Ellefu hafa kært talningu í Norðvesturkjördæmi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. október 2021 12:00 Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd Vísir/Vilhelm Alls hafa ellefu manns kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Sex frambjóðendur og fimm almennir borgarar. Fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd segir að óskað verði eftir gögnum frá Lögreglunni á Vesturlandi í dag. Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem hafa kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi eftir síðustu Alþingiskosningar. Nú þegar hefur komið fram að allir frambjóðendur sem duttu út eftir síðari talningu í Norðvesturkjördæmi hafa kært. Þá hafa fimm almennir borgarar einnig sent kæru til Alþingis. Nú þegar hefur komið fram að Katrín Oddsdóttir og Sigurður Hr. Sigurðsson úr Stjórnarskrárfélaginu hafi kært og Þorvaldur Gylfason prófessor. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd, sem hefur það hlutverk að taka afstöðu til kæranna, býst við að óskað verði eftir gögnum frá lögreglunni á Vesturlandi á fundi nefndarinnar í dag. „Ég býst við að beiðni til lögreglu um upplýsingar verði send eftir fund nefndarinnar í dag,“segir Björn. Hafsteinn Þór Hauksson dósent í Lagadeild Háskóla Íslands sagði á fundi undirbúningakjörbréfnefndar á mánudag að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að þingið rannsaki sjálft kjörgögn en fái líka gögn frá lögreglu. Björn segir að ef tilefni sé til muni nefndin sjálf hefja slíka rannsókn. „Það er hluti spurninga til lögreglunnar. Ef það er eitthvað athugavert í gögnum frá þeim þá getur verið að við þurfum að skoða efnið sjálf t.d. úr eftirlitsmyndavélum við talningastað,“ segir Björn. Björn býst við að rannsókn nefndarinnar hefjist á föstudag en mikil vinna hafi farið í undirbúning. „Það er búið að vera að reyna að setja upp vinnu nefndarinnar þannig að hún stemmi við dóm mannréttindadómstólsins. Við þurfum að tékka í öll slík box,“ segir Björn. Björn býst við að starfsreglur nefndarinnar verði birtar á vef Alþingis í dag en þingforseti hafi þegar staðfest þær. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Sífellt fleiri bætast í hóp þeirra sem hafa kært framkvæmd talningar og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi eftir síðustu Alþingiskosningar. Nú þegar hefur komið fram að allir frambjóðendur sem duttu út eftir síðari talningu í Norðvesturkjördæmi hafa kært. Þá hafa fimm almennir borgarar einnig sent kæru til Alþingis. Nú þegar hefur komið fram að Katrín Oddsdóttir og Sigurður Hr. Sigurðsson úr Stjórnarskrárfélaginu hafi kært og Þorvaldur Gylfason prófessor. Björn Leví Gunnarsson fulltrúi Pírata í undirbúningskjörbréfanefnd, sem hefur það hlutverk að taka afstöðu til kæranna, býst við að óskað verði eftir gögnum frá lögreglunni á Vesturlandi á fundi nefndarinnar í dag. „Ég býst við að beiðni til lögreglu um upplýsingar verði send eftir fund nefndarinnar í dag,“segir Björn. Hafsteinn Þór Hauksson dósent í Lagadeild Háskóla Íslands sagði á fundi undirbúningakjörbréfnefndar á mánudag að hann sæi ekkert því til fyrirstöðu að þingið rannsaki sjálft kjörgögn en fái líka gögn frá lögreglu. Björn segir að ef tilefni sé til muni nefndin sjálf hefja slíka rannsókn. „Það er hluti spurninga til lögreglunnar. Ef það er eitthvað athugavert í gögnum frá þeim þá getur verið að við þurfum að skoða efnið sjálf t.d. úr eftirlitsmyndavélum við talningastað,“ segir Björn. Björn býst við að rannsókn nefndarinnar hefjist á föstudag en mikil vinna hafi farið í undirbúning. „Það er búið að vera að reyna að setja upp vinnu nefndarinnar þannig að hún stemmi við dóm mannréttindadómstólsins. Við þurfum að tékka í öll slík box,“ segir Björn. Björn býst við að starfsreglur nefndarinnar verði birtar á vef Alþingis í dag en þingforseti hafi þegar staðfest þær.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Tengdar fréttir Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Útilokar að ágallarnir leiði til alþingiskosninga á landsvísu Útilokað er að Alþingiskosningarnar verði dæmdar ólöglegar á landsvísu vegna meðferðar kjörgagna í Norðvesturkjördæmi að mati dósents í lögfræði. Mikilvægt sé að Alþingi rannsaki og undirbúi niðurstöðu sína að kostgæfni. 11. október 2021 20:20