Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Kjartan Kjartansson skrifar 12. október 2021 07:49 Erna Bjarnadóttir skipaði annað sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi í nýafstöðunum þingkosningum. Birgir Þórarinsson skipaði efsta sæti listans. Vísir Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins „Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafnaði hún því að hún yrði varaþingmaður flokksins. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag hélt Birgir því fram að Erna styddi hann í þeirri ákvörðun sinni að skipta um flokk. Erna sagðist skilja að sjálfstæðismenn hefðu lagt fast að Birgi að reyna að fá sig með sér. Einhverjir hafi rætt við sig um að skipta yfir líka en hún vildi ekki upplýsa hverjir það voru. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að vistaskiptin hefðu verið að frumkvæði Birgis sjálfs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði áður gert að því skóna að sjálfstæðismenn hefðu lagt á ráðin um að fá Birgi yfir til sín til að koma höggi á Miðflokkinn. Hún sagðist ekki ósátt við Birgi að skipta um lið. Hann væri að fylgja sinni sannfæringu og pólitísku sýn. „Ég legg það ekki í vana minn að vera ósátt við fólk að fylgja sinni sannfæringu. Ég ætla bara að fá að fylgja minni og ég er ekkert að fara í Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði hún. Auðvitað hafi henni brugðið við að Birgir hyrfi frá Miðflokknum eftir að þau háðu langa og stranga kosningabaráttu saman. Hún hafi fengið að heyra frá Birgi um atburði í kringum Klaustursmálið svonefnda en Birgir vísaði til samstarfsörðugleika innan flokksins eftir það um ákvörðun sína að yfirgefa Miðflokkinn. Hún sagði að Birgir hefði einnig deilt með sér þeirri upplifun að unnið væri gegn honum innan flokksins. „Það beindist ekkert svona að mér. Ég hef aldrei litið þannig á,“ sagði Erna. Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir „Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Sjá meira
„Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hafnaði hún því að hún yrði varaþingmaður flokksins. Í grein í Morgunblaðinu á laugardag hélt Birgir því fram að Erna styddi hann í þeirri ákvörðun sinni að skipta um flokk. Erna sagðist skilja að sjálfstæðismenn hefðu lagt fast að Birgi að reyna að fá sig með sér. Einhverjir hafi rætt við sig um að skipta yfir líka en hún vildi ekki upplýsa hverjir það voru. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í gær að vistaskiptin hefðu verið að frumkvæði Birgis sjálfs. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hafði áður gert að því skóna að sjálfstæðismenn hefðu lagt á ráðin um að fá Birgi yfir til sín til að koma höggi á Miðflokkinn. Hún sagðist ekki ósátt við Birgi að skipta um lið. Hann væri að fylgja sinni sannfæringu og pólitísku sýn. „Ég legg það ekki í vana minn að vera ósátt við fólk að fylgja sinni sannfæringu. Ég ætla bara að fá að fylgja minni og ég er ekkert að fara í Sjálfstæðisflokkinn,“ sagði hún. Auðvitað hafi henni brugðið við að Birgir hyrfi frá Miðflokknum eftir að þau háðu langa og stranga kosningabaráttu saman. Hún hafi fengið að heyra frá Birgi um atburði í kringum Klaustursmálið svonefnda en Birgir vísaði til samstarfsörðugleika innan flokksins eftir það um ákvörðun sína að yfirgefa Miðflokkinn. Hún sagði að Birgir hefði einnig deilt með sér þeirri upplifun að unnið væri gegn honum innan flokksins. „Það beindist ekkert svona að mér. Ég hef aldrei litið þannig á,“ sagði Erna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Bítið Tengdar fréttir „Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Sjá meira
„Snillingar í Sjálfstæðisflokknum“ hafi staðið að misheppnuðu ráðabruggi Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hrósar sigri að hafa getað myndað tveggja manna þingflokk með Bergþóri Ólasyni þrátt fyrir að tilraun hafi verið gerð til að koma í veg fyrir það, eins og hann heldur fram. 10. október 2021 17:43