Eldsneytisverð ekki verið hærra á Íslandi frá árinu 2014 Eiður Þór Árnason skrifar 13. október 2021 07:02 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda. Samsett Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur hækkað skarpt seinustu mánuði og hefur sú þróun skilað sér greinilega til íslenskra neytenda. Nokkuð hefur verið um verðhækkanir hjá íslensku olíufélögunum á síðustu vikum og nálgast verð á 95 oktana bensíni nú 270 krónur á flestum þjónustustöðvum. Á sama tíma kostar lítrinn af dísilolíu víðast hvar um 250 krónur. „Þetta er eiginlega hæsta útsöluverð í krónum síðan í október 2014 en að teknu tilliti til vísitölu þá hefur það ekki verið hærra síðan í febrúar 2013. Það kom svolítið langt tímabil með háu verði í kjölfar bankahrunsins en núna hefur heimsmarkaðsverð á bensíni í Norður-Evrópu ekki verið hærra síðan 2014,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB). Hann bætir við að Íslendingar séu hér ekki einir á báti þar sem svipuð þróun hafi átt sér stað víðar í heiminum. FÍB hefur lengi fylgst með daglegri þróun olíuverðs hér á landi. Faraldurinn haft mikil áhrif á eftirspurn Verulegar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á seinustu tveimur árum en hráolía lækkaði mikið í verði þegar eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dróst víða saman í heimsfaraldrinum. Síðar tók verð að hækka verulega á ný þegar aukið líf færðist í efnahagskerfi heimsins. Að sögn Runólfs var meðalheildsöluverð á bensíni í Norður-Evrópu um 51 króna á lítrann í lok seinasta árs. Í september hafði sú tala hækkað um meira en 30 krónur þegar búið er að taka tillit til gengisþróunar. Nemur það um 60 prósent hækkun á innan við ári. „Núna í september voru miklar verðsveiflur á markaði og eldsneytisverð hækkaði ört en það var stöðugra í lok sumars,“ segir Runólfur. Tölur FÍB bendi til að olíufélögin hafi ekki nýtt tækifærið til að auka álagningu sína samhliða hækkunum. Þar hjálpi aukin verðsamkeppni á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri þar sem verð hefur verið lækkað á einstaka stöðvum. Verðþróun Brent-hráolíutunnunni á seinustu tveimur árum.Macrotrends Tvöfaldast á einu ári Tunna af Brent-hráolíu, sem gefur vísbendingu um verðþróun á bensíni og dísilolíu, stóð í 83,64 bandaríkjadölum fyrir lok markaða í gær en kostaði 41 Bandaríkjadal fyrir ári síðan. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í október 2018. Enn frekari sveiflur hafa verið á hinni bandarísku WTI-hráolíu (West Texas Intermediate) sem stóð í 80,68 Bandaríkjadölum í gær. Hefur verðið á olíutunnunni ekki verið hærra frá árinu 2014. Bensín og olía Neytendur Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Nokkuð hefur verið um verðhækkanir hjá íslensku olíufélögunum á síðustu vikum og nálgast verð á 95 oktana bensíni nú 270 krónur á flestum þjónustustöðvum. Á sama tíma kostar lítrinn af dísilolíu víðast hvar um 250 krónur. „Þetta er eiginlega hæsta útsöluverð í krónum síðan í október 2014 en að teknu tilliti til vísitölu þá hefur það ekki verið hærra síðan í febrúar 2013. Það kom svolítið langt tímabil með háu verði í kjölfar bankahrunsins en núna hefur heimsmarkaðsverð á bensíni í Norður-Evrópu ekki verið hærra síðan 2014,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB). Hann bætir við að Íslendingar séu hér ekki einir á báti þar sem svipuð þróun hafi átt sér stað víðar í heiminum. FÍB hefur lengi fylgst með daglegri þróun olíuverðs hér á landi. Faraldurinn haft mikil áhrif á eftirspurn Verulegar sveiflur hafa verið á heimsmarkaðsverði á seinustu tveimur árum en hráolía lækkaði mikið í verði þegar eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti dróst víða saman í heimsfaraldrinum. Síðar tók verð að hækka verulega á ný þegar aukið líf færðist í efnahagskerfi heimsins. Að sögn Runólfs var meðalheildsöluverð á bensíni í Norður-Evrópu um 51 króna á lítrann í lok seinasta árs. Í september hafði sú tala hækkað um meira en 30 krónur þegar búið er að taka tillit til gengisþróunar. Nemur það um 60 prósent hækkun á innan við ári. „Núna í september voru miklar verðsveiflur á markaði og eldsneytisverð hækkaði ört en það var stöðugra í lok sumars,“ segir Runólfur. Tölur FÍB bendi til að olíufélögin hafi ekki nýtt tækifærið til að auka álagningu sína samhliða hækkunum. Þar hjálpi aukin verðsamkeppni á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri þar sem verð hefur verið lækkað á einstaka stöðvum. Verðþróun Brent-hráolíutunnunni á seinustu tveimur árum.Macrotrends Tvöfaldast á einu ári Tunna af Brent-hráolíu, sem gefur vísbendingu um verðþróun á bensíni og dísilolíu, stóð í 83,64 bandaríkjadölum fyrir lok markaða í gær en kostaði 41 Bandaríkjadal fyrir ári síðan. Hefur verðið ekki verið hærra frá því í október 2018. Enn frekari sveiflur hafa verið á hinni bandarísku WTI-hráolíu (West Texas Intermediate) sem stóð í 80,68 Bandaríkjadölum í gær. Hefur verðið á olíutunnunni ekki verið hærra frá árinu 2014.
Bensín og olía Neytendur Fjármál heimilisins Verðlag Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira