Play bætir við þremur nýjum áfangastöðum á Norðurlöndum Atli Ísleifsson skrifar 12. október 2021 11:19 Flugvél Play. vísir/sigurjón Flugfélagið PLAY hefur bætt þremur áfangastöðum í Skandinavíu við sumaráætlun sína. Um er að ræða Stafangur og Þrándheim í Noregi ásamt Gautaborg í Svíþjóð. Í tilkynningu kemur fram að flug til Gautaborgar hefjist í lok maí og verði flogið til og frá borginni tvisvar í viku. „Þá verður flogið tvisvar í viku til Stafangurs og Þrándheims og hefst flug einnig í lok maí. Miðasala hefst í dag en með þessu er félagið að bregðast við þörf á áætlunarflugi til umræddra borga. Eins og staðan er í dag er ekkert beint flug frá Íslandi til Gautaborgar sem er önnur stærsta borgin í Svíþjóð. Ennfremur segir að í Stafangri í Noregi búi um tólf hundruð Íslendingar og með beinu flugi PLAY til borgarinnar kemur félagið til móts við þann hóp með ódýrum fargjöldum. Sömuleiðis búi margir Íslendingar í Þrándheimi. Fleiri valkostir í Skandinavíu Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að sala á flugmiðum hafi tekið kipp síðustu vikur og að félagið finni vel að fólk sé tilbúið að ferðast. „Við erum byrjuð að stækka leiðakerfið okkar og teljum nú tímabært að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri valkosti í Skandinavíu en með þessu fjölgum við áfangastöðunum okkar á Norðurlöndunum úr einum í fjóra. Margir Íslendingar eru búsettir á þessum slóðum og við teljum að við getum byggt upp hagkvæma flugáætlun á þessa staði, bæði með eftirspurn frá Íslendingum og heimamönnum,“ er haft eftir Birgi. Play býður nú upp á sölu á miðum til Alicante, Amsterdam, Barcelona, Berlínar, Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Gran Canaria, Lonodn, Parísar, Salzborgar, Svafandurs, Tenerife og Þrándheims. Fréttir af flugi Play Noregur Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að flug til Gautaborgar hefjist í lok maí og verði flogið til og frá borginni tvisvar í viku. „Þá verður flogið tvisvar í viku til Stafangurs og Þrándheims og hefst flug einnig í lok maí. Miðasala hefst í dag en með þessu er félagið að bregðast við þörf á áætlunarflugi til umræddra borga. Eins og staðan er í dag er ekkert beint flug frá Íslandi til Gautaborgar sem er önnur stærsta borgin í Svíþjóð. Ennfremur segir að í Stafangri í Noregi búi um tólf hundruð Íslendingar og með beinu flugi PLAY til borgarinnar kemur félagið til móts við þann hóp með ódýrum fargjöldum. Sömuleiðis búi margir Íslendingar í Þrándheimi. Fleiri valkostir í Skandinavíu Haft er eftir Birgi Jónssyni, forstjóra Play, að sala á flugmiðum hafi tekið kipp síðustu vikur og að félagið finni vel að fólk sé tilbúið að ferðast. „Við erum byrjuð að stækka leiðakerfið okkar og teljum nú tímabært að bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri valkosti í Skandinavíu en með þessu fjölgum við áfangastöðunum okkar á Norðurlöndunum úr einum í fjóra. Margir Íslendingar eru búsettir á þessum slóðum og við teljum að við getum byggt upp hagkvæma flugáætlun á þessa staði, bæði með eftirspurn frá Íslendingum og heimamönnum,“ er haft eftir Birgi. Play býður nú upp á sölu á miðum til Alicante, Amsterdam, Barcelona, Berlínar, Kaupmannahafnar, Gautaborgar, Gran Canaria, Lonodn, Parísar, Salzborgar, Svafandurs, Tenerife og Þrándheims.
Fréttir af flugi Play Noregur Svíþjóð Íslendingar erlendis Mest lesið Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Hvernig bý ég mig undir barneignir? Viðskipti innlent Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Viðskipti innlent „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Viðskipti erlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Sjá meira