Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. október 2021 19:01 Ágústa Sigríður Þórðardóttir íbúi í Fossvogshverfi segir að úrræðaleysi virðist ríkja gagnvart síbrotamönnum. Hún finnur fyrir miklu öryggisleysi eftir að ráðist var á hana og eiginmann hennar í innbroti. Glæpamaðurinn í málinu gengur ennþá laus. Vísir/Egill Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. Hjón í Fossvogshverfi eru meðal þeirra sem hafa síðustu mánuði lent í innbrotahrinunni í hverfinu en þau urðu líka fyrir líkamsárás. DV hefur fjallað um ástandið í hverfinu. Ágústa Sigríður Þórðardóttir vaknaði snemma um morgun við þrusk og komst að því að það var innbrotsþjófur inn á heimilinu. Hann hafði komist inn um lítinn glugga með því að skrúfa stormjárn í sundur. Hún vakti manninn sinn sem fór þegar á eftir þjófnum. „Ég brýt af þér puttana“ „Þjófurinn heyrir að við erum vöknuð og stekkur þá út í bílinn okkar með alla lykla og þrjár töskur fullar af þýfi. Maðurinn fór inn í bílinn farþegamegin og þeir tókust á um stund þar sem hann reyndi að ná lyklinum í svissinum. Við það steig þjófurinn á bensínið og keyrði á bílinn minn sem var í stæðinu fyrir framan og sá bíll fór á bílskúrshurðina. Manninum mínum tókst loks að ná lyklinum úr svissinum og fór út úr bílnum. Þjófurinn kom þá aftan að honum og tók hann hálstaki. Við það féll hann í götuna og þjófurinn setti þá hnéð að brjósti hans og þrengdi að öndunarvegi hans og endurtók í sífellu, „ég brýt á þér puttana ef þú lætur mig ekki fá lykilinn,“ segir Ágústa Ágústa reyndi við þetta að aðstoða manninn sinn. „Ég reyni við að hjálpa manninum mínum en dett við það ofan á þá og síðan á stéttina og hrufla mig,“ segir hún og bendir á sár sem hún er ennþá með. Hún segir að innbrotsþjófurinn hafi svo gefist upp á að reyna að ná lyklunum af manninum sínum sem lá í götunni og gengið í hægðum sínum í burtu með eina tösku. Síbrotamaður grunaður Hjónin gátu gefið lögreglu nákvæma lýsingu á þjófnum og var tjáð að líklega væri um að ræða sama aðila og er grunaður um fjölda innbrota í hverfinu. Ágústa segir að maðurinn sé enn þá laus nú mörgum vikum síðar og það þó að hann sé með um þrjátíu kærur eða ákærur á bakinu. „Það er ákæruvaldið sem ákveður hvort að glæpamenn séu settir í síbrotagæslu. Ákæruvaldið virðast ekki gera það í þessu tilfelli þar sem þeir virðast vera að taka tillit til mannréttinda viðkomandi. Jafnvel þó að hér sé um bæði innbrot og líkamsárás. Mér finnst því okkar réttindi til að vera óhult heima hjá okkur vera mjög bágborin í samanburði við réttindi slíkra manna, ég verð bara að segja það. Við erum bara undrandi yfir því að maðurinn skuli enn þá vera laus“ segir Ágústa. Það þurfa að vera til úrræði fyrir slíkt fólk Ágústa segir að þau séu búin að jafna sig að mestu líkamlega eftir árásina. Þá sé veraldlegt tjón lítið í samanburði við það andlega sem þau finni fyrir. „Ég finn í fyrsta skipti fyrir svakalegu öryggisleysi heima hjá mér. Ég sef illa og hugurinn er ennþá stöðugt við þetta,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún hafi einhver skilaboð til yfirvalda segir Ágústa. „Mér finnst mjög mikilvægt að það verði tekið á þessu af einhverju viti. Það þarf að finna einhver úrræði fyrir fólk sem brýtur svona stanslaust af sér. Það þarf að endurskoða þetta verklag, reglur og lög,“ segir Ágústa að lokum. Lögreglumál Félagsmál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Hjón í Fossvogshverfi eru meðal þeirra sem hafa síðustu mánuði lent í innbrotahrinunni í hverfinu en þau urðu líka fyrir líkamsárás. DV hefur fjallað um ástandið í hverfinu. Ágústa Sigríður Þórðardóttir vaknaði snemma um morgun við þrusk og komst að því að það var innbrotsþjófur inn á heimilinu. Hann hafði komist inn um lítinn glugga með því að skrúfa stormjárn í sundur. Hún vakti manninn sinn sem fór þegar á eftir þjófnum. „Ég brýt af þér puttana“ „Þjófurinn heyrir að við erum vöknuð og stekkur þá út í bílinn okkar með alla lykla og þrjár töskur fullar af þýfi. Maðurinn fór inn í bílinn farþegamegin og þeir tókust á um stund þar sem hann reyndi að ná lyklinum í svissinum. Við það steig þjófurinn á bensínið og keyrði á bílinn minn sem var í stæðinu fyrir framan og sá bíll fór á bílskúrshurðina. Manninum mínum tókst loks að ná lyklinum úr svissinum og fór út úr bílnum. Þjófurinn kom þá aftan að honum og tók hann hálstaki. Við það féll hann í götuna og þjófurinn setti þá hnéð að brjósti hans og þrengdi að öndunarvegi hans og endurtók í sífellu, „ég brýt á þér puttana ef þú lætur mig ekki fá lykilinn,“ segir Ágústa Ágústa reyndi við þetta að aðstoða manninn sinn. „Ég reyni við að hjálpa manninum mínum en dett við það ofan á þá og síðan á stéttina og hrufla mig,“ segir hún og bendir á sár sem hún er ennþá með. Hún segir að innbrotsþjófurinn hafi svo gefist upp á að reyna að ná lyklunum af manninum sínum sem lá í götunni og gengið í hægðum sínum í burtu með eina tösku. Síbrotamaður grunaður Hjónin gátu gefið lögreglu nákvæma lýsingu á þjófnum og var tjáð að líklega væri um að ræða sama aðila og er grunaður um fjölda innbrota í hverfinu. Ágústa segir að maðurinn sé enn þá laus nú mörgum vikum síðar og það þó að hann sé með um þrjátíu kærur eða ákærur á bakinu. „Það er ákæruvaldið sem ákveður hvort að glæpamenn séu settir í síbrotagæslu. Ákæruvaldið virðast ekki gera það í þessu tilfelli þar sem þeir virðast vera að taka tillit til mannréttinda viðkomandi. Jafnvel þó að hér sé um bæði innbrot og líkamsárás. Mér finnst því okkar réttindi til að vera óhult heima hjá okkur vera mjög bágborin í samanburði við réttindi slíkra manna, ég verð bara að segja það. Við erum bara undrandi yfir því að maðurinn skuli enn þá vera laus“ segir Ágústa. Það þurfa að vera til úrræði fyrir slíkt fólk Ágústa segir að þau séu búin að jafna sig að mestu líkamlega eftir árásina. Þá sé veraldlegt tjón lítið í samanburði við það andlega sem þau finni fyrir. „Ég finn í fyrsta skipti fyrir svakalegu öryggisleysi heima hjá mér. Ég sef illa og hugurinn er ennþá stöðugt við þetta,“ segir hún. Aðspurð um hvort hún hafi einhver skilaboð til yfirvalda segir Ágústa. „Mér finnst mjög mikilvægt að það verði tekið á þessu af einhverju viti. Það þarf að finna einhver úrræði fyrir fólk sem brýtur svona stanslaust af sér. Það þarf að endurskoða þetta verklag, reglur og lög,“ segir Ágústa að lokum.
Lögreglumál Félagsmál Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Íbúa grunar sömu aðila um endurtekin innbrot Um og yfir tvöfalt fleiri innbrot hafa verið framin inn á heimili í Háaleitis- og Bústaðahverfi á þessu ári en á sama tíma síðustu fimm ár. Þrátt fyrir að íbúar gruni oft sömu aðila um brotin reynist gjarnan erfitt að koma þeim bak við lás og slá. 12. október 2021 19:00