Jóhannes Karl: Við mætum grjótharðir til leiks á næsta ári 16. október 2021 17:44 Þrátt fyrir svekkelsið var Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, stoltur af sínum mönnum. Vísir/Hulda Margrét Skagamenn töpuðu úrslitaleik Mjólkurbikarsins í dag í leik sem endaði með 0-3 sigri Víkinga á Laugardalsvelli. Jóhannes Karl, þjálfari ÍA, var mjög svekktur í leikslok en þó stoltur af sínum mönnum. „Já algjörlega svekktir en við vissum að við værum að mæta gríðarlega öflugu Víkingsliði og með rosalega reynslumikla menn þarna innanborðs og mikil gæði líka. Það sem ég er svekktastur yfir er að þeir hafi komist í forystu, ágætlega gert hjá þeim en við hefðum getað varist því mikið betur. Svo þetta 2-0 mark rétt fyrir hálfleik ekki drepur okkur en gerir þetta mjög erfitt. Samt að því sögðu fannst mér við fá besta færið í fyrri hálfleik þegar Gísli Laxdal snemma í leiknum fær gott skallafæri og því miður setti hann boltann framhjá. Auðvitað hefði það breytt öllu fyrir okkur að við hefðum náð forystunni en ekki Víkingar því þeir eru besta lið í landinu að verja forystu að mínu mati,“ sagði Jóhannes Karl. Líkt og Jóhannes Karl sagði þá skoruðu Víkingar sitt annað mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Jóhannes sagði að það hafi ekki þurft mikið að peppa sína menn inni í hálfleiknum því þeir voru alveg klárir á því sjálfir hvað þyrfti að gera. „Menn voru alveg klárir inn í seinni hálfleikinn og það þurfti ekkert mikið að peppa þá því þeir sáu um það sjálfir líka. Auðvitað karakter í þessum hóp og við ætluðum okkur að ná 2-1 markinu og fengum færi til þess. Enn og aftur Gísli Laxdal og Steinar komst líka í ágætis stöðu svo við hefðum alveg getað náð marki sem hefði gert þetta mjög spennandi í svona úrslitaleik. Því miður þá náðum við ekki að skora og auðvitað þarf líka að hæla Víkingunum fyrir þeirra varnarvinnu, Ingvar frábær í markinu, Kári, Sölvi og Halldór Smári geggjaðir í vörninni en samt sem áður þá náðum við að skapa okkur færi til þess að skapa okkur aðeins meira. Svekktur, en samt stoltur af mínum mönnum,“ sagði Jóhannes Karl. Skagamenn vildu fá tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik, annars vegar fyrir hendi á Sölva Geir og hins vegar þegar Hákon Ingi Jónsson féll í teig Víkinga. Jóhannes er sannfærður um að boltinn hafi farið í hönd Sölva Geirs en segir það dómarans að meta hvort um víti sé að ræða. „Boltinn fer náttúrulega klárlega í höndina á Sölva en dómarinn þarf að meta það hvort það sé rétt að dæma víti eða ekki. Við erum hérna lengst frá þessu og ég hef ekki séð endursýninguna en boltinn fór klárlega í höndina á honum og ef hann er á leiðinni á markið ætti þetta bara að vera víti. Ég get ekki séð hvort það er brotið á Hákoni eða hvað en auðvitað hefði þetta munað okkur eins og ég sagði áðan að fá víti eða ef hlutirnir hefðu dottið með okkur. Þetta féll ekki með okkur í dag en við reyndum og gáfumst ekki upp og ég er stoltur af því líka að mínir leikmenn gefist ekki upp. Það er enginn sáttur við að tapa bikarúrslitaleik, ekki misskilja mig, ég er mjög ósáttur og við ætlum ekkert að sætta okkur við einhverja tapleiki. Við viljum vinna fleiri leiki heldur en færri en á sama tíma er ég stoltur af þessum strákum með hvað þeir lögðu á sig og líka bara gæðin sem þeir sýndu á köflum,“ sagði Jóhannes Karl um vítaspyrnurnar. Skagamenn unnu síðustu fjóra leikina á tímabilinu áður en komið var að þessum úrslitaleik í dag. Það er klárlega eitthvað til að byggja á segir Jóhannes Karl. „Við höfum helling sem við getum lært af þessu tímabili. Þetta mótlæti sem við vorum í hvernig hlutirnir féllu ekki með okkur fyrri hluta móts og það er mjög dýrmætur tími að fara í gegnum svona mikið mótlæti og komast í gegnum það og tryggja veru okkar áfram í efstu deild því auðvitað viljum við vera þar. Við förum inn í veturinn með það að leiðarljósi að bæta okkur og nýta þessa dýrmætu reynslu í það að átta okkur á því að við getum, þegar við stöndum saman bæði áhorfendur, leikmenn og aðrir, þegar samstaðan og stuðningurinn er góður þá getum við náð árangri. Samhliða því ætlum við að reyna að þróa okkar fótbolta og koma betur spilandi inn í næsta tímabil, öflugri karakterar og reynslunni ríkari. Við mætum grjótharðir til leiks á næsta ári,“ sagði Jóhannes Karl að lokum. Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 17:31 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
„Já algjörlega svekktir en við vissum að við værum að mæta gríðarlega öflugu Víkingsliði og með rosalega reynslumikla menn þarna innanborðs og mikil gæði líka. Það sem ég er svekktastur yfir er að þeir hafi komist í forystu, ágætlega gert hjá þeim en við hefðum getað varist því mikið betur. Svo þetta 2-0 mark rétt fyrir hálfleik ekki drepur okkur en gerir þetta mjög erfitt. Samt að því sögðu fannst mér við fá besta færið í fyrri hálfleik þegar Gísli Laxdal snemma í leiknum fær gott skallafæri og því miður setti hann boltann framhjá. Auðvitað hefði það breytt öllu fyrir okkur að við hefðum náð forystunni en ekki Víkingar því þeir eru besta lið í landinu að verja forystu að mínu mati,“ sagði Jóhannes Karl. Líkt og Jóhannes Karl sagði þá skoruðu Víkingar sitt annað mark rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Jóhannes sagði að það hafi ekki þurft mikið að peppa sína menn inni í hálfleiknum því þeir voru alveg klárir á því sjálfir hvað þyrfti að gera. „Menn voru alveg klárir inn í seinni hálfleikinn og það þurfti ekkert mikið að peppa þá því þeir sáu um það sjálfir líka. Auðvitað karakter í þessum hóp og við ætluðum okkur að ná 2-1 markinu og fengum færi til þess. Enn og aftur Gísli Laxdal og Steinar komst líka í ágætis stöðu svo við hefðum alveg getað náð marki sem hefði gert þetta mjög spennandi í svona úrslitaleik. Því miður þá náðum við ekki að skora og auðvitað þarf líka að hæla Víkingunum fyrir þeirra varnarvinnu, Ingvar frábær í markinu, Kári, Sölvi og Halldór Smári geggjaðir í vörninni en samt sem áður þá náðum við að skapa okkur færi til þess að skapa okkur aðeins meira. Svekktur, en samt stoltur af mínum mönnum,“ sagði Jóhannes Karl. Skagamenn vildu fá tvær vítaspyrnur í fyrri hálfleik, annars vegar fyrir hendi á Sölva Geir og hins vegar þegar Hákon Ingi Jónsson féll í teig Víkinga. Jóhannes er sannfærður um að boltinn hafi farið í hönd Sölva Geirs en segir það dómarans að meta hvort um víti sé að ræða. „Boltinn fer náttúrulega klárlega í höndina á Sölva en dómarinn þarf að meta það hvort það sé rétt að dæma víti eða ekki. Við erum hérna lengst frá þessu og ég hef ekki séð endursýninguna en boltinn fór klárlega í höndina á honum og ef hann er á leiðinni á markið ætti þetta bara að vera víti. Ég get ekki séð hvort það er brotið á Hákoni eða hvað en auðvitað hefði þetta munað okkur eins og ég sagði áðan að fá víti eða ef hlutirnir hefðu dottið með okkur. Þetta féll ekki með okkur í dag en við reyndum og gáfumst ekki upp og ég er stoltur af því líka að mínir leikmenn gefist ekki upp. Það er enginn sáttur við að tapa bikarúrslitaleik, ekki misskilja mig, ég er mjög ósáttur og við ætlum ekkert að sætta okkur við einhverja tapleiki. Við viljum vinna fleiri leiki heldur en færri en á sama tíma er ég stoltur af þessum strákum með hvað þeir lögðu á sig og líka bara gæðin sem þeir sýndu á köflum,“ sagði Jóhannes Karl um vítaspyrnurnar. Skagamenn unnu síðustu fjóra leikina á tímabilinu áður en komið var að þessum úrslitaleik í dag. Það er klárlega eitthvað til að byggja á segir Jóhannes Karl. „Við höfum helling sem við getum lært af þessu tímabili. Þetta mótlæti sem við vorum í hvernig hlutirnir féllu ekki með okkur fyrri hluta móts og það er mjög dýrmætur tími að fara í gegnum svona mikið mótlæti og komast í gegnum það og tryggja veru okkar áfram í efstu deild því auðvitað viljum við vera þar. Við förum inn í veturinn með það að leiðarljósi að bæta okkur og nýta þessa dýrmætu reynslu í það að átta okkur á því að við getum, þegar við stöndum saman bæði áhorfendur, leikmenn og aðrir, þegar samstaðan og stuðningurinn er góður þá getum við náð árangri. Samhliða því ætlum við að reyna að þróa okkar fótbolta og koma betur spilandi inn í næsta tímabil, öflugri karakterar og reynslunni ríkari. Við mætum grjótharðir til leiks á næsta ári,“ sagði Jóhannes Karl að lokum.
Fótbolti ÍA Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 17:31 Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Umfjöllun: ÍA - Víkingur 0-3| Víkingur Íslands- og bikarmeistari 2021 Víkingur Reykjavík varð bikarmeistari í þriðja skiptið í sögu félagsins. Víkingur lagði ÍA 3-0 og endaði magnað keppnistímabil 2021 sem Íslands- og bikarmeistari. 16. október 2021 17:31