Við viljum nýtt neyðarathvarf fyrir konur Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 18. október 2021 13:00 Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. Skýrsluhöfundar tóku fram að þetta væri eflaust vanmat á raunfjöldanum þar sem mælingin nær bara til þeirra sem hafa leitað til þjónustuúrræða, sem konur eru ólíklegri til að gera. Samt sem áður hefur fjöldi kvenna sem leitar til Konukots nánast þrefaldast frá opnun og fjöldi gistinátta þeirra nánast fjórfaldast. Það vantar því ekki eftirspurnina eftir þjónustu. 40 pláss fyrir karla en 12 fyrir konur Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í málaflokkum á meðal sveitarfélaganna höfuðborgarsvæðisins. Borgin rekur tvö gistiskýli fyrir karlmenn með samtals 40 plássum en Rótin rekur Konukot á grundvelli þjónustusamnings við velferðarsvið Reykjavíkurborgar, þar eru 12 pláss og líkt og hjá körlunum er neyðarskýlinu lokað yfir daginn. Það hallar því samt sem áður á konur þegar kemur að fjölda plássa í neyðarskýlum af þessum toga. Vissulega eru önnur úrræði til, ýmist sjálfstætt rekin eða á vegum sveitarfélaganna, sem standa til boða einstaklingum sem eru annað hvort í ótryggu húsnæði eða húsnæðislausir, en þau eiga það flest sameiginlegt að setja fótinn fyrir það að viðkomandi sé í virkri fíkn eða vera einskonar framhalds úrræði. Flest eru til dæmis geðkjarnar eða áfangaheimili fyrir fólk í endurhæfingu eftir meðferð. Það er því sár skortur á úrræðum sem kemur heimilislausu fólki með flóknari þjónustuþarfir af götunni og í öruggt skjól. Húsnæði sem er heilandi Í fyrra vor gerði félagsmálaráðuneytið samning við Reykjavíkurborg um tímabundið neyðarhúsnæði fyrir viðkvæma hópa eins og þessa vegna Covid19. Tvenns konar neyðarhúsnæði var sett á laggirnar á grundvelli samningsins og annað þeirra var neyðarhúsnæði í Skipholti fyrir heimilislausar konur með fjölþættan vanda. Þar var gistiheimili sem borgin tók á leigu, en fyrir vikið hafði úrræðið þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting þar sem konur höfðu líka sitt eigið baðherbergi. Þær gátu því læst og verið öruggar um að eigur sínar ásamt því að geta baðað sig í einrúmi. Það var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær höguðu deginum sínum en ella. Fyrirkomulagið í Skipholti féll því mjög vel að Húsnæði fyrst (Housing first) aðferðafræðinni. Kennisetning þeirrar aðferðarfræði er sú að öruggt þak yfir höfuðið séu grundvallarmannréttindi og aðeins þegar þessari grunnþörf sé mætt, geti einstaklingurinn ráðið við aðrar áskoranir. Heimili er því forsenda fyrir árangri vímuefnameðferðar eða meðferðar við geðrænum vanda. Þessi aðferðarfræði er ekki úr lausu lofti gripin því öruggt húsnæði hefur mælst áhrifaþáttur í bættri líkamlegri og andlegri heilsu heimilislausra. Almennt mælist heilsa heimilislausra mun verri en í almennu þýði. Þar af hallar aftur sérstaklega á heimilislausar konur en heilsa þeirra mælist enn verri en heimilislausra karla, auk þess sem konur eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi ofan á annað líkamlegt ofbeldi. Aðsókn í úrræðið í Skipholti var mikil og það var upplifun starfsfólks að herbergjagistingar fyrirkomulagið reyndist konunum mun betur en hefðbundin neyðarskýli þá sér í lagi við að aðlaga sig aftur að sjálfstæðri búsetu, þjónustuþegarnir sjálfir væru ánægðari með þetta fyrirkomulag og þætti það valdeflandi. Upplifun starfsfólksins rímar við niðurstöður erlendra rannsókna meðal heimilislausra en þær hafa sýnt að jákvæð upplifun viðkomandi af valdeflingu og gæði húsnæðis og er áhrifaþáttur í betri andlegri heilsu. Það er því algjör synd að halda ekki áfram með þjónustuúrræði sem gefur jafn góða raun og þetta. Mætum þörfinni Þriðjudaginn næsta þann 19. október leggjum við Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn fram tillögu mína um að opna nýtt neyðarathvarf fyrir konur í anda þess sem var í Skipholti. Þetta er ekki bara bráðnauðsynleg tillaga heldur virkilega tímabær og enn fremur ætti hún að vera þverpólitísk. Ég vil því nota tækifærið og biðja þig kæri lesandi um að ýta á þá borgarfulltrúa sem þú gætir þekkt í öðrum flokkum í von um að tillagan fáist samþykkt af meirihlutanum í borgarstjórn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Reykjavík Félagsmál Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru í það minnsta 349 manns í Reykjavík í heimilislausir eða í ótryggu húsnæði, þar af 108 konur samkvæmt nýjustu skýrslu um heimilisleysi í Reykjavík frá árinu 2017. Skýrsluhöfundar tóku fram að þetta væri eflaust vanmat á raunfjöldanum þar sem mælingin nær bara til þeirra sem hafa leitað til þjónustuúrræða, sem konur eru ólíklegri til að gera. Samt sem áður hefur fjöldi kvenna sem leitar til Konukots nánast þrefaldast frá opnun og fjöldi gistinátta þeirra nánast fjórfaldast. Það vantar því ekki eftirspurnina eftir þjónustu. 40 pláss fyrir karla en 12 fyrir konur Reykjavíkurborg hefur verið í fararbroddi í málaflokkum á meðal sveitarfélaganna höfuðborgarsvæðisins. Borgin rekur tvö gistiskýli fyrir karlmenn með samtals 40 plássum en Rótin rekur Konukot á grundvelli þjónustusamnings við velferðarsvið Reykjavíkurborgar, þar eru 12 pláss og líkt og hjá körlunum er neyðarskýlinu lokað yfir daginn. Það hallar því samt sem áður á konur þegar kemur að fjölda plássa í neyðarskýlum af þessum toga. Vissulega eru önnur úrræði til, ýmist sjálfstætt rekin eða á vegum sveitarfélaganna, sem standa til boða einstaklingum sem eru annað hvort í ótryggu húsnæði eða húsnæðislausir, en þau eiga það flest sameiginlegt að setja fótinn fyrir það að viðkomandi sé í virkri fíkn eða vera einskonar framhalds úrræði. Flest eru til dæmis geðkjarnar eða áfangaheimili fyrir fólk í endurhæfingu eftir meðferð. Það er því sár skortur á úrræðum sem kemur heimilislausu fólki með flóknari þjónustuþarfir af götunni og í öruggt skjól. Húsnæði sem er heilandi Í fyrra vor gerði félagsmálaráðuneytið samning við Reykjavíkurborg um tímabundið neyðarhúsnæði fyrir viðkvæma hópa eins og þessa vegna Covid19. Tvenns konar neyðarhúsnæði var sett á laggirnar á grundvelli samningsins og annað þeirra var neyðarhúsnæði í Skipholti fyrir heimilislausar konur með fjölþættan vanda. Þar var gistiheimili sem borgin tók á leigu, en fyrir vikið hafði úrræðið þá sérstöðu umfram önnur hefðbundin neyðarskýli að vera herbergjagisting þar sem konur höfðu líka sitt eigið baðherbergi. Þær gátu því læst og verið öruggar um að eigur sínar ásamt því að geta baðað sig í einrúmi. Það var jafnframt opið allan sólarhringinn vegna aðstæðna og því höfðu konurnar meiri stjórn á því hvernig þær höguðu deginum sínum en ella. Fyrirkomulagið í Skipholti féll því mjög vel að Húsnæði fyrst (Housing first) aðferðafræðinni. Kennisetning þeirrar aðferðarfræði er sú að öruggt þak yfir höfuðið séu grundvallarmannréttindi og aðeins þegar þessari grunnþörf sé mætt, geti einstaklingurinn ráðið við aðrar áskoranir. Heimili er því forsenda fyrir árangri vímuefnameðferðar eða meðferðar við geðrænum vanda. Þessi aðferðarfræði er ekki úr lausu lofti gripin því öruggt húsnæði hefur mælst áhrifaþáttur í bættri líkamlegri og andlegri heilsu heimilislausra. Almennt mælist heilsa heimilislausra mun verri en í almennu þýði. Þar af hallar aftur sérstaklega á heimilislausar konur en heilsa þeirra mælist enn verri en heimilislausra karla, auk þess sem konur eru líklegri til að verða fyrir kynferðisofbeldi ofan á annað líkamlegt ofbeldi. Aðsókn í úrræðið í Skipholti var mikil og það var upplifun starfsfólks að herbergjagistingar fyrirkomulagið reyndist konunum mun betur en hefðbundin neyðarskýli þá sér í lagi við að aðlaga sig aftur að sjálfstæðri búsetu, þjónustuþegarnir sjálfir væru ánægðari með þetta fyrirkomulag og þætti það valdeflandi. Upplifun starfsfólksins rímar við niðurstöður erlendra rannsókna meðal heimilislausra en þær hafa sýnt að jákvæð upplifun viðkomandi af valdeflingu og gæði húsnæðis og er áhrifaþáttur í betri andlegri heilsu. Það er því algjör synd að halda ekki áfram með þjónustuúrræði sem gefur jafn góða raun og þetta. Mætum þörfinni Þriðjudaginn næsta þann 19. október leggjum við Sjálfstæðismenn í Borgarstjórn fram tillögu mína um að opna nýtt neyðarathvarf fyrir konur í anda þess sem var í Skipholti. Þetta er ekki bara bráðnauðsynleg tillaga heldur virkilega tímabær og enn fremur ætti hún að vera þverpólitísk. Ég vil því nota tækifærið og biðja þig kæri lesandi um að ýta á þá borgarfulltrúa sem þú gætir þekkt í öðrum flokkum í von um að tillagan fáist samþykkt af meirihlutanum í borgarstjórn. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun