Tæplega 60 prósent vilja Katrínu áfram sem forsætisráðherra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2021 13:33 Tæp sextíu prósent vilja að Katrín Jakobsdóttir verði áfram forsætisráðherra Íslands. Vísir/Vilhelm Tæp 58% kjósenda vilja að Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, verði áfram forsætisráðherra Íslands. Þetta sýna niðurstöður nýrrar könnunar Maskínu. Enginn annar formaður flokks komst með tærnar þar sem Katrín hefur hælana samkvæmt könnuninni, sem fór fram dagana 27. september til 7. október og 946 tóku þátt í. Lang flestir vilja Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra.Maskína Svarendum bauðst að velja milli átta formanna: Katrínar Jakobsdóttur, Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsókarflokksins, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, í Pírötum, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Þorgerðar Katrínar Gunnlaugsdóttur, formanns Viðreisnar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Eins og áður segir vilja tæplega 60 prósent að Katrín verði áfram forsætisráðherra, eða 57,6 prósent. Næst á eftir henni kemur Sigurður Ingi, en 9,8 prósent svarenda vildu fá hann sem næsta forsætisráðherra. 7,6 prósent vilja Bjarna Benediktsson, 6,3 prósent vilja Þórhildi Sunnu og 5,4 prósent vilja Loga Einarsson. Næst á eftir kemur Þorgerður Katrín, sem 5,0 prósent svarenda völdu. Þar á eftir er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, með 3,0 prósent svarenda á bak við sig, og Inga Sæland rekur lestina með 2,9 prósent. Hér má sjá breytingar á því hvern fólk vill helst sem næsta forsætisráðherra milli tímabila. Fyrstu niðurstöður eru frá því í desember á síðasta ári, næstu frá í maí 2021, svo síðan í september og svo nýjustu niðurstöður.Maskína Þetta er talsverð breyting frá fyrri skoðanakönnunum Maskínu en Katrín hefur bætt verulega við sig stuðningi. Í síðustu könnun, sem var gerð í byrjun september, sögðust 26 prósent svarenda vilja að hún héldi áfram sem forsætisráðherra. Örlitlar breytingar hafa orðið hjá öðrum leiðtogum flokkanna, mest kannski hjá Bjarna Benediktssyni en 13,3 prósent vildu að hann yrði næsti forsætisráðherra í byrjun september, en aðeins 7,6 prósent nú. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira
Enginn annar formaður flokks komst með tærnar þar sem Katrín hefur hælana samkvæmt könnuninni, sem fór fram dagana 27. september til 7. október og 946 tóku þátt í. Lang flestir vilja Katrínu Jakobsdóttur áfram sem forsætisráðherra.Maskína Svarendum bauðst að velja milli átta formanna: Katrínar Jakobsdóttur, Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsókarflokksins, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, í Pírötum, Loga Einarssonar, formanns Samfylkingarinnar, Þorgerðar Katrínar Gunnlaugsdóttur, formanns Viðreisnar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, og Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins. Eins og áður segir vilja tæplega 60 prósent að Katrín verði áfram forsætisráðherra, eða 57,6 prósent. Næst á eftir henni kemur Sigurður Ingi, en 9,8 prósent svarenda vildu fá hann sem næsta forsætisráðherra. 7,6 prósent vilja Bjarna Benediktsson, 6,3 prósent vilja Þórhildi Sunnu og 5,4 prósent vilja Loga Einarsson. Næst á eftir kemur Þorgerður Katrín, sem 5,0 prósent svarenda völdu. Þar á eftir er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, með 3,0 prósent svarenda á bak við sig, og Inga Sæland rekur lestina með 2,9 prósent. Hér má sjá breytingar á því hvern fólk vill helst sem næsta forsætisráðherra milli tímabila. Fyrstu niðurstöður eru frá því í desember á síðasta ári, næstu frá í maí 2021, svo síðan í september og svo nýjustu niðurstöður.Maskína Þetta er talsverð breyting frá fyrri skoðanakönnunum Maskínu en Katrín hefur bætt verulega við sig stuðningi. Í síðustu könnun, sem var gerð í byrjun september, sögðust 26 prósent svarenda vilja að hún héldi áfram sem forsætisráðherra. Örlitlar breytingar hafa orðið hjá öðrum leiðtogum flokkanna, mest kannski hjá Bjarna Benediktssyni en 13,3 prósent vildu að hann yrði næsti forsætisráðherra í byrjun september, en aðeins 7,6 prósent nú.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Skoðanakannanir Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent „Túnin eru bara hvít“ Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fleiri fréttir Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Sjá meira