjörgögn leiða ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga Dósent við lagadeild Háskóla Íslands segir að það eitt að innsigla ekki kjörgögn leiði ekki sjálfkrafa til ógildingar kosninga. Hann segir ekkert því til fyrirstöðu að Alþingi rannsaki sjálft kjörgögnin úr Norðvesturkjördæmi. 11. október 2021 14:19
Lítið tal um innsigli í greinargerðinni sem vakti áhyggjur landskjörstjórnar Morguninn eftir að lokatölur voru gefnar út í Norðvesturkjördæmi kom í ljós að átta atkvæði sem tilheyrðu lista Sjálfstæðisflokksins og eitt sem tilheyrði Framsókn hafi verið í atkvæðabunka Viðreisnar. 29. september 2021 20:07
Framkvæmdastjóri hótelsins búinn að skoða upptökurnar og sér ekkert athugavert Hótel Borgarnes hefur afhent lögreglu upptökur úr öryggismyndavélum sínum frá því um helgina þegar talning á atkvæðum í Norðvesturkjördæmi fór fram. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri hótelsins, sem segist sjálfur hafa horft á hluta þeirra. 29. september 2021 12:31