Loksins laus við gúmmídekk eftir tvö erfið ár Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. október 2021 09:00 Myndir og myndbönd af skógarhirtinum hafa gengið um samfélagsmiðla síðustu tvö árin. Twitter/CPW NE Region/Dan Jaynes Dýralífsyfirvöld í Colorado-fylki í Bandaríkjunum segja að gúmmídekk sem hefur verið fast utan um háls skógarhjartar í tvö ár hafi loksins náðst af honum. Vandinn fólst ekki í að ná dekkinu af heldur að klófesta sjálfan hjörtinn sem hefur runnið úr greipum yfirvalda á svæðinu oftar en einu sinni og oftar en tvisvar. Og oftar en þrisvar ef út í það er farið því það var í fjórðu tilraun yfirvalda, aðeins í síðustu viku, til að skjóta hann með deyfibyssu sem það loksins hafðist. Starfsmenn dýralífsyfirvalda í fylkinu urðu að skera gríðarstór horn skógarhjartarins af honum til að geta fjarlægt dekkið því þeim tókst ekki að klippa sig í gegn um stálvíra í kanti dekksins. Here is some video of this bull elk over the past two years. pic.twitter.com/R6t9nNPOyb— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 „Við hefðum frekar kosið að skera dekkið af og skilja hornin eftir fyrir hann en staðan var bara þannig að við urðum að ná dekkinu af eins fljótt og hægt var,“ er haft eftir Scott Murdoch, starfsmanni yfirvalda, í frétt The Guardian. Dýralífsyfirvöld hafa lengi deilt myndum og myndböndum af hirtinum á samfélagsmiðlum en dýrið er fjögurra ára gamalt. More video, courtesy of Pat Hemstreet, of the bull elk prior to when wildlife officers were able to remove the tire that was around its neck.Story: https://t.co/WHfkfPuAck pic.twitter.com/xqKm4Zl4NE— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 Yfirvöld segja það ótrúlegt hversu vel farinn háls hjartarins var eftir dekkið þó það megi ljóst vera að það hafi íþyngt honum mjög síðustu tvö árin. Hann var ekki nema með eitt lítið sár en hafði þó misst nokkuð af hári af svæðinu í hring um hálsinn. Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Og oftar en þrisvar ef út í það er farið því það var í fjórðu tilraun yfirvalda, aðeins í síðustu viku, til að skjóta hann með deyfibyssu sem það loksins hafðist. Starfsmenn dýralífsyfirvalda í fylkinu urðu að skera gríðarstór horn skógarhjartarins af honum til að geta fjarlægt dekkið því þeim tókst ekki að klippa sig í gegn um stálvíra í kanti dekksins. Here is some video of this bull elk over the past two years. pic.twitter.com/R6t9nNPOyb— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 „Við hefðum frekar kosið að skera dekkið af og skilja hornin eftir fyrir hann en staðan var bara þannig að við urðum að ná dekkinu af eins fljótt og hægt var,“ er haft eftir Scott Murdoch, starfsmanni yfirvalda, í frétt The Guardian. Dýralífsyfirvöld hafa lengi deilt myndum og myndböndum af hirtinum á samfélagsmiðlum en dýrið er fjögurra ára gamalt. More video, courtesy of Pat Hemstreet, of the bull elk prior to when wildlife officers were able to remove the tire that was around its neck.Story: https://t.co/WHfkfPuAck pic.twitter.com/xqKm4Zl4NE— CPW NE Region (@CPW_NE) October 11, 2021 Yfirvöld segja það ótrúlegt hversu vel farinn háls hjartarins var eftir dekkið þó það megi ljóst vera að það hafi íþyngt honum mjög síðustu tvö árin. Hann var ekki nema með eitt lítið sár en hafði þó misst nokkuð af hári af svæðinu í hring um hálsinn.
Bandaríkin Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira