Slúður um að Klopp vilji fá Real Madrid goðsögn til Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2021 10:30 Toni Kroos hefur ráðið ríkjum á miðju Real Madrid í sjö ár. Getty/Pedro Salado Liverpool er orðað við stjörnuleikmann í spænsku blöðunum í morgun og þar er á ferðinni einn besti miðjumaður heims í langan tíma. Jürgen Klopp er sagður hafa áhuga á að ná í landa sinn til Real Madrid en því er slegið upp í spænska miðlinum El Nacional í morgun að Liverpool muni reyna við Toni Kroos næsta sumar. PAPER TALK Real icon on Liverpool radar Edu identifies top Arsenal target Newcastle target big-name duo https://t.co/1QTicSqOoz— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 15, 2021 Toni Kroos verður 32 ára í janúar en hann hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2014. Hann var þar á undan með Bayern München. Kroos hefur spilað 106 landsleiki fyrir Þýskaland og varð heimsmeistari með liðinu 2014. Kroos hefur unnið þrettán tila síðan að hann kom til Real Madrid þar á meðal Meistaradeildina þrisvar og spænska meistaratitilinn tvisvar. Hann hefur einnig orðið heimsmeistari félagsliða með spænska félaginu. Toni Kroos has 93.1% passing accuracy over 7 seasons with Real Madrid. Unbelievable Stat! pic.twitter.com/VgRZ536A61— PurelyFootball® (@PurelyFootball) October 10, 2021 Verðmiðinn á Kroos er sagður vera í kringum 25 milljónir evra en samningur hans og Real Madrid er til sumarsins 2023. Klopp er sagður hafa verið lengi hrifinn af Kroos og þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem hann myndi reyna að fá hann í sitt lið. Knattspyrnustjóri Liverpool vill lífga upp á miðju liðsins fyrir næsta leiktíð, Jamas Milner er á leið í minna hlutverk og bæði Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita gæti verið á förum. Kroos kæmi vissulega með mikla reynslu og gæði inn á miðjuna hjá Liverpool en um leið yrði erfiðara fyrir Klopp að spila hinum efnilegu leikmönnum Curtis Jones og Harvey Elliott. Real Madrid þarf aftur á móti að selja Kroos næsta sumar ef félagið ætlar að fá eitthvað fyrir hann því annars gæti hann farið á frjálsri sölu sumarið 2023. Hann er með 22 mörk og 80 stoðsendingar í 322 leikjum fyrir Real Madrid. Players with the highest pass completion rate since 2009 Xavi 93.4% (23,904 passes) Kroos 92% (33,669) De Jong 91.5% (12,498) pic.twitter.com/14lDFtopjV— These Football Times (@thesefootytimes) October 9, 2021 Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Jürgen Klopp er sagður hafa áhuga á að ná í landa sinn til Real Madrid en því er slegið upp í spænska miðlinum El Nacional í morgun að Liverpool muni reyna við Toni Kroos næsta sumar. PAPER TALK Real icon on Liverpool radar Edu identifies top Arsenal target Newcastle target big-name duo https://t.co/1QTicSqOoz— TEAMtalk (@TEAMtalk) October 15, 2021 Toni Kroos verður 32 ára í janúar en hann hefur spilað með Real Madrid frá árinu 2014. Hann var þar á undan með Bayern München. Kroos hefur spilað 106 landsleiki fyrir Þýskaland og varð heimsmeistari með liðinu 2014. Kroos hefur unnið þrettán tila síðan að hann kom til Real Madrid þar á meðal Meistaradeildina þrisvar og spænska meistaratitilinn tvisvar. Hann hefur einnig orðið heimsmeistari félagsliða með spænska félaginu. Toni Kroos has 93.1% passing accuracy over 7 seasons with Real Madrid. Unbelievable Stat! pic.twitter.com/VgRZ536A61— PurelyFootball® (@PurelyFootball) October 10, 2021 Verðmiðinn á Kroos er sagður vera í kringum 25 milljónir evra en samningur hans og Real Madrid er til sumarsins 2023. Klopp er sagður hafa verið lengi hrifinn af Kroos og þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem hann myndi reyna að fá hann í sitt lið. Knattspyrnustjóri Liverpool vill lífga upp á miðju liðsins fyrir næsta leiktíð, Jamas Milner er á leið í minna hlutverk og bæði Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita gæti verið á förum. Kroos kæmi vissulega með mikla reynslu og gæði inn á miðjuna hjá Liverpool en um leið yrði erfiðara fyrir Klopp að spila hinum efnilegu leikmönnum Curtis Jones og Harvey Elliott. Real Madrid þarf aftur á móti að selja Kroos næsta sumar ef félagið ætlar að fá eitthvað fyrir hann því annars gæti hann farið á frjálsri sölu sumarið 2023. Hann er með 22 mörk og 80 stoðsendingar í 322 leikjum fyrir Real Madrid. Players with the highest pass completion rate since 2009 Xavi 93.4% (23,904 passes) Kroos 92% (33,669) De Jong 91.5% (12,498) pic.twitter.com/14lDFtopjV— These Football Times (@thesefootytimes) October 9, 2021
Enski boltinn Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira