Lögregla hefur enga heimild til þess að loka síðum sem geyma hatursorðræðuefni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. október 2021 19:18 Lögregla hefur enga heimild til þess að haldleggja efni eða loka síðum sem geyma efni sem flokkast undir hatursorðræðu. vísir Lögregla hefur enga heimild til þess að haldleggja efni eða loka síðum sem geyma efni sem flokkast undir hatursorðræðu. Varaþingmaður segir tíma til kominn að endurskoða hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Í kvöldfréttum í gær var rætt við tvær ungar konur sem hafa orðið fyrir raisma á Íslandi. Þær eru samamála um að rasismi og þjóðernishyggja sé ekki á undanhaldi. Finnst þér rasismi vera að aukast á Íslandi? „Mig langar að segja nei. Mig virkilega langar það en miðað við það hvað þetta er búið að vera augljóst og opinbert síðustu daga og vikur, að minnsta kosti síðan ég komst inn á þing yfir nótt þá hef ég verið að finna rosalega fyrir þessu. En svo aftur á móti þá er þetta hávær minnihluti, við sjáum allan stuðninginn sem við fáum, sjáum allan stuðninginn sem ég hef fengið,“ sagði Lenya Rún. Lenya Rún Taha Karim.adelina antal Sjá einnig: Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Á síðasta ári voru tíu mál skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur var um brot gegn hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Það sem af er ári hafa fimm slík mál verið skráð. Sjö þessara samtals fimmtán mála er lokið með því að rannsókn hefur verið hætt. Þrjú málanna eru enn í rannsókn og fimm mál bíða ákvörðunar um framhald. Ekki hefur verið ákært vegna mála sem skráð eru með þessum hætti í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2020-2021. Á síðasta ári voru tíu mál skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur var um brot gegn hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Það sem af er ári hafa fimm slík mál verið skráð. Ragnar Visage Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur lögregla enga heimild til þess að að loka eða haldleggja síður með efni sem flokkast sem hatursorðræða. Slíka heimild vantar í lögin. „Heimildir í þessa veru eru í nýlega samþykktum lögum um íslensk landshöfuðslén, en þar er heimild fyrir lögreglu til þess að loka íslenskum síðum í tilvikum þar sem efni er miðlað sem varðar við hegningarlög. Þar sem brot gegn ákvæðum 233. gr. a. varða við sektum eða fangelsi allt að tveimur árum á þessi grein ekki við þar sem skilyrði þess að henni verði beitt er að refsing vegna meints brots varði allt að sex ára fangelsi eða meira. Öðrum heimildum lögreglu til lokunar eða haldlagningar skráðra léna er ekki til að dreifa,“ segir í skriflegu svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lagabreyting þurfi að eiga sér stað Flest skilaboða sem stelpurnar fá send eru nafnlaus. Lenya segir samfélagsmiðla greiða leið fyrir nafnlausan áróður og telur tímabært að endurskoða hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. „Já klárlega. Það þarf einhver lagabreyting að eiga sér stað. Mér finnst svolítið skrítið að það sé ekki verið að gera neitt í þessu eins og staðan er núna. Ég er ekki búin að sjá neitt inni á Alþingi og ég er ekki búin að sjá neitt af hálfu stjórnvalda. Ég er ekki heldur að sjá neina fræðslu í skólum,“ sagði Lenya Rún. „Léttara fyrir fólk að vera rasískt í dag“ „Núna finnst mér mun léttara fyrir krakka sem ég þekki ekki neitt að senda eitthvað á mig með engu nafni og ég veit ekkert hver þetta er. Það er mjög óþægielgt að vita það að það sé mun léttara fyrir fólk að vera rasískt í dag en það var fyrir nokkrum árum,“ sagði Valgerður Reynisdóttir. Valgerður Reynisdóttir.adelina antal Hvað vilt þú segja við þá sem halda því fram að það sé enginn rasismi á Íslandi? „Ég myndi segja að það ætti að hlusta á okkur sem verðum fyrir rasisma,“ sagði Lenya Rún. „Mér finnst það mjög ljótt að þið séuð að draga úr upplifunum fólks þegar það er að segja frá rasisma. Það að gefa í skyn að það sé enginn rasismi er að gera það að verkum að þið eruð að loka á raddir fólks,“ sagði Valgerður. „Það er svo auðvelt að segja að Ísland sé algjör jafnréttisparadís og að við séum svo framarlega þegar kemur að því að takast á við þessi erfiðu mál, en ef við hlustum á þessu jaðarsettu hópa sem um ræðir, við höfum aðra sögu að segja og það þarf bara að hlusta á okkur og tala við okkur,“ sagði Lenya Rún. Kynþáttafordómar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær var rætt við tvær ungar konur sem hafa orðið fyrir raisma á Íslandi. Þær eru samamála um að rasismi og þjóðernishyggja sé ekki á undanhaldi. Finnst þér rasismi vera að aukast á Íslandi? „Mig langar að segja nei. Mig virkilega langar það en miðað við það hvað þetta er búið að vera augljóst og opinbert síðustu daga og vikur, að minnsta kosti síðan ég komst inn á þing yfir nótt þá hef ég verið að finna rosalega fyrir þessu. En svo aftur á móti þá er þetta hávær minnihluti, við sjáum allan stuðninginn sem við fáum, sjáum allan stuðninginn sem ég hef fengið,“ sagði Lenya Rún. Lenya Rún Taha Karim.adelina antal Sjá einnig: Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Á síðasta ári voru tíu mál skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur var um brot gegn hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Það sem af er ári hafa fimm slík mál verið skráð. Sjö þessara samtals fimmtán mála er lokið með því að rannsókn hefur verið hætt. Þrjú málanna eru enn í rannsókn og fimm mál bíða ákvörðunar um framhald. Ekki hefur verið ákært vegna mála sem skráð eru með þessum hætti í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2020-2021. Á síðasta ári voru tíu mál skráð í málaskrárkerfi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem grunur var um brot gegn hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. Það sem af er ári hafa fimm slík mál verið skráð. Ragnar Visage Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hefur lögregla enga heimild til þess að að loka eða haldleggja síður með efni sem flokkast sem hatursorðræða. Slíka heimild vantar í lögin. „Heimildir í þessa veru eru í nýlega samþykktum lögum um íslensk landshöfuðslén, en þar er heimild fyrir lögreglu til þess að loka íslenskum síðum í tilvikum þar sem efni er miðlað sem varðar við hegningarlög. Þar sem brot gegn ákvæðum 233. gr. a. varða við sektum eða fangelsi allt að tveimur árum á þessi grein ekki við þar sem skilyrði þess að henni verði beitt er að refsing vegna meints brots varði allt að sex ára fangelsi eða meira. Öðrum heimildum lögreglu til lokunar eða haldlagningar skráðra léna er ekki til að dreifa,“ segir í skriflegu svari frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lagabreyting þurfi að eiga sér stað Flest skilaboða sem stelpurnar fá send eru nafnlaus. Lenya segir samfélagsmiðla greiða leið fyrir nafnlausan áróður og telur tímabært að endurskoða hatursorðræðuákvæði hegningarlaganna. „Já klárlega. Það þarf einhver lagabreyting að eiga sér stað. Mér finnst svolítið skrítið að það sé ekki verið að gera neitt í þessu eins og staðan er núna. Ég er ekki búin að sjá neitt inni á Alþingi og ég er ekki búin að sjá neitt af hálfu stjórnvalda. Ég er ekki heldur að sjá neina fræðslu í skólum,“ sagði Lenya Rún. „Léttara fyrir fólk að vera rasískt í dag“ „Núna finnst mér mun léttara fyrir krakka sem ég þekki ekki neitt að senda eitthvað á mig með engu nafni og ég veit ekkert hver þetta er. Það er mjög óþægielgt að vita það að það sé mun léttara fyrir fólk að vera rasískt í dag en það var fyrir nokkrum árum,“ sagði Valgerður Reynisdóttir. Valgerður Reynisdóttir.adelina antal Hvað vilt þú segja við þá sem halda því fram að það sé enginn rasismi á Íslandi? „Ég myndi segja að það ætti að hlusta á okkur sem verðum fyrir rasisma,“ sagði Lenya Rún. „Mér finnst það mjög ljótt að þið séuð að draga úr upplifunum fólks þegar það er að segja frá rasisma. Það að gefa í skyn að það sé enginn rasismi er að gera það að verkum að þið eruð að loka á raddir fólks,“ sagði Valgerður. „Það er svo auðvelt að segja að Ísland sé algjör jafnréttisparadís og að við séum svo framarlega þegar kemur að því að takast á við þessi erfiðu mál, en ef við hlustum á þessu jaðarsettu hópa sem um ræðir, við höfum aðra sögu að segja og það þarf bara að hlusta á okkur og tala við okkur,“ sagði Lenya Rún.
Kynþáttafordómar Lögreglan Alþingi Tengdar fréttir Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32