Þéttingarstefnan skapi íbúðaskort í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 21. október 2021 19:20 Pawel Bartoszek sagði þéttingarstefnu borgarinnar hafa skilað metfjölda af íbúðum á undanförnum tveimur árum. Eyþór Arnalds og Kolbrún Baldursdóttir sögðu stefnuna hins vegar hafa skapað skort á nýjum íbúðum í borginni. Stöð 2/Arnar Oddvitar Sjálfstæðisflokksins og Flokks fólksins í Reykjavík segja þéttingarstefnu meirihutans í húsnæðismálum eiga sinn þátt í að skapa skort á nýjum íbúðum í borginni. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir hins vegar met hafa verið slegið í fjölda íbúða á undanförnum árum. Samkvæmt Þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í gær þyrftu átján hundruð fullbúnar íbúðir að koma á markað í landinu að jafnaði á hverju ári. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til í borgarstjórn að nú þegar yrði ráðist í byggingu þrjú þúsund íbúða á Keldnalandinu, í Úlfarsárdal og hér við Umferðarmiðstöðina, steinsnar frá Reykjavíkurflugvelli. Meirihlutinn felldi þá tillögu í gær. Í Pallborðinu í dag sagði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að íbúðir á þéttingarsvæðum væru bæði fáar og mjög dýrar. „Við erum að segja; byggjum á þessum stöðum þar sem það er hagkvæmt. Ekki bara á dýru stöðunum. Þetta þarf að gera. Við sjáum að húsnæði hefur hækkað gríðarlega. Um fimmtán til sextán prósent að jafnaði og sérbýlið um yfir tuttugu prósent á tólf mánuðum á Íslandi. Þannig að það er augljóst að eftirspurnin er mikil og framboðið of lítið,“ sagði Eyþór. Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi.Stöð 2/Arnar Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á þéttingu byggðar á undanförnum árum og nýjar íbúðir hafa sprottið upp hér og þar miðsvæðis í borginni. Eftir að Seðlabankinn tók að lækka vexti jókst eftirspurnin eftir húsnæði mjög mikið um mitt síðasta ár og verðið rauk upp úr öllu valdi. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs sagði Sjálfstæðismenn tala eins og ekkert hefði verið byggt þegar algert met hafi verið slegið með þúsund íbúðum 2019 og fimmtán hundruð í fyrra. Tillaga þeirra kæmi frá klofnasta flokki í skipulagsmálum á byggðu bóli. „Þið eruð að reyna, vegna þess að þið eruð ósammála um þéttingu. Þið eruð ósammála um flugvöllinn, þið eruð ósammála um þéttingu og hvort byggja eigi í Skerjafirði. Þess vegna dróguð þið fram tillögu um einu reitina í borginni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er innbyrðis sammála um að þar eigi að byggja,“ sagði Pawel. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins sagði meirihlutaflokkana í borginni haldna ótrúlegri forræðishyggju. Mikið vantaði upp á að ólíkir hópar fólks stæðu jafnfætis varðandi aðgang að húsnæði. Margir eyddu stórum hluta tekna sinna í húsaleigu. „Ég vil bara meira. Byggja alls staðar þar sem hægt er að byggja fyrir allt fólk. Sama hvernig efnahagur er. Það þurfa allir þak yfir höfuðið. Það þarf að spýta í lófana núna og það strax á morgun,“ sagði Kolbrún. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni. Reykjavík Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Pallborðið Tengdar fréttir Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Samkvæmt Þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í gær þyrftu átján hundruð fullbúnar íbúðir að koma á markað í landinu að jafnaði á hverju ári. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til í borgarstjórn að nú þegar yrði ráðist í byggingu þrjú þúsund íbúða á Keldnalandinu, í Úlfarsárdal og hér við Umferðarmiðstöðina, steinsnar frá Reykjavíkurflugvelli. Meirihlutinn felldi þá tillögu í gær. Í Pallborðinu í dag sagði Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að íbúðir á þéttingarsvæðum væru bæði fáar og mjög dýrar. „Við erum að segja; byggjum á þessum stöðum þar sem það er hagkvæmt. Ekki bara á dýru stöðunum. Þetta þarf að gera. Við sjáum að húsnæði hefur hækkað gríðarlega. Um fimmtán til sextán prósent að jafnaði og sérbýlið um yfir tuttugu prósent á tólf mánuðum á Íslandi. Þannig að það er augljóst að eftirspurnin er mikil og framboðið of lítið,“ sagði Eyþór. Eyþór Arnalds, Kolbrún Baldursdóttir og Pawel Bartoszek í Pallborðinu á Vísi og Stöð 2/Vísi.Stöð 2/Arnar Reykjavíkurborg hefur lagt áherslu á þéttingu byggðar á undanförnum árum og nýjar íbúðir hafa sprottið upp hér og þar miðsvæðis í borginni. Eftir að Seðlabankinn tók að lækka vexti jókst eftirspurnin eftir húsnæði mjög mikið um mitt síðasta ár og verðið rauk upp úr öllu valdi. Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs sagði Sjálfstæðismenn tala eins og ekkert hefði verið byggt þegar algert met hafi verið slegið með þúsund íbúðum 2019 og fimmtán hundruð í fyrra. Tillaga þeirra kæmi frá klofnasta flokki í skipulagsmálum á byggðu bóli. „Þið eruð að reyna, vegna þess að þið eruð ósammála um þéttingu. Þið eruð ósammála um flugvöllinn, þið eruð ósammála um þéttingu og hvort byggja eigi í Skerjafirði. Þess vegna dróguð þið fram tillögu um einu reitina í borginni þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er innbyrðis sammála um að þar eigi að byggja,“ sagði Pawel. Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins sagði meirihlutaflokkana í borginni haldna ótrúlegri forræðishyggju. Mikið vantaði upp á að ólíkir hópar fólks stæðu jafnfætis varðandi aðgang að húsnæði. Margir eyddu stórum hluta tekna sinna í húsaleigu. „Ég vil bara meira. Byggja alls staðar þar sem hægt er að byggja fyrir allt fólk. Sama hvernig efnahagur er. Það þurfa allir þak yfir höfuðið. Það þarf að spýta í lófana núna og það strax á morgun,“ sagði Kolbrún. Hér má sjá Pallborðið í heild sinni.
Reykjavík Húsnæðismál Efnahagsmál Íslenskir bankar Seðlabankinn Pallborðið Tengdar fréttir Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51 Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Sjá meira
Pawel segir met hafa verið slegið í fjölda nýrra íbúða í borginni Pawel Bartoszek formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur sagði í Pallborðinu á Vísi í dag að aldrei hefðu verið byggðar eins margar íbúðir í borginni og gert hefði verið á undanförnum árum. Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn og Kolbrún Baldursdóttur oddviti Flokks fólksins gagnrýndu hins vegar meirihlutann fyrir einstrengingslega stefnu í íbúðamálum. 21. október 2021 14:51
Covid kreppunni lokið að mati Landsbankans Covid kreppunni er lokið samkvæmt þjóðhagsspá Landsbankans sem birt var í dag þar sem gert er ráð fyrir miklum hagvexti á þessu ári og því næsta. Ekki sé ástæða til að hafa áhyggjur af húsnæðismarkaðnum þar sem framboð á íbúðum muni aukast á næstu árum. 20. október 2021 19:20