Arnar Gunnlaugsson: „Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 15. október 2021 20:31 Arnar Gunnlaugsson segir að leikurinn á morgun sé hans draumaúrslitaleikur. Mynd/Skjáskot Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, mætir með lið sitt á Laugardalsvöllinn á morgun þar sem að ÍA bíður þeirra í úrslitaleik Mjólkurbikarsins. Arnar segist telja að Víkingar séu sigurstranglegri, og að þetta sé í raun draumaleikur fyrir hann sjálfan. „Sem ríkjandi bikar- og Íslandsmeistarar þá myndi ég telja að við séum sigurstranglegri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Stöð 2. „Þeir eru reyndar á mjög góðu „rönni“ og búnir að vinna þrjá eða fjóra leiki í röð og með blússandi sjálfstraust. En við erum búnir að vinna einhverja átta eða níu leiki í röð líka.“ „Þetta verður leikur tveggja ólíkra liða með mismunandi áherslur í leik okkar, en hökuleikur. Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður. Þannig að það verður bara mjög gaman að kljást við þá og mér skilst að stemningin verði líka mjög góð fyrir utan völlinn.“ Þó að Arnar telji að Víkingarnir séu sigurstranglegri, gerir hann sér grein fyrir því að þetta sé bara einn leikur þar sem allt getur gerst. „Þetta er fótboltinn maður,“ sagði Arnar léttur. „Ég held að Íslandsmeistaratitill eða okkar árangur síðustu ára skipti engu máli í þessum leik. Þetta hjálpar aðeins upp á sjálfstraustið.“ „En þegar út á völlinn er komið þá er þetta bikarleikur þar sem allt getur gerst og ég held að það verði barist til síðasta blóðdropa.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs viðtal Skagamenn björguðu sér frá falli á ótrúlegan hátt undir lok tímabils, og hafa verið að leika vel í síðustu leikjum. Arnar segir að þeir geti verið mjög hættulegir, en að hans menn séu í einstakri stöðu þar sem að þeir eru að keppa um nánast hvern einasta titil. „Þeir eru hættulegir og eru með sterka og unga stráka, orkumikla stráka. Framan af sumri gekk ekkert svakalega vel hjá þeim, en hafa nú í síðustu leikjum lært það hvernig á að vinna leiki, og það er kúnst.“ „Þegar þú ert kominn á bragðið með að vinna leiki þá viltu alltaf vinna fleiri leiki, það er bara þannig. “ „En við Víkingar erum nú í þeirri einstöku stöðu sem alla íþróttamenn dreymir um, en fæstir ná, og það er að keppa nánast um titil á hverju einasta ári. Það er verkefni sem þarf að nálgast af mikilli auðmýkt og alls ekki fara í einhvern hroka eða vanmeta andstæðinginn. Hingað til hefur það gengið mjög vel og ég sé ekki ástæðu fyrir því að það ætti að fara að breytast eitthvað á laugardaginn.“ Arnar gerir sér þó einnig grein fyrir því að í gegnum tíðina hefur það reynst liðum erfitt að vinna tvöfalt hér á Íslandi. „Það er bara gríðarlega erfitt. Sagan hérna á Íslandi segir það. Það eru held ég fjögur lið sem hafa unnið tvöfalt og hefur gerst einu sinni á þessari öld þegar KR vann tvöfalt 2011.“ „Þannig að þetta er gríðarlega erfitt. Það er erfitt að vinna titil yfir höfuð, hvað þá tvöfalt. ÞEgar þú ert kominn nánast alla leið að vinna tvöfalt þá hljóta menn að gefa sig alla í það þegar þeir sjá þá gulrót í lokin, að verða eitt af fáum liðum sem hafa unnið töfalt í sögu fótboltans á Íslandi.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 14:50 á morgun. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira
„Sem ríkjandi bikar- og Íslandsmeistarar þá myndi ég telja að við séum sigurstranglegri,“ sagði Arnar Gunnlaugsson í samtali við Stöð 2. „Þeir eru reyndar á mjög góðu „rönni“ og búnir að vinna þrjá eða fjóra leiki í röð og með blússandi sjálfstraust. En við erum búnir að vinna einhverja átta eða níu leiki í röð líka.“ „Þetta verður leikur tveggja ólíkra liða með mismunandi áherslur í leik okkar, en hökuleikur. Fyrir mig er þetta draumaúrslitaleikur sem Skagamaður. Þannig að það verður bara mjög gaman að kljást við þá og mér skilst að stemningin verði líka mjög góð fyrir utan völlinn.“ Þó að Arnar telji að Víkingarnir séu sigurstranglegri, gerir hann sér grein fyrir því að þetta sé bara einn leikur þar sem allt getur gerst. „Þetta er fótboltinn maður,“ sagði Arnar léttur. „Ég held að Íslandsmeistaratitill eða okkar árangur síðustu ára skipti engu máli í þessum leik. Þetta hjálpar aðeins upp á sjálfstraustið.“ „En þegar út á völlinn er komið þá er þetta bikarleikur þar sem allt getur gerst og ég held að það verði barist til síðasta blóðdropa.“ Klippa: Arnar Gunnlaugs viðtal Skagamenn björguðu sér frá falli á ótrúlegan hátt undir lok tímabils, og hafa verið að leika vel í síðustu leikjum. Arnar segir að þeir geti verið mjög hættulegir, en að hans menn séu í einstakri stöðu þar sem að þeir eru að keppa um nánast hvern einasta titil. „Þeir eru hættulegir og eru með sterka og unga stráka, orkumikla stráka. Framan af sumri gekk ekkert svakalega vel hjá þeim, en hafa nú í síðustu leikjum lært það hvernig á að vinna leiki, og það er kúnst.“ „Þegar þú ert kominn á bragðið með að vinna leiki þá viltu alltaf vinna fleiri leiki, það er bara þannig. “ „En við Víkingar erum nú í þeirri einstöku stöðu sem alla íþróttamenn dreymir um, en fæstir ná, og það er að keppa nánast um titil á hverju einasta ári. Það er verkefni sem þarf að nálgast af mikilli auðmýkt og alls ekki fara í einhvern hroka eða vanmeta andstæðinginn. Hingað til hefur það gengið mjög vel og ég sé ekki ástæðu fyrir því að það ætti að fara að breytast eitthvað á laugardaginn.“ Arnar gerir sér þó einnig grein fyrir því að í gegnum tíðina hefur það reynst liðum erfitt að vinna tvöfalt hér á Íslandi. „Það er bara gríðarlega erfitt. Sagan hérna á Íslandi segir það. Það eru held ég fjögur lið sem hafa unnið tvöfalt og hefur gerst einu sinni á þessari öld þegar KR vann tvöfalt 2011.“ „Þannig að þetta er gríðarlega erfitt. Það er erfitt að vinna titil yfir höfuð, hvað þá tvöfalt. ÞEgar þú ert kominn nánast alla leið að vinna tvöfalt þá hljóta menn að gefa sig alla í það þegar þeir sjá þá gulrót í lokin, að verða eitt af fáum liðum sem hafa unnið töfalt í sögu fótboltans á Íslandi.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir ofan, en úrslitaleikur Mjólkurbikarsins verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 14:50 á morgun. Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Mjólkurbikarinn er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Mjólkurbikarinn er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík ÍA Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Sjá meira